Alexander Petersson og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu mikilvægan sigur í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.
Alexander skoraði fimm mörk fyrir Ljónin í eins marks útisigri á Leipzig, 29-28. Heimamenn höfðu verið yfir 16-15 í hálfleik.
Rhein-Neckar er tveimur stigum frá toppliðum Hannover og Flensburg, en Hannover á þó leik til góða.
Það er önnur staða hjá Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo en þeir eru í hættusvæði við fallsætin.
Lemgo tapaði illa fyrir Flensburg á heimavelli 18-27. Bjarki Már var eins og svo oft áður markahæstur í liði Lemgo en skoraði þó aðeins fjögur mörk í kvöld.
