Haukastúlkur eru komnar í átta liða úrslit Coca-Cola bikars kvenna eftir fjögurra marka sigur á ÍBV, 29-25, er liðin mættust á Ásvöllum í kvöld.
Það var rosalegur kraftur í Eyjastúlkum í fyrri hálfleik. Þær byrjuðu leikinn af rosalegum krafti og komust í 9-3 en þá rönkuðu Haukastúlkur loks við sér.
Þær komust hægt og rólega inn í leikinn en Eyjastúlkur voru 13-10 yfir í hálfleik. Áfram hélt jafnræðið í síðari hálfleiknum og jafnt var á öllum tölum er fimm mínútur voru til leiksloka.
Haukarnir komust yfir í fyrsta sinn í leiknum er fjórar mínútur voru eftir er Ragnheiður Ragnarsdóttir kom Haukum í 25-24. Þær létu forystuna ekki af hendi og unnu að lokum, 29-25.
Birta Lind Jóhannsdóttir var án efa maður leiksins en hún skoraði tíu mörk fyrir Hauka. Guðrún Erla Bjarnadóttir bætti við níu.
Ásta Björt Júlíusdóttir var lang markahæst hjá ÍBV. Hún skoraði tíu mörk en Sunna Jóhannsdóttir gerði sex.
Liðin í 8-liða úrslitunum:
Valur
Fram
KA/Þór
HK
Fjölnir
ÍR
FH
Haukar
Haukar síðasta liðið í átta liða úrslitin
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn




„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti


Fleiri fréttir
