
Þorsteinn Már hættir sem stjórnarformaður Síldarvinnslunar

Þetta staðfestir Gunnþór Ingvason, framkvæmdarstjóri félagsins, í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.
Ingi Jóhann Guðmundsson, sem situr í stjórn félagsins, tekur við sæti stjórnarformanns í stað Þorsteins og Halldór Jónsson varamaður stígur inn í stjórn Síldarvinnslunnar.
Þorsteinn hefur einnig sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. Hann steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja síðastliðinn fimmtudag í kjölfar umfjöllunar um starfsemi félagsins í Namibíu.
Tengdar fréttir

„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir.

Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu.

Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“
Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku.

Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja
Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum.