Óskar Hrafn: Oliver og aðrir Blikar alltaf velkomnir heim í Kópavoginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2019 12:00 Óskar stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn gegn KA í BOSE-mótinu 16. nóvember næstkomandi. mynd/baldur hrafnkell Stuðningsmenn Breiðabliks fengu aðeins að kynnast nýjum þjálfara karlaliðs félagsins, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, í viðtali sem birtist á blikar.is í gær. Þar ræðir Óskar aðeins um sjálfan sig, starfið hjá Breiðabliki og tímabilið sem framundan er. Eftir að hafa komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum tók Óskar við Breiðabliki af Ágústi Gylfasyni í síðasta mánuði. Þó var byrjað að orða Óskar við þjálfarastarfið hjá Blikum um mitt síðasta tímabil. Virðingarleysi gagnvart Gústa„Ég væri að ljúga ef mér hefði ekki fundist umræðan pínu óþægileg. Það er ekki þægilegt að vera spurður út í starf sem kollegi manns er að sinna,“ sagði Óskar. „Mér fannst það virðingarleysi gagnvart Gústa, að ræða um eftirmann hans meðan hann var í fullu starfi og gera fína hluti. En ég missti ekki svefn yfir þessu eða hugsaði um þetta allan daginn. Ég hafði bara nóg með að sinna þessu verkefni hjá Gróttu eins vel og kostur var.“ Ekki hræddur við kröfurnarÓskar segir að stefnan sé sett hátt í Kópavoginum. „Breiðablik er félag sem á hvergi annars staðar að vera en í toppbaráttu. Þá þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og leggja klukkutíma að baki á vellinum,“ sagði Óskar. „Ég hræðist ekki kröfur. Ég geri sjálfur miklar kröfur á mig og mína leikmenn. Þær kröfur sem ég geri á sjálfan mig eru í takti við þær kröfur sem umhverfið gerir á okkur. Það væri lítið gaman að þessu ef það væru engar kröfur.“ Höskuldur í limbóiÓskar var spurður út í leikmannamál Breiðabliks, m.a. út í Alfons Sampsted og Höskuld Gunnlaugsson sem léku sem lánsmenn með liðinu í fyrra. Einnig Oliver Sigurjónsson sem hefur fengið fá tækifæri með Bodø/Glimt í Noregi. „Alfons er samningsbundinn Norrköping út næsta ár. En hann veit að dyrnar eru alltaf opnar hérna. Sama með Höskuld þótt hann sé í aðeins meira limbói. Það skýrist væntanlega fljótlega,“ sagði Óskar. „Með Oliver þá veit maður ekki hvað gerist. Hann vill reyna fyrir sér úti en Oliver eins og aðrir Blikar vita að þeir eru alltaf velkomnir heim í Kópavoginn.“Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Stuðningsmenn Breiðabliks fengu aðeins að kynnast nýjum þjálfara karlaliðs félagsins, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, í viðtali sem birtist á blikar.is í gær. Þar ræðir Óskar aðeins um sjálfan sig, starfið hjá Breiðabliki og tímabilið sem framundan er. Eftir að hafa komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum tók Óskar við Breiðabliki af Ágústi Gylfasyni í síðasta mánuði. Þó var byrjað að orða Óskar við þjálfarastarfið hjá Blikum um mitt síðasta tímabil. Virðingarleysi gagnvart Gústa„Ég væri að ljúga ef mér hefði ekki fundist umræðan pínu óþægileg. Það er ekki þægilegt að vera spurður út í starf sem kollegi manns er að sinna,“ sagði Óskar. „Mér fannst það virðingarleysi gagnvart Gústa, að ræða um eftirmann hans meðan hann var í fullu starfi og gera fína hluti. En ég missti ekki svefn yfir þessu eða hugsaði um þetta allan daginn. Ég hafði bara nóg með að sinna þessu verkefni hjá Gróttu eins vel og kostur var.“ Ekki hræddur við kröfurnarÓskar segir að stefnan sé sett hátt í Kópavoginum. „Breiðablik er félag sem á hvergi annars staðar að vera en í toppbaráttu. Þá þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og leggja klukkutíma að baki á vellinum,“ sagði Óskar. „Ég hræðist ekki kröfur. Ég geri sjálfur miklar kröfur á mig og mína leikmenn. Þær kröfur sem ég geri á sjálfan mig eru í takti við þær kröfur sem umhverfið gerir á okkur. Það væri lítið gaman að þessu ef það væru engar kröfur.“ Höskuldur í limbóiÓskar var spurður út í leikmannamál Breiðabliks, m.a. út í Alfons Sampsted og Höskuld Gunnlaugsson sem léku sem lánsmenn með liðinu í fyrra. Einnig Oliver Sigurjónsson sem hefur fengið fá tækifæri með Bodø/Glimt í Noregi. „Alfons er samningsbundinn Norrköping út næsta ár. En hann veit að dyrnar eru alltaf opnar hérna. Sama með Höskuld þótt hann sé í aðeins meira limbói. Það skýrist væntanlega fljótlega,“ sagði Óskar. „Með Oliver þá veit maður ekki hvað gerist. Hann vill reyna fyrir sér úti en Oliver eins og aðrir Blikar vita að þeir eru alltaf velkomnir heim í Kópavoginn.“Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira