Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 09:25 Hagstofa Íslands hefur aðsetur í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. Þó má búast við öðrum viðsnúningi strax á næsta ári þegar hagvöxtur verður 1,7 prósent og svo 2,5 til 2,7 prósenta vöxtur á árunum 2021-2025. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í dag. Þar segir að samdrátt ársins megi ekki síst rekja til minni innlendrar eftirspurnar og lækkunar útflutnings. Hagstofan áætlar að útflutningur dragist saman um 5,5% í ár sem megi að mestu rekja til þjónustuútflutnings en einnig vegna samdráttar í útflutningi sjávarafurða og áls. Þá sé útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu muni minnka á árinu og verði minni en fyrri spár Hagstofunnar gerðu ráð fyrir. Heimilin hafa haldið að sér höndum vegna óvissu í efnahagsmálum. Skammtímavísbendingar, eins og kortavelta, bendi þannig til hægari vaxtar á seinni hluta árs. Þá er minnst á kjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, sem fólu í sér minni launahækkanir en Hagstofan gerði ráð fyrir. Þó sé enn óvissa uppi um kjarasamninga opinberra starfsmanna.Atvinnuleysi eykst um nokkrar kommur Atvinnuvegafjárfesting gæti jafnframt dregist saman um 15,2 prósent í ár og munar þar mestu um minni fjárfestingar í skipum og flugvélum að sögn Hagstofunnar. Þar að auki hafi stóriðjufjárfesting dregist saman á árinu, bæði vegna loka stórra framkvæmda í fyrra og samdráttar í almennri atvinnuvegafjárfestingu. „Reiknað er með hóflegum bata næstu ár þar sem sterk eiginfjárstaða fyrirtækja, lægri stýrivextir, ásamt almennum bata hagkerfisins styðja við fjárfestinguna,“ segir í Þjóðhagsspánni. Þar er þess jafnframt getið að verðbólguhorfur hafi batnað frá því í maí. Reiknað er með að verðbólga verði 2,6 prósent á næsta ári og haldist við 2,5 prósent verðbólgumarkmið á spátímanum, sem er til 2025, en Hagstofan miðar í þessum útreikningum við að gengi haldist stöðugt. Stofnunin gerir jafnframt ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist lítillega á næsta ári, verði 3,9 prósent samanborið við 3,3 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hagstofan segir að heilt yfir hafi innlend fyrirtæki fjárhagslegt svigrúm til að mæta skammvinnri niðursveiflu, eins og 0,2 prósent samdráttarspáin beri með sér. „Nýlegt álagspróf Seðlabanka Íslands og kerfislega mikilvægra banka sýnir að þrátt fyrir forsendu um mikið efnahagsáfall yrði vogunarhlutfall bankanna áfram hátt samanborið við hlutföll norrænna og evrópskra banka,“ segir í Þjóðhagsspánni sem nálgast má í heild sinni hér. Efnahagsmál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. Þó má búast við öðrum viðsnúningi strax á næsta ári þegar hagvöxtur verður 1,7 prósent og svo 2,5 til 2,7 prósenta vöxtur á árunum 2021-2025. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í dag. Þar segir að samdrátt ársins megi ekki síst rekja til minni innlendrar eftirspurnar og lækkunar útflutnings. Hagstofan áætlar að útflutningur dragist saman um 5,5% í ár sem megi að mestu rekja til þjónustuútflutnings en einnig vegna samdráttar í útflutningi sjávarafurða og áls. Þá sé útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu muni minnka á árinu og verði minni en fyrri spár Hagstofunnar gerðu ráð fyrir. Heimilin hafa haldið að sér höndum vegna óvissu í efnahagsmálum. Skammtímavísbendingar, eins og kortavelta, bendi þannig til hægari vaxtar á seinni hluta árs. Þá er minnst á kjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, sem fólu í sér minni launahækkanir en Hagstofan gerði ráð fyrir. Þó sé enn óvissa uppi um kjarasamninga opinberra starfsmanna.Atvinnuleysi eykst um nokkrar kommur Atvinnuvegafjárfesting gæti jafnframt dregist saman um 15,2 prósent í ár og munar þar mestu um minni fjárfestingar í skipum og flugvélum að sögn Hagstofunnar. Þar að auki hafi stóriðjufjárfesting dregist saman á árinu, bæði vegna loka stórra framkvæmda í fyrra og samdráttar í almennri atvinnuvegafjárfestingu. „Reiknað er með hóflegum bata næstu ár þar sem sterk eiginfjárstaða fyrirtækja, lægri stýrivextir, ásamt almennum bata hagkerfisins styðja við fjárfestinguna,“ segir í Þjóðhagsspánni. Þar er þess jafnframt getið að verðbólguhorfur hafi batnað frá því í maí. Reiknað er með að verðbólga verði 2,6 prósent á næsta ári og haldist við 2,5 prósent verðbólgumarkmið á spátímanum, sem er til 2025, en Hagstofan miðar í þessum útreikningum við að gengi haldist stöðugt. Stofnunin gerir jafnframt ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist lítillega á næsta ári, verði 3,9 prósent samanborið við 3,3 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hagstofan segir að heilt yfir hafi innlend fyrirtæki fjárhagslegt svigrúm til að mæta skammvinnri niðursveiflu, eins og 0,2 prósent samdráttarspáin beri með sér. „Nýlegt álagspróf Seðlabanka Íslands og kerfislega mikilvægra banka sýnir að þrátt fyrir forsendu um mikið efnahagsáfall yrði vogunarhlutfall bankanna áfram hátt samanborið við hlutföll norrænna og evrópskra banka,“ segir í Þjóðhagsspánni sem nálgast má í heild sinni hér.
Efnahagsmál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira