Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Atvinnuleysi leggst þyngst á yngra fólk. Fréttablaðið/Ernir Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands sést að í fyrsta sinn frá árinu 2011 fer launþegum í landinu fækkandi. En á þeim tíma var þjóðfélagið enn að jafna sig eftir áfall bankahrunsins og mikið atvinnuleysi. Samfara þessu hefur atvinnuleysi aukist umtalsvert, úr rúmlega 4.000 í rúmlega 7.000 á einu ári. Sigrún Halldórsdóttir, sérfræðingur á sviði fyrirtækjatölfræði hjá Hagstofunni, telur líklegt að atvinnulausum haldi áfram að fjölga miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Hún setur jafnframt þann fyrirvara að sumar tölurnar séu ekki 100 prósent nákvæmar en að heildarmyndin gefi góða mynd af stöðunni. Við nánari greiningu á tölunum sést að fækkunin er áberandi mest í ferðaþjónustunni, 2.500 manns eða 8,2 prósent á einu ári. Sigrún segir flugið eiga þar stóran þátt. Fækkun er í flestum öðrum einkareknum greinum um eitt til tæplega fjögur prósent. Það sem spyrnir á móti er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þetta er umtalsverð breyting þar sem á árunum 2015 til 2017 var fækkun í þeim geira. Þá hefur fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Að sögn Sigrúnar gætu tölurnar þó verið örlítið ofreiknaðar.Aukið atvinnuleysi leggst mishart á landshlutana. Harðast bítur það á Suðurnesjum en á aðeins einu ári hefur atvinnulausum þar fjölgað um meira en helming, úr 511 í 1.146. Næstþyngst leggst það á höfuðborgarsvæðið en minna á landsbyggðina. Í öllum landshlutum er þó fjölgun í hópi atvinnulausra. Þá leggst atvinnuleysi, nær línulega, þyngst á yngra fólk. Atvinnuleysi er hins vegar ekki eina ástæðan fyrir fækkun launþega í landinu. Öryrkjum fjölgar, til dæmis vegna slits og geðrænna kvilla. Samkvæmt nýrri skýrslu félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar hefur hægt á fjölgun öryrkja á undanförnum árum en hún hefur þó verið viðvarandi undanfarna áratugi. Önnur breyta er öldrun þjóðarinnar. Rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum hefur hlutfall lífeyrisþega farið hækkandi. Í dag eru rúmlega 12 prósent landsmanna ellilífeyrisþegar en fyrir tíu árum voru þeir tæplega ellefu prósent. Þá eru ótaldir þeir sem eru í skóla, fæðingarorlofi eða hafa flutt úr landi. Sigrún segir að þrátt fyrir að starfandi Íslendingum fækki þá fjölgi starfandi útlendingum í staðinn. Það vegur hins vegar ekki nægilega upp á móti heildarfækkun launþega í landinu. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands sést að í fyrsta sinn frá árinu 2011 fer launþegum í landinu fækkandi. En á þeim tíma var þjóðfélagið enn að jafna sig eftir áfall bankahrunsins og mikið atvinnuleysi. Samfara þessu hefur atvinnuleysi aukist umtalsvert, úr rúmlega 4.000 í rúmlega 7.000 á einu ári. Sigrún Halldórsdóttir, sérfræðingur á sviði fyrirtækjatölfræði hjá Hagstofunni, telur líklegt að atvinnulausum haldi áfram að fjölga miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Hún setur jafnframt þann fyrirvara að sumar tölurnar séu ekki 100 prósent nákvæmar en að heildarmyndin gefi góða mynd af stöðunni. Við nánari greiningu á tölunum sést að fækkunin er áberandi mest í ferðaþjónustunni, 2.500 manns eða 8,2 prósent á einu ári. Sigrún segir flugið eiga þar stóran þátt. Fækkun er í flestum öðrum einkareknum greinum um eitt til tæplega fjögur prósent. Það sem spyrnir á móti er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þetta er umtalsverð breyting þar sem á árunum 2015 til 2017 var fækkun í þeim geira. Þá hefur fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Að sögn Sigrúnar gætu tölurnar þó verið örlítið ofreiknaðar.Aukið atvinnuleysi leggst mishart á landshlutana. Harðast bítur það á Suðurnesjum en á aðeins einu ári hefur atvinnulausum þar fjölgað um meira en helming, úr 511 í 1.146. Næstþyngst leggst það á höfuðborgarsvæðið en minna á landsbyggðina. Í öllum landshlutum er þó fjölgun í hópi atvinnulausra. Þá leggst atvinnuleysi, nær línulega, þyngst á yngra fólk. Atvinnuleysi er hins vegar ekki eina ástæðan fyrir fækkun launþega í landinu. Öryrkjum fjölgar, til dæmis vegna slits og geðrænna kvilla. Samkvæmt nýrri skýrslu félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar hefur hægt á fjölgun öryrkja á undanförnum árum en hún hefur þó verið viðvarandi undanfarna áratugi. Önnur breyta er öldrun þjóðarinnar. Rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum hefur hlutfall lífeyrisþega farið hækkandi. Í dag eru rúmlega 12 prósent landsmanna ellilífeyrisþegar en fyrir tíu árum voru þeir tæplega ellefu prósent. Þá eru ótaldir þeir sem eru í skóla, fæðingarorlofi eða hafa flutt úr landi. Sigrún segir að þrátt fyrir að starfandi Íslendingum fækki þá fjölgi starfandi útlendingum í staðinn. Það vegur hins vegar ekki nægilega upp á móti heildarfækkun launþega í landinu.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent