Afar venjulegur nörd Björk Eiðsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 08:00 Sigurður Helgi segist lengi hafa gengið með hugmyndina að þáttunum í maganum. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrir alla muni er ný íslensk sjónvarpsþáttaröð í sex hlutum, þar sem Sigurður Helgi Pálmason og Viktoría Hermannsdóttir grúska í gömlum munum og kanna sögu þeirra. Áhorfandinn er leiddur inn í heim íslenskrar sögu og sagna á óhefðbundinn hátt, munir frá atburðum og sögu landsins eru notaðir til að vekja forvitni og fara með áhorfandann í áhugavert ferðalag. Sigurður Helgi er að þreyta frumraun sína sem þáttastjórnandi í sjónvarpi en hugmyndina að þáttunum hafði hann lengi gengið með í maganum. Leiðir hans og Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu lágu svo saman þegar Sigurður sat fyrir svörum í þætti Viktoríu um safnara á Rás 1. „Hún hafði fundið nafn mitt á alheimsnetinu þar sem ég rak áður safnarabúð á Hverfisgötu. Eftir að hafa farið í viðtalið og spjallað við Viktoríu í um fimm mínútur spurði ég hana hvort hún myndi ekki vilja vera með mér í þessum sjónvarpsþáttum og hún svaraði: „Hver væri ekki til í að gera þátt um gamla muni?“ Ég held að innsæi mitt hafi aldrei haft jafn rétt fyrir sér og þá. Ég eignaðist bæði frábæran vin og æðislegan samstarfsfélaga sem hafði trú á verkefninu frá fyrsta degi,“ útskýrir Sigurður.Fékk ungur áhuga á myntfræðiEn hvaðan ætli áhuginn á að grúska í gömlu dóti komi? „Ég er afar venjulegur nörd sem fékk ungur að árum gríðarlegan áhuga á myntfræði og sögu opinbers gjaldmiðils á Íslandi. Og má segja að það áhugamál hafi verið minn skóli.“ Í dag starfar Sigurður Helgi eins og fyrr segir sem safnvörður í Seðlabanka Íslands og sér hann um myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns Íslands.Sigurður sat fyrir svörum í útvarpsþætti Viktoríu á Rás 1 um safnara ?og úr varð farsælt samstarf og góður vinskapur. Mynd/RúvÞrettán ára í starfskynningu á Þjóðminjasafninu „Þessi áhugi kviknaði þegar ég komst í gamlan peningakassa fullan af gamalli mynt heima hjá ömmu Dísu og afa Fidda. En segja má að ég hafi endanlega fallið fyrir þessum ævintýraheimi þegar ég fór 13 ára gamall í starfskynningu á Þjóðminjasafnið. Þar fékk ég að ganga um safnið, sem þá var lokað vegna viðgerða að mig minnir, óáreittur, og fékk leiðsögn og fullt af sögum sem ég man enn mjög vel. Lilja Árnadóttir sem er í dag sviðsstjóri munasafnsins og kemur einmitt fram í tveimur þáttanna tók á móti mér þennan örlagaríka dag.“ Þegar Sigurður er spurður hvort þetta sé ekki nett nördaáhugamál svarar hann hlæjandi: „Ekki nett, heldur algjört.“Safnstjóri sem rak safnarabúð hlýtur að eiga sér sinn eigin uppáhaldshlut, ekki satt? „Sá hlutur sem mér þykir einna vænst um er peningakassinn sem kom þessu öllu af stað. Ég man enn þá eftir hverjum einasta peningi sem í honum er. Þeir eru þar allir enn og verða þar til einhver tekur við kassanum eftir minn dag.“Nördaði yfir sig Sigurður segist bíða þáttarins á sunnudaginn með eftirvæntingu og þó um sé að ræða frumraun hans í sjónvarpi sé hann óstressaður fyrir frumsýningunni. Hann viðurkennir þó að hafa nördað yfir sjálfan sig nokkrum sinnum, eins og hann sjálfur orðar það, á meðan á upptökum stóð. „Það sést greinilega þegar það gerist í þáttunum,“ segir hann í léttum tón. „Ég fékk að vinna með frábæru fólki að gerð þátta, sem ég hef gengið með í maganum í langan tíma. Og ég tala nú ekki um allt það fagfólk og safnara sem koma fram í þættinum, fólk sem hefur eytt árum eða jafnvel tugum ára í rannsóknir á munum eða sögum þeim tengdum. Þetta er ævintýri sem ég mun seint gleyma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Fyrir alla muni er ný íslensk sjónvarpsþáttaröð í sex hlutum, þar sem Sigurður Helgi Pálmason og Viktoría Hermannsdóttir grúska í gömlum munum og kanna sögu þeirra. Áhorfandinn er leiddur inn í heim íslenskrar sögu og sagna á óhefðbundinn hátt, munir frá atburðum og sögu landsins eru notaðir til að vekja forvitni og fara með áhorfandann í áhugavert ferðalag. Sigurður Helgi er að þreyta frumraun sína sem þáttastjórnandi í sjónvarpi en hugmyndina að þáttunum hafði hann lengi gengið með í maganum. Leiðir hans og Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu lágu svo saman þegar Sigurður sat fyrir svörum í þætti Viktoríu um safnara á Rás 1. „Hún hafði fundið nafn mitt á alheimsnetinu þar sem ég rak áður safnarabúð á Hverfisgötu. Eftir að hafa farið í viðtalið og spjallað við Viktoríu í um fimm mínútur spurði ég hana hvort hún myndi ekki vilja vera með mér í þessum sjónvarpsþáttum og hún svaraði: „Hver væri ekki til í að gera þátt um gamla muni?“ Ég held að innsæi mitt hafi aldrei haft jafn rétt fyrir sér og þá. Ég eignaðist bæði frábæran vin og æðislegan samstarfsfélaga sem hafði trú á verkefninu frá fyrsta degi,“ útskýrir Sigurður.Fékk ungur áhuga á myntfræðiEn hvaðan ætli áhuginn á að grúska í gömlu dóti komi? „Ég er afar venjulegur nörd sem fékk ungur að árum gríðarlegan áhuga á myntfræði og sögu opinbers gjaldmiðils á Íslandi. Og má segja að það áhugamál hafi verið minn skóli.“ Í dag starfar Sigurður Helgi eins og fyrr segir sem safnvörður í Seðlabanka Íslands og sér hann um myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns Íslands.Sigurður sat fyrir svörum í útvarpsþætti Viktoríu á Rás 1 um safnara ?og úr varð farsælt samstarf og góður vinskapur. Mynd/RúvÞrettán ára í starfskynningu á Þjóðminjasafninu „Þessi áhugi kviknaði þegar ég komst í gamlan peningakassa fullan af gamalli mynt heima hjá ömmu Dísu og afa Fidda. En segja má að ég hafi endanlega fallið fyrir þessum ævintýraheimi þegar ég fór 13 ára gamall í starfskynningu á Þjóðminjasafnið. Þar fékk ég að ganga um safnið, sem þá var lokað vegna viðgerða að mig minnir, óáreittur, og fékk leiðsögn og fullt af sögum sem ég man enn mjög vel. Lilja Árnadóttir sem er í dag sviðsstjóri munasafnsins og kemur einmitt fram í tveimur þáttanna tók á móti mér þennan örlagaríka dag.“ Þegar Sigurður er spurður hvort þetta sé ekki nett nördaáhugamál svarar hann hlæjandi: „Ekki nett, heldur algjört.“Safnstjóri sem rak safnarabúð hlýtur að eiga sér sinn eigin uppáhaldshlut, ekki satt? „Sá hlutur sem mér þykir einna vænst um er peningakassinn sem kom þessu öllu af stað. Ég man enn þá eftir hverjum einasta peningi sem í honum er. Þeir eru þar allir enn og verða þar til einhver tekur við kassanum eftir minn dag.“Nördaði yfir sig Sigurður segist bíða þáttarins á sunnudaginn með eftirvæntingu og þó um sé að ræða frumraun hans í sjónvarpi sé hann óstressaður fyrir frumsýningunni. Hann viðurkennir þó að hafa nördað yfir sjálfan sig nokkrum sinnum, eins og hann sjálfur orðar það, á meðan á upptökum stóð. „Það sést greinilega þegar það gerist í þáttunum,“ segir hann í léttum tón. „Ég fékk að vinna með frábæru fólki að gerð þátta, sem ég hef gengið með í maganum í langan tíma. Og ég tala nú ekki um allt það fagfólk og safnara sem koma fram í þættinum, fólk sem hefur eytt árum eða jafnvel tugum ára í rannsóknir á munum eða sögum þeim tengdum. Þetta er ævintýri sem ég mun seint gleyma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira