Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa sprautað sig með kókaíni. Lögregla og læknar á Vogi merkja aukningu á þeim sem sprauta sig með efninu.
Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Þar verður einnig viðtal við dómsmálaráðherra sem telur að Íslendingar þurfi að hugsa refsistefnu sína í fíkniefnamálum upp á nýtt. Núverandi nálgun virki ekki og hægt væri að bjarga mannslífum með mannúð að leiðarljósi. Einnig verður rætt við þingmann Vinstri Grænna sem óskaði eftir fundi í atvinnuveganefnd Alþingis vegna Samherjamálsins. Tveir ráðherrar hafa verið boðaðir á fundi þingnefnda.
Þá verður fjallað um brunann á Akureyri og nýja brú yfir Ölfusá auk þess sem við kynnum okkur steindan glugga í höfuðkirkju Skotlands sem hannaður var af Íslendingi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.
