Ég er hakkaþonráðgjafi, en þú? Kristjana Björk Barðdal skrifar 18. nóvember 2019 08:30 Eftir að ég varð atvinnulaus í sumar sótti ég ekki um önnur störf. Í sumar þurfti ég að segja starfinu mínu upp þar sem ekki voru nægir peningar í verkefninu til að borga mér laun en ég tala meira um það hér. Það fyrsta sem ég gerði var að meta stöðuna og reyna komast að þvi hvað mig langaði að gera - vegna þess að ekkert fyrirtæki kallaði til mín. Í staðinn ákvað ég að vinna að verkefninu Reboot Hack sem ég hafði stofnaði ári áður ásamt skólasystrum mínum. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanema en hakkaþon er nýsköpunarkeppni sem fer fram á 24 tímum þar sem fyrirfram ákveðnar áskoranir frá íslenskum fyrirtækjum eru lagðar fyrir sem þátttakendur þurfa svo að þróa og að lokum kynna hugmyndir sínar að lausnum. Eftir að hafa lokið fyrsta fjármögnunarfasa Reboot Hack í byrjun september komust við að því að jarðvegurinn er grýttari en við höfðum talið og mér ljóst að ég gæti ekki fengið greitt fyrir vinnuna mín hjá Reboot Hack. Ég opnaði því fyrir það að taka að mér auka verkefni til að halda mér uppi. Fyrsta verkefnið sem ég tók að mér var í gegnum fyrri samstarfsaðila Reboot Hack 2019. Verkefnið fólst í því að vera ráðgjafi við framkvæmd hakkaþons á vegum Snjallborgarinnar, verkefnis á vegum Reykjavíkurborgar. Þar gat ég nýtt þá þekkingu og færni sem ég hef öðlast í gegnum störf mín við hakkaþon ásamt færni mína í samskiptum og viðburðarstjórnun. Það fréttist út og stuttu seinna fékk ég annað hakkaþons verkefni í hendurnar en í það skipti var mér falið að sjá um alla framkvæmd hakkaþonsins. Þegar á leið það verkefni kom í ljós að ekki var til nægt fjármagn ásamt því að ekki var nægjanlegur tími til stefnu til þess að klára allt sem þurfti. Því var ákveðið að hætta við framkvæmdina. Þá sömu viku kom upp í hendurnar á mér annað hakkaþon - í þetta skipti fyrir Tónlistarborgina Reykjavík en hakkaþonið fór fram undir leiðsögn MIT Bootcamps sem byggir á hugmyndafræði frá sérfræðingum við MIT-háskólann og einblínir á hvernig á að leiða hópa í hugmyndavinnu. Starf mitt síðustu mánuði hefur því þróast í það að vera hakkaþonráðgjafi, sem er blanda af verkefnastjórnun, viðburðarstjórnun, markaðsstörfum og almannatengslum. Ég hef þróað með mér enn betri færni til þess að vinna sjálfstætt sem og hæfileikann til þess að koma inn í í teymi og vinna samhliða þeim á mest krefjandi tímum verkefnisins. Starfið felur í sér að geta haldið mörgum boltum á lofti frá mismunandi verkefnum. Það felur í sér mikið skipulag og úthald þar sem fjöldi funda er mikill þegar nær líður hakkaþonunum sjálfum, sem og hakkaþonin sjálf krefjast mikillar viðveru þegar að þeim loksins kemur. Ég hef kynnst fjölmörgu fólki innan nýsköpunarsenunnar ásamt því að hafa myndað tengsl milli þeirra verkefna sem finna má í mínu umhverfi og hvatt fólk til þess að taka þátt í gegnum það sterka tengslanet sem ég hef þróað í gegnum störf mín. Það skiptir mig miklu máli að tengja þessi verkefni saman og hakkaþonáhugafólk ætti að geta sótt öll þau hakkaþon sem eru í boði á Íslandi. Þegar ég var yngri dreymdi mig alltaf um að vinna við eitthvað sem hafði ekki enn verið fundið upp. Síðustu ár hef ég síðan stefnt að því að vinna við krefjandi og síbreytilegt starf sem krefst þess að ég leggi mig stöðugt fram um að læra nýja hluti. Að geta fylgt þessu eftir, uppfylla markmiðin og hafa skapað mér mín eigin tækifæri hefur verið gríðarlega lærdómsríkt. Í dag er ég gríðarlega stolt af því að hafa tekist að skapa mér tímabundna atvinnu sem hakkaþonráðgjafi. Ef þú hefur áhuga á því að halda hakkaþon, kynnast hugmyndafræðinni betur eða taka þátt í Reboot Hack ekki hika við að hafa samband. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Eftir að ég varð atvinnulaus í sumar sótti ég ekki um önnur störf. Í sumar þurfti ég að segja starfinu mínu upp þar sem ekki voru nægir peningar í verkefninu til að borga mér laun en ég tala meira um það hér. Það fyrsta sem ég gerði var að meta stöðuna og reyna komast að þvi hvað mig langaði að gera - vegna þess að ekkert fyrirtæki kallaði til mín. Í staðinn ákvað ég að vinna að verkefninu Reboot Hack sem ég hafði stofnaði ári áður ásamt skólasystrum mínum. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanema en hakkaþon er nýsköpunarkeppni sem fer fram á 24 tímum þar sem fyrirfram ákveðnar áskoranir frá íslenskum fyrirtækjum eru lagðar fyrir sem þátttakendur þurfa svo að þróa og að lokum kynna hugmyndir sínar að lausnum. Eftir að hafa lokið fyrsta fjármögnunarfasa Reboot Hack í byrjun september komust við að því að jarðvegurinn er grýttari en við höfðum talið og mér ljóst að ég gæti ekki fengið greitt fyrir vinnuna mín hjá Reboot Hack. Ég opnaði því fyrir það að taka að mér auka verkefni til að halda mér uppi. Fyrsta verkefnið sem ég tók að mér var í gegnum fyrri samstarfsaðila Reboot Hack 2019. Verkefnið fólst í því að vera ráðgjafi við framkvæmd hakkaþons á vegum Snjallborgarinnar, verkefnis á vegum Reykjavíkurborgar. Þar gat ég nýtt þá þekkingu og færni sem ég hef öðlast í gegnum störf mín við hakkaþon ásamt færni mína í samskiptum og viðburðarstjórnun. Það fréttist út og stuttu seinna fékk ég annað hakkaþons verkefni í hendurnar en í það skipti var mér falið að sjá um alla framkvæmd hakkaþonsins. Þegar á leið það verkefni kom í ljós að ekki var til nægt fjármagn ásamt því að ekki var nægjanlegur tími til stefnu til þess að klára allt sem þurfti. Því var ákveðið að hætta við framkvæmdina. Þá sömu viku kom upp í hendurnar á mér annað hakkaþon - í þetta skipti fyrir Tónlistarborgina Reykjavík en hakkaþonið fór fram undir leiðsögn MIT Bootcamps sem byggir á hugmyndafræði frá sérfræðingum við MIT-háskólann og einblínir á hvernig á að leiða hópa í hugmyndavinnu. Starf mitt síðustu mánuði hefur því þróast í það að vera hakkaþonráðgjafi, sem er blanda af verkefnastjórnun, viðburðarstjórnun, markaðsstörfum og almannatengslum. Ég hef þróað með mér enn betri færni til þess að vinna sjálfstætt sem og hæfileikann til þess að koma inn í í teymi og vinna samhliða þeim á mest krefjandi tímum verkefnisins. Starfið felur í sér að geta haldið mörgum boltum á lofti frá mismunandi verkefnum. Það felur í sér mikið skipulag og úthald þar sem fjöldi funda er mikill þegar nær líður hakkaþonunum sjálfum, sem og hakkaþonin sjálf krefjast mikillar viðveru þegar að þeim loksins kemur. Ég hef kynnst fjölmörgu fólki innan nýsköpunarsenunnar ásamt því að hafa myndað tengsl milli þeirra verkefna sem finna má í mínu umhverfi og hvatt fólk til þess að taka þátt í gegnum það sterka tengslanet sem ég hef þróað í gegnum störf mín. Það skiptir mig miklu máli að tengja þessi verkefni saman og hakkaþonáhugafólk ætti að geta sótt öll þau hakkaþon sem eru í boði á Íslandi. Þegar ég var yngri dreymdi mig alltaf um að vinna við eitthvað sem hafði ekki enn verið fundið upp. Síðustu ár hef ég síðan stefnt að því að vinna við krefjandi og síbreytilegt starf sem krefst þess að ég leggi mig stöðugt fram um að læra nýja hluti. Að geta fylgt þessu eftir, uppfylla markmiðin og hafa skapað mér mín eigin tækifæri hefur verið gríðarlega lærdómsríkt. Í dag er ég gríðarlega stolt af því að hafa tekist að skapa mér tímabundna atvinnu sem hakkaþonráðgjafi. Ef þú hefur áhuga á því að halda hakkaþon, kynnast hugmyndafræðinni betur eða taka þátt í Reboot Hack ekki hika við að hafa samband. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun