Foreldrahlutverkinu kastað á sorphauginn? Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 1. nóvember 2019 09:00 Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, bað í vikunni samkynhneigt fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Sagði hún kirkjuna hafa valdið samkynhneigðum sársauka, vandræðum og erfiðleikum í gegnum tíðina. Tilefni afsökunarbeiðninnar er upprifjun heimildaþáttanna Svona fólk á andstöðu kirkjunnar við rétt einstaklinga af sama kyni til hjónabands og barneigna. Orð sem Karl Sigurbjörnsson, þáverandi biskup, lét falla um málið árið 2006 hafa vakið sérstaka athygli. Í sjónvarpsviðtali sagði hann meðal annars að hjónabandið ætti það inni að því væri ekki „kastað á sorphauginn án þess að hugsa okkar gang.“ Orð Biskups vöktu furðu og reiði á sínum tíma og skömmu síðar var búið að festa í lög rétt einstaklinga af sama kyni til hjónabands.Opinber stofnun brýtur á fötluðum Í vikunni féll dómur í Hæstarétti um að Barnaverndarstofu hafi verið óheimilt að hafna umsókn Freyju Haraldsdóttur, baráttukonu fyrir réttindum fatlaðs fólks, um að sitja matsnámskeið fyrir þau sem hafa óskað þess að verða fósturforeldrar. Freyja sótti um árið 2015 en var synjað þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði sem þarf til að fá að sitja slíkt námskeið. Freyja krafðist þess í máli sínu að fá sömu málsmeðferð og aðrir. Fyrir öllum dómstigum hefur Barnaverndarstofa barist með kjafti og klóm og varið ákvörðun sína um að mismuna Freyju á grundvelli fötlunar hennar. Stofnunin hefur m.a. látið að því liggja að fötlun foreldris geti ógnað velferð barns og að fatlaðar mæður með notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) geti ekki myndað tengsl við börn eða sinnt þeim með „virkum hætti“. Þessi málflutningur stenst enga skoðun og hefur nú verið hafnað af Hæstarétti. Eftir dómsuppkvaðningu Hæstaréttar hefur lítið borið á auðmýkt frá Barnaverndarstofu. Þvert á móti hefur forstjóri stofnunarinnar haldið áfram viðteknum hætti. Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði hún að herða þurfi reglur til að hægt sé að neita fólki sem „augljóslega uppfyllir ekki skilyrðin“ um að sækja námskeiðið. Í þessu samhengi setti hún fatlað fólk undir sama hatt og fólk með afbrotaferil og nýlega neyslusögu að baki. Þessi jaðarsetning er af sama meiði og útilokun kirkjunnar á samkynhneigðum á sínum tíma. Hvort tveggja byggir á fordómum gagnvart minnihlutahópum og úreltum viðhorfum um hefðbundin foreldrahlutverk. Ein afleiðing fordómafullrar afstöðu Barnaverndarstofu er að hún gefur hatursfullri umræðu á samfélagsmiðlum vægi. Ef þetta mál hefur sýnt okkur eitthvað þá er það hve fötlunarfordómar eru enn útbreiddir, ekki aðeins meðal stórs hluta þjóðarinnar heldur innan opinberra stofnana líka. Alltof fáum dettur í hug að hlusta á hlið Freyju Haraldsóttur í málinu, velta fyrir sér þeim kostum sem hún og fleiri fatlaðir einstaklingar kunna að búa yfir sem foreldrar, eða þeirri staðreynd að á hverjum degi sinnir fatlað fólk um allan heim foreldrahlutverkinu með miklum sóma. Hvenær biðjast þau afsökunar? Viðhorfin sem mæta Freyju og öðru fötluðu fólki í þessari umræðu minna um margt á mótmæli kirkjunnar gegn barneignum og hjónabandi fólks af sama kyni fyrir rúmum áratug síðan. Það vantar bara að forstjóri Barnaverndarstofu vari við því að foreldrahlutverkinu sé „kastað á sorphauginn“. Afstaða stofnunarinnar til foreldrahlutverksins sýnir að jafnréttishugmyndir Íslendinga eru ekki komnar lengra en svo að fatlað fólk sé umborið svo lengi sem það stígur ekki út fyrir þau mörk sem því er sett. Við eigum enn töluvert langt í land þegar kemur að sjálfsagðri virðingu fyrir fötluðu fólki. En framþróun mannréttinda á sér stað fyrir tilstilli fólks sem er tilbúið að stíga út fyrir mörk hins gamalkunna. Einn daginn mun fulltrúi barnaverndaryfirvalda nefnilega standa frammi fyrir alþjóð eins og biskup gerði í vikunni og þurfa að biðja fatlað fólk afsökunar á misrétti fortíðar. Best væri að það gerðist fyrr en seinna.Höfundur er varaforseti Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Félagsmál Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Trúmál Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, bað í vikunni samkynhneigt fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Sagði hún kirkjuna hafa valdið samkynhneigðum sársauka, vandræðum og erfiðleikum í gegnum tíðina. Tilefni afsökunarbeiðninnar er upprifjun heimildaþáttanna Svona fólk á andstöðu kirkjunnar við rétt einstaklinga af sama kyni til hjónabands og barneigna. Orð sem Karl Sigurbjörnsson, þáverandi biskup, lét falla um málið árið 2006 hafa vakið sérstaka athygli. Í sjónvarpsviðtali sagði hann meðal annars að hjónabandið ætti það inni að því væri ekki „kastað á sorphauginn án þess að hugsa okkar gang.“ Orð Biskups vöktu furðu og reiði á sínum tíma og skömmu síðar var búið að festa í lög rétt einstaklinga af sama kyni til hjónabands.Opinber stofnun brýtur á fötluðum Í vikunni féll dómur í Hæstarétti um að Barnaverndarstofu hafi verið óheimilt að hafna umsókn Freyju Haraldsdóttur, baráttukonu fyrir réttindum fatlaðs fólks, um að sitja matsnámskeið fyrir þau sem hafa óskað þess að verða fósturforeldrar. Freyja sótti um árið 2015 en var synjað þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði sem þarf til að fá að sitja slíkt námskeið. Freyja krafðist þess í máli sínu að fá sömu málsmeðferð og aðrir. Fyrir öllum dómstigum hefur Barnaverndarstofa barist með kjafti og klóm og varið ákvörðun sína um að mismuna Freyju á grundvelli fötlunar hennar. Stofnunin hefur m.a. látið að því liggja að fötlun foreldris geti ógnað velferð barns og að fatlaðar mæður með notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) geti ekki myndað tengsl við börn eða sinnt þeim með „virkum hætti“. Þessi málflutningur stenst enga skoðun og hefur nú verið hafnað af Hæstarétti. Eftir dómsuppkvaðningu Hæstaréttar hefur lítið borið á auðmýkt frá Barnaverndarstofu. Þvert á móti hefur forstjóri stofnunarinnar haldið áfram viðteknum hætti. Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði hún að herða þurfi reglur til að hægt sé að neita fólki sem „augljóslega uppfyllir ekki skilyrðin“ um að sækja námskeiðið. Í þessu samhengi setti hún fatlað fólk undir sama hatt og fólk með afbrotaferil og nýlega neyslusögu að baki. Þessi jaðarsetning er af sama meiði og útilokun kirkjunnar á samkynhneigðum á sínum tíma. Hvort tveggja byggir á fordómum gagnvart minnihlutahópum og úreltum viðhorfum um hefðbundin foreldrahlutverk. Ein afleiðing fordómafullrar afstöðu Barnaverndarstofu er að hún gefur hatursfullri umræðu á samfélagsmiðlum vægi. Ef þetta mál hefur sýnt okkur eitthvað þá er það hve fötlunarfordómar eru enn útbreiddir, ekki aðeins meðal stórs hluta þjóðarinnar heldur innan opinberra stofnana líka. Alltof fáum dettur í hug að hlusta á hlið Freyju Haraldsóttur í málinu, velta fyrir sér þeim kostum sem hún og fleiri fatlaðir einstaklingar kunna að búa yfir sem foreldrar, eða þeirri staðreynd að á hverjum degi sinnir fatlað fólk um allan heim foreldrahlutverkinu með miklum sóma. Hvenær biðjast þau afsökunar? Viðhorfin sem mæta Freyju og öðru fötluðu fólki í þessari umræðu minna um margt á mótmæli kirkjunnar gegn barneignum og hjónabandi fólks af sama kyni fyrir rúmum áratug síðan. Það vantar bara að forstjóri Barnaverndarstofu vari við því að foreldrahlutverkinu sé „kastað á sorphauginn“. Afstaða stofnunarinnar til foreldrahlutverksins sýnir að jafnréttishugmyndir Íslendinga eru ekki komnar lengra en svo að fatlað fólk sé umborið svo lengi sem það stígur ekki út fyrir þau mörk sem því er sett. Við eigum enn töluvert langt í land þegar kemur að sjálfsagðri virðingu fyrir fötluðu fólki. En framþróun mannréttinda á sér stað fyrir tilstilli fólks sem er tilbúið að stíga út fyrir mörk hins gamalkunna. Einn daginn mun fulltrúi barnaverndaryfirvalda nefnilega standa frammi fyrir alþjóð eins og biskup gerði í vikunni og þurfa að biðja fatlað fólk afsökunar á misrétti fortíðar. Best væri að það gerðist fyrr en seinna.Höfundur er varaforseti Ungra jafnaðarmanna.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar