Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Atvinnuleysi leggst þyngst á yngra fólk. Fréttablaðið/Ernir Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands sést að í fyrsta sinn frá árinu 2011 fer launþegum í landinu fækkandi. En á þeim tíma var þjóðfélagið enn að jafna sig eftir áfall bankahrunsins og mikið atvinnuleysi. Samfara þessu hefur atvinnuleysi aukist umtalsvert, úr rúmlega 4.000 í rúmlega 7.000 á einu ári. Sigrún Halldórsdóttir, sérfræðingur á sviði fyrirtækjatölfræði hjá Hagstofunni, telur líklegt að atvinnulausum haldi áfram að fjölga miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Hún setur jafnframt þann fyrirvara að sumar tölurnar séu ekki 100 prósent nákvæmar en að heildarmyndin gefi góða mynd af stöðunni. Við nánari greiningu á tölunum sést að fækkunin er áberandi mest í ferðaþjónustunni, 2.500 manns eða 8,2 prósent á einu ári. Sigrún segir flugið eiga þar stóran þátt. Fækkun er í flestum öðrum einkareknum greinum um eitt til tæplega fjögur prósent. Það sem spyrnir á móti er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þetta er umtalsverð breyting þar sem á árunum 2015 til 2017 var fækkun í þeim geira. Þá hefur fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Að sögn Sigrúnar gætu tölurnar þó verið örlítið ofreiknaðar.Aukið atvinnuleysi leggst mishart á landshlutana. Harðast bítur það á Suðurnesjum en á aðeins einu ári hefur atvinnulausum þar fjölgað um meira en helming, úr 511 í 1.146. Næstþyngst leggst það á höfuðborgarsvæðið en minna á landsbyggðina. Í öllum landshlutum er þó fjölgun í hópi atvinnulausra. Þá leggst atvinnuleysi, nær línulega, þyngst á yngra fólk. Atvinnuleysi er hins vegar ekki eina ástæðan fyrir fækkun launþega í landinu. Öryrkjum fjölgar, til dæmis vegna slits og geðrænna kvilla. Samkvæmt nýrri skýrslu félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar hefur hægt á fjölgun öryrkja á undanförnum árum en hún hefur þó verið viðvarandi undanfarna áratugi. Önnur breyta er öldrun þjóðarinnar. Rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum hefur hlutfall lífeyrisþega farið hækkandi. Í dag eru rúmlega 12 prósent landsmanna ellilífeyrisþegar en fyrir tíu árum voru þeir tæplega ellefu prósent. Þá eru ótaldir þeir sem eru í skóla, fæðingarorlofi eða hafa flutt úr landi. Sigrún segir að þrátt fyrir að starfandi Íslendingum fækki þá fjölgi starfandi útlendingum í staðinn. Það vegur hins vegar ekki nægilega upp á móti heildarfækkun launþega í landinu. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands sést að í fyrsta sinn frá árinu 2011 fer launþegum í landinu fækkandi. En á þeim tíma var þjóðfélagið enn að jafna sig eftir áfall bankahrunsins og mikið atvinnuleysi. Samfara þessu hefur atvinnuleysi aukist umtalsvert, úr rúmlega 4.000 í rúmlega 7.000 á einu ári. Sigrún Halldórsdóttir, sérfræðingur á sviði fyrirtækjatölfræði hjá Hagstofunni, telur líklegt að atvinnulausum haldi áfram að fjölga miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Hún setur jafnframt þann fyrirvara að sumar tölurnar séu ekki 100 prósent nákvæmar en að heildarmyndin gefi góða mynd af stöðunni. Við nánari greiningu á tölunum sést að fækkunin er áberandi mest í ferðaþjónustunni, 2.500 manns eða 8,2 prósent á einu ári. Sigrún segir flugið eiga þar stóran þátt. Fækkun er í flestum öðrum einkareknum greinum um eitt til tæplega fjögur prósent. Það sem spyrnir á móti er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þetta er umtalsverð breyting þar sem á árunum 2015 til 2017 var fækkun í þeim geira. Þá hefur fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Að sögn Sigrúnar gætu tölurnar þó verið örlítið ofreiknaðar.Aukið atvinnuleysi leggst mishart á landshlutana. Harðast bítur það á Suðurnesjum en á aðeins einu ári hefur atvinnulausum þar fjölgað um meira en helming, úr 511 í 1.146. Næstþyngst leggst það á höfuðborgarsvæðið en minna á landsbyggðina. Í öllum landshlutum er þó fjölgun í hópi atvinnulausra. Þá leggst atvinnuleysi, nær línulega, þyngst á yngra fólk. Atvinnuleysi er hins vegar ekki eina ástæðan fyrir fækkun launþega í landinu. Öryrkjum fjölgar, til dæmis vegna slits og geðrænna kvilla. Samkvæmt nýrri skýrslu félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar hefur hægt á fjölgun öryrkja á undanförnum árum en hún hefur þó verið viðvarandi undanfarna áratugi. Önnur breyta er öldrun þjóðarinnar. Rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum hefur hlutfall lífeyrisþega farið hækkandi. Í dag eru rúmlega 12 prósent landsmanna ellilífeyrisþegar en fyrir tíu árum voru þeir tæplega ellefu prósent. Þá eru ótaldir þeir sem eru í skóla, fæðingarorlofi eða hafa flutt úr landi. Sigrún segir að þrátt fyrir að starfandi Íslendingum fækki þá fjölgi starfandi útlendingum í staðinn. Það vegur hins vegar ekki nægilega upp á móti heildarfækkun launþega í landinu.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira