Bretar hvattir til að kjósa taktískt í þingkosningum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. nóvember 2019 07:45 Frjálslyndir demókratar vilja stöðva útgönguna. Nordicphotos/Getty Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. Ný ríkisstjórn mun þá þurfa að hafa hraðar hendur því að Evrópusambandið hefur gefið útgöngufrest til 31. janúar og óvíst hvort hann verði mikið lengri. Bæði þeir sem styðja útgönguna og eru mótfallnir henni hvetja kjósendur til þess að kjósa taktískt í kosningunni, en líklegt er að útgangan verði aðalmál kosningabaráttunnar. Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi og flokkur getur hæglega náð hreinum meirihluta á þingi með aðeins 35 prósenta fylgi. Samtökin Best for Britain, sem eru mótfallin útgöngunni, hafa til að mynda hvatt kjósendur í 370 kjördæmum til að styðja Verkamannaflokkinn en Frjálslynda demókrata í 180 kjördæmum. Samtökin hafa reiknað það út frá tölulegum upplýsingum um hvor flokkurinn eigi meiri möguleika á að sigra Íhaldsflokkinn í hverju kjördæmi fyrir sig. Nær þetta einungis til Englands og Wales þar sem búist er við því að Skoski þjóðarflokkurinn vinni í nærri öllum kjördæmum Skotlands. „Ef 30 prósent af evrópusinnuðum kjósendum kjósa flokk sem þeir myndu annars ekki gera, getum við komið í veg fyrir sigur Boris Johnson og komið á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna,“ sagði Naomi Smith, framkvæmdastjóri Best for Britain. Þá ætla samtökin Leave UK, sem styðja útgöngu, að setja upp sams konar síðu en fyrir þeim fer Arron Banks, sem fjármagnað hefur UKIP og Brexit flokk Nigels Farage. Brexit-flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum en síðan á að sýna hvort sá flokkur eða Íhaldsflokkurinn á meiri möguleika á að vinna. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. Ný ríkisstjórn mun þá þurfa að hafa hraðar hendur því að Evrópusambandið hefur gefið útgöngufrest til 31. janúar og óvíst hvort hann verði mikið lengri. Bæði þeir sem styðja útgönguna og eru mótfallnir henni hvetja kjósendur til þess að kjósa taktískt í kosningunni, en líklegt er að útgangan verði aðalmál kosningabaráttunnar. Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi og flokkur getur hæglega náð hreinum meirihluta á þingi með aðeins 35 prósenta fylgi. Samtökin Best for Britain, sem eru mótfallin útgöngunni, hafa til að mynda hvatt kjósendur í 370 kjördæmum til að styðja Verkamannaflokkinn en Frjálslynda demókrata í 180 kjördæmum. Samtökin hafa reiknað það út frá tölulegum upplýsingum um hvor flokkurinn eigi meiri möguleika á að sigra Íhaldsflokkinn í hverju kjördæmi fyrir sig. Nær þetta einungis til Englands og Wales þar sem búist er við því að Skoski þjóðarflokkurinn vinni í nærri öllum kjördæmum Skotlands. „Ef 30 prósent af evrópusinnuðum kjósendum kjósa flokk sem þeir myndu annars ekki gera, getum við komið í veg fyrir sigur Boris Johnson og komið á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna,“ sagði Naomi Smith, framkvæmdastjóri Best for Britain. Þá ætla samtökin Leave UK, sem styðja útgöngu, að setja upp sams konar síðu en fyrir þeim fer Arron Banks, sem fjármagnað hefur UKIP og Brexit flokk Nigels Farage. Brexit-flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum en síðan á að sýna hvort sá flokkur eða Íhaldsflokkurinn á meiri möguleika á að vinna.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira