Samþykkir að taka fyrir nauðgunarmál Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2019 13:55 Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Vísir/Hanna Andrésdóttir Hæstiréttur hefur fallist á beiðni saksóknara um að taka til meðferðar mál þar sem karlmaður var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta á fyrrverandi eiginkonu sinni og syni. Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Greint var frá því í morgun að það sem af er ári hafi 31 beiðni um áfrýjunarleyfi í sakamáli borist Hæstarétti, en þessi er sú fyrsta sem er samþykkt. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi og greiðslu skaðabóta fyrir tvö kynferðisbrot gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarbrot gegn syni sínum. Þá braut hann gegn nálgunarbanni og fjarskiptalögum með því að koma fyrir staðsetningarbúnaði í bíl konunnar.Sóttu bæði um áfrýjunarleyfi Bæði ákæruvaldið og dæmdi sóttu um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Taldi hinn dæmdi dóminn rangan og að sekt hans hafi ekki verið sönnuð. Ákæruvaldið telur hins vegar dóminn of vægan og að tilgangur áfrýjunar að „fá endurskoðun á ákvörðun viðurlaga og hins vegar á niðurstöðu sem byggð sé á skýringu eða beitingu réttarreglna. Landsréttur hafi hvorki litið til sakaferils hins dæmda, né þess að brot hans hafi verið framin á „sérstaklega meiðandi hátt“. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um eitt ár. „Beiðni sinni til stuðnings vísar ákæruvaldið til þess að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til og að áfrýjunin lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu,“ segir í málskotsbeiðninni. Þá komi fram í dómi Landsréttar að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins í Barnahúsi þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að ákvæði b-liðs 117. grein laga um meðferð sakamála sem snýr að því að skyldmenni ákærða í beinan legg geti skorast undan því að gefa vitnaskýrslu.Myndi hafa almenna þýðingu Telur Hæstiréttur að meðferð myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að umræddu ákvæði. Þá segir einnig í ákvörðun Hæstaréttar að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi að hluta á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar hins dæmda, vitna og brotaþola, en að það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Barnavernd Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á beiðni saksóknara um að taka til meðferðar mál þar sem karlmaður var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta á fyrrverandi eiginkonu sinni og syni. Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Greint var frá því í morgun að það sem af er ári hafi 31 beiðni um áfrýjunarleyfi í sakamáli borist Hæstarétti, en þessi er sú fyrsta sem er samþykkt. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi og greiðslu skaðabóta fyrir tvö kynferðisbrot gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarbrot gegn syni sínum. Þá braut hann gegn nálgunarbanni og fjarskiptalögum með því að koma fyrir staðsetningarbúnaði í bíl konunnar.Sóttu bæði um áfrýjunarleyfi Bæði ákæruvaldið og dæmdi sóttu um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Taldi hinn dæmdi dóminn rangan og að sekt hans hafi ekki verið sönnuð. Ákæruvaldið telur hins vegar dóminn of vægan og að tilgangur áfrýjunar að „fá endurskoðun á ákvörðun viðurlaga og hins vegar á niðurstöðu sem byggð sé á skýringu eða beitingu réttarreglna. Landsréttur hafi hvorki litið til sakaferils hins dæmda, né þess að brot hans hafi verið framin á „sérstaklega meiðandi hátt“. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um eitt ár. „Beiðni sinni til stuðnings vísar ákæruvaldið til þess að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til og að áfrýjunin lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu,“ segir í málskotsbeiðninni. Þá komi fram í dómi Landsréttar að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins í Barnahúsi þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að ákvæði b-liðs 117. grein laga um meðferð sakamála sem snýr að því að skyldmenni ákærða í beinan legg geti skorast undan því að gefa vitnaskýrslu.Myndi hafa almenna þýðingu Telur Hæstiréttur að meðferð myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að umræddu ákvæði. Þá segir einnig í ákvörðun Hæstaréttar að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi að hluta á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar hins dæmda, vitna og brotaþola, en að það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti.
Barnavernd Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira