Leiðtogum stjórnarflokkanna brugðið og vilja ýtarlega rannsókn Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2019 19:45 Leiðtogum stjórnarflokkanna var öllum brugðið við fréttirnar af meintum mútugreiðslum og öðru háttarlagi Samherja í Namibíu. Ráðherrarnir eru allir sammála um nauðsyn þess að þar til bær embætti saksóknara og skattayfirvalda rannsaki þessi mál ofan í kjölinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verið brugðist og ef ásakanir reynist réttar sé málið Samherja til skammar og stórt áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf í heild sinni. „Það liggur líka fyrir að íslensk stjórnvöld munu eiga samráð við stjórnvöld í öðrum löndum um framhald málsins.“Hvaða lönd eru það? „Auðvitað þau lönd sem þarna koma við sögu, eðli málsins samkvæmt,“ segir Katrín.Þarf kannski að endurskoða það hámark sem hvert og eitt útgerðarfrirtæki má eiga af veiðiheimildum? „Við gerum auðvitað þá kröfu, alveg sama hvað fyrirtæki eru stór, að þau fari að íslenskum lögum og þau fari að lögum í löndum sem þau starfa. Það er stóra málið í þessu máli. En þetta sýnir okkur líka að það er kannski full þörf á að fara yfir hvað er hægt að gera betur. Ég vil minna á í því samhengi á frumvarp sem ég hef lagt fram á Alþingi og verður vonandi tekið til umræðu hér á næstunni um vernd uppljóstrara,“ segir forsætisráðherra. Allir stjórnarflokkarnir ásamt Samfylkingu hafa fengið styrki frá Samherja í gegnum árin, þar af Vinstri græn rétt rúmlega milljón frá árinu 2013. Allir stjórnarflokkarnir hafa fengið styrki frá Samherja í gegnum árin. Þá hefur Samfylkingin einnig fengið styrk frá fyrirtækinu en flokkurinn tilkynnti í dag að hann ætlaði að skila styrkjunum en þó ekki til Samherja heldur í þróunarstarf í Namibíu.grafík/hafsteinnKannski er hluti af því illa fengið fé. Er við hæfi að stjórnmálaflokkar haldi slíku fé? „Ég sendi tölvupóst á mitt fólk í stjórn Vinstri grænna í morgun og lagði til að við myndum skoða það að skila þessum styrkjum,“ segir Katrín. Formenn hinna stjórnarflokkanna svöruðu þessari spurningu með öðrum hætti en Katrín eins og sjá má í viðtölum við ráðherrana í heild sinni á Vísi, ásamt sjónvarpsviðtali við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem hefur tengst Samherja á árum áður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði málið dapurlegt í alla staði. „Bæði vísbendingar um mútugreiðslur. Skattundanskot,“ segir Bjarni. „Í þessu tiltekna máli koma bæði Máritíus og Kýpur við sögu og það vill þannig til að við höfum gengið frá samningum við þessi ríki sem tryggja okkur aðgang að upplýsingum og öðrum gögnum. Samvinnu ef á þarf að halda sem getur reynst mjög mikilvæg í svona tilvikum.“Þú hefur sjálfur verið nefndur í sögunni í tengslum við aflandsviðskipti. Sýnir þetta ekki að það er ekki boðlegt að stunda viðskipti í aflandsfélögum til að losna undan eftirliti, sköttum og annað í sínu heimaríki? „Ég ætla ekki að skrifa upp á það að ég hafi verið að gera neitt slíkt. Þar skilur á milli þeirra sem gera grein fyrir sínum hlutum og þeirra sem nota aflandsfélög til að skjóta sér undan sköttum. Að sjálfsögðu erum við að berjast gegn slíku með öllum tiltækum ráðum. Og þar sem við komumst á snoðir um það að menn séu að nýta sér skattaskjól, einhverjar flóknar fyrirtækjafléttur til að skjóta sér undan skattgreiðslum; þar ætlum við að elta menn, við ætlum að ákæra þá og vonast til að þeir verði dæmdir sekir fyrir slík brot,“ segir Bjarni Benediktsson. Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Vinstri græn Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Leiðtogum stjórnarflokkanna var öllum brugðið við fréttirnar af meintum mútugreiðslum og öðru háttarlagi Samherja í Namibíu. Ráðherrarnir eru allir sammála um nauðsyn þess að þar til bær embætti saksóknara og skattayfirvalda rannsaki þessi mál ofan í kjölinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verið brugðist og ef ásakanir reynist réttar sé málið Samherja til skammar og stórt áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf í heild sinni. „Það liggur líka fyrir að íslensk stjórnvöld munu eiga samráð við stjórnvöld í öðrum löndum um framhald málsins.“Hvaða lönd eru það? „Auðvitað þau lönd sem þarna koma við sögu, eðli málsins samkvæmt,“ segir Katrín.Þarf kannski að endurskoða það hámark sem hvert og eitt útgerðarfrirtæki má eiga af veiðiheimildum? „Við gerum auðvitað þá kröfu, alveg sama hvað fyrirtæki eru stór, að þau fari að íslenskum lögum og þau fari að lögum í löndum sem þau starfa. Það er stóra málið í þessu máli. En þetta sýnir okkur líka að það er kannski full þörf á að fara yfir hvað er hægt að gera betur. Ég vil minna á í því samhengi á frumvarp sem ég hef lagt fram á Alþingi og verður vonandi tekið til umræðu hér á næstunni um vernd uppljóstrara,“ segir forsætisráðherra. Allir stjórnarflokkarnir ásamt Samfylkingu hafa fengið styrki frá Samherja í gegnum árin, þar af Vinstri græn rétt rúmlega milljón frá árinu 2013. Allir stjórnarflokkarnir hafa fengið styrki frá Samherja í gegnum árin. Þá hefur Samfylkingin einnig fengið styrk frá fyrirtækinu en flokkurinn tilkynnti í dag að hann ætlaði að skila styrkjunum en þó ekki til Samherja heldur í þróunarstarf í Namibíu.grafík/hafsteinnKannski er hluti af því illa fengið fé. Er við hæfi að stjórnmálaflokkar haldi slíku fé? „Ég sendi tölvupóst á mitt fólk í stjórn Vinstri grænna í morgun og lagði til að við myndum skoða það að skila þessum styrkjum,“ segir Katrín. Formenn hinna stjórnarflokkanna svöruðu þessari spurningu með öðrum hætti en Katrín eins og sjá má í viðtölum við ráðherrana í heild sinni á Vísi, ásamt sjónvarpsviðtali við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem hefur tengst Samherja á árum áður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði málið dapurlegt í alla staði. „Bæði vísbendingar um mútugreiðslur. Skattundanskot,“ segir Bjarni. „Í þessu tiltekna máli koma bæði Máritíus og Kýpur við sögu og það vill þannig til að við höfum gengið frá samningum við þessi ríki sem tryggja okkur aðgang að upplýsingum og öðrum gögnum. Samvinnu ef á þarf að halda sem getur reynst mjög mikilvæg í svona tilvikum.“Þú hefur sjálfur verið nefndur í sögunni í tengslum við aflandsviðskipti. Sýnir þetta ekki að það er ekki boðlegt að stunda viðskipti í aflandsfélögum til að losna undan eftirliti, sköttum og annað í sínu heimaríki? „Ég ætla ekki að skrifa upp á það að ég hafi verið að gera neitt slíkt. Þar skilur á milli þeirra sem gera grein fyrir sínum hlutum og þeirra sem nota aflandsfélög til að skjóta sér undan sköttum. Að sjálfsögðu erum við að berjast gegn slíku með öllum tiltækum ráðum. Og þar sem við komumst á snoðir um það að menn séu að nýta sér skattaskjól, einhverjar flóknar fyrirtækjafléttur til að skjóta sér undan skattgreiðslum; þar ætlum við að elta menn, við ætlum að ákæra þá og vonast til að þeir verði dæmdir sekir fyrir slík brot,“ segir Bjarni Benediktsson.
Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Vinstri græn Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45
Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00