Nokkur orð um loftslagskvíða Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 12:45 Um þessar mundir líður varla sá dagur þar sem við fáum ekki fréttir af loftslagsvánni í fjölmiðlum. Þar er rætt um yfirvofandi hörmungar, að við verðum að bregðast við af mikilli hörku og breyta okkar venjum hið snarasta. Vissulega er mikilvægt að bregðast við, en hjá sumum ná loftslagsáhyggjur og kvíði yfirhöndinni og valda umtalsverðu uppnámi. Er það gagnlegt? Ef marka má nýlega umhverfiskönnun MMR hafa um 70% landsmanna miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Hlutfallið fer upp í 77% þegar fólk á aldrinum 18-29 ára á í hlut. Þegar fólk er spurt hvort það hafi breytt hegðun sinni undanfarið ár segjast 86% hafa gert nokkrar eða miklar breytingar. Algengast er að fólk flokki sorp og dragi úr neyslu. Loftslagsmál virðast því ofarlega í huga fólks og margir leggja sitt af mörkum til að sporna við vandanum. Í sálfræðistörfum okkar hittum við reglulega fólk sem hefur miklar áhyggjur af loftslagsmálum. Þessar áhyggjur eru mismiklar og líklegast mestar meðal þeirra sem hafa ríka tilhneigingu til áhyggna. Sumir þeirra eru haldnir almennri kvíðaröskun sem einkennist af hamlandi áhyggjum samfara pirringi, eirðarleysi, einbeitingarleysi, þreytu, svefntruflunum og vöðvaspennu. Hóflegar áhyggjur eru gagnlegar Upp að vissu marki fá áhyggjur okkur til að bregðast við aðsteðjandi hættu.Tökum dæmi af heilsukvíða. Hóflegar heilsufarsáhyggjur gera það að verkum að við hugsum vel um líkama okkar og leitum til lækna þegar við á. Þegar heilsufarsáhyggjur verða aftur á móti of miklar engjumst við um og aðhöfumst fátt, forðumst læknisheimsóknir eða sækjum í endurteknar rannsóknir sem aðeins slá á kvíðann til skamms tíma. Það sama á við um loftslagskvíða. Mikilvægt er að horfast í augu við vandann sem vissulega er áhyggjuefni. Hóflegar áhyggjur fá okkur til að leggja okkar af mörkum og sýna gott fordæmi. Við getum spurt okkur hvað við getum gert hér og nú og gagnlegt getur verið að búa til viðmið um hvað við erum tilbúin að gera í þágu málefnisins. Í framhaldi má endurskoða þau viðmið með reglulegu millibili. Þá má minna sig á að við erum mannleg og getum ekki verið fullkomin að þessu leyti. Ef loftslagsáhyggjur verða of miklar er hætt við að okkur fallist hendur og verðum vonleysinu að bráð. Við gætum jafnvel reiðst yfir aðgerðaleysi annarra sem aðeins kemur niður á okkar líðan. Hér má minna sig á að aðrir eru mannlegir eins og við. Mannskepnan hefur alltaf átt erfitt með að horfast í augu við alvarlega atburði svo sem veikindi og hamfarir. Við höldum gjarnan að ekkert slæmt komi fyrir okkur og förum gjarnan í afneitun þegar upp koma erfiðleikar. Til skamms tíma reynist okkur auðveldara tilfinningalega að stinga hausnum í sandinn. Hvernig má draga úr loftslagskvíða? Þegar loftslagskvíði er orðinn alltumlykjandi er ástæða til að gera eitthvað í málunum. Til dæmis þegar við erum meira og minna með stanslausar áhyggjur og náum ekki að slaka á og njóta lífsins. Okkur finnst við jafnvel ekki mega líta glaðan dag og taka lífinu létt inn á milli. Það getur hins vegar alveg farið saman að taka ábyrgð á framtíðinni og að leyfa sér að njóta líðandi stundar. Ef við erum gjörn á áhyggjur höfum við líkast til lítið óvissuþol og eigum erfitt með að vita ekki hvernig hlutirnir fara. Hins vegar er nú lífið þannig að við vitum aldrei hvað gerist næst og erfiðleikar óhjákvæmilegir. Gott getur verið að æfa sig að þola við í óvissunni með því að segja við sig: „svo fer sem fer”, en ákveða samt að leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og huga að hamingju sinni og annarra. Til að auka óvissuþol má æfa sig í að sækja í óvissu á ýmsum sviðum. Til dæmis með því að gera eitthvað óvænt, taka smávægilegar áhættur, fara ótroðnar slóðir, rækta hæfileika sína og breyta til. Einnig er mikilvægt að leyfa sér að gera stundum mistök, vera mannlegur og dæma sig og aðra ekki of hart fyrir að fara stundum út af sporinu. Ef þessi ráð duga ekki til, hvetjum við fólk til að leita sér sérhæfðrar aðstoðar en það má vel ná góðum tökum á áhyggjum og kvíða. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hulda Jónsdóttir Tölgyes Loftslagsmál Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir líður varla sá dagur þar sem við fáum ekki fréttir af loftslagsvánni í fjölmiðlum. Þar er rætt um yfirvofandi hörmungar, að við verðum að bregðast við af mikilli hörku og breyta okkar venjum hið snarasta. Vissulega er mikilvægt að bregðast við, en hjá sumum ná loftslagsáhyggjur og kvíði yfirhöndinni og valda umtalsverðu uppnámi. Er það gagnlegt? Ef marka má nýlega umhverfiskönnun MMR hafa um 70% landsmanna miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Hlutfallið fer upp í 77% þegar fólk á aldrinum 18-29 ára á í hlut. Þegar fólk er spurt hvort það hafi breytt hegðun sinni undanfarið ár segjast 86% hafa gert nokkrar eða miklar breytingar. Algengast er að fólk flokki sorp og dragi úr neyslu. Loftslagsmál virðast því ofarlega í huga fólks og margir leggja sitt af mörkum til að sporna við vandanum. Í sálfræðistörfum okkar hittum við reglulega fólk sem hefur miklar áhyggjur af loftslagsmálum. Þessar áhyggjur eru mismiklar og líklegast mestar meðal þeirra sem hafa ríka tilhneigingu til áhyggna. Sumir þeirra eru haldnir almennri kvíðaröskun sem einkennist af hamlandi áhyggjum samfara pirringi, eirðarleysi, einbeitingarleysi, þreytu, svefntruflunum og vöðvaspennu. Hóflegar áhyggjur eru gagnlegar Upp að vissu marki fá áhyggjur okkur til að bregðast við aðsteðjandi hættu.Tökum dæmi af heilsukvíða. Hóflegar heilsufarsáhyggjur gera það að verkum að við hugsum vel um líkama okkar og leitum til lækna þegar við á. Þegar heilsufarsáhyggjur verða aftur á móti of miklar engjumst við um og aðhöfumst fátt, forðumst læknisheimsóknir eða sækjum í endurteknar rannsóknir sem aðeins slá á kvíðann til skamms tíma. Það sama á við um loftslagskvíða. Mikilvægt er að horfast í augu við vandann sem vissulega er áhyggjuefni. Hóflegar áhyggjur fá okkur til að leggja okkar af mörkum og sýna gott fordæmi. Við getum spurt okkur hvað við getum gert hér og nú og gagnlegt getur verið að búa til viðmið um hvað við erum tilbúin að gera í þágu málefnisins. Í framhaldi má endurskoða þau viðmið með reglulegu millibili. Þá má minna sig á að við erum mannleg og getum ekki verið fullkomin að þessu leyti. Ef loftslagsáhyggjur verða of miklar er hætt við að okkur fallist hendur og verðum vonleysinu að bráð. Við gætum jafnvel reiðst yfir aðgerðaleysi annarra sem aðeins kemur niður á okkar líðan. Hér má minna sig á að aðrir eru mannlegir eins og við. Mannskepnan hefur alltaf átt erfitt með að horfast í augu við alvarlega atburði svo sem veikindi og hamfarir. Við höldum gjarnan að ekkert slæmt komi fyrir okkur og förum gjarnan í afneitun þegar upp koma erfiðleikar. Til skamms tíma reynist okkur auðveldara tilfinningalega að stinga hausnum í sandinn. Hvernig má draga úr loftslagskvíða? Þegar loftslagskvíði er orðinn alltumlykjandi er ástæða til að gera eitthvað í málunum. Til dæmis þegar við erum meira og minna með stanslausar áhyggjur og náum ekki að slaka á og njóta lífsins. Okkur finnst við jafnvel ekki mega líta glaðan dag og taka lífinu létt inn á milli. Það getur hins vegar alveg farið saman að taka ábyrgð á framtíðinni og að leyfa sér að njóta líðandi stundar. Ef við erum gjörn á áhyggjur höfum við líkast til lítið óvissuþol og eigum erfitt með að vita ekki hvernig hlutirnir fara. Hins vegar er nú lífið þannig að við vitum aldrei hvað gerist næst og erfiðleikar óhjákvæmilegir. Gott getur verið að æfa sig að þola við í óvissunni með því að segja við sig: „svo fer sem fer”, en ákveða samt að leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og huga að hamingju sinni og annarra. Til að auka óvissuþol má æfa sig í að sækja í óvissu á ýmsum sviðum. Til dæmis með því að gera eitthvað óvænt, taka smávægilegar áhættur, fara ótroðnar slóðir, rækta hæfileika sína og breyta til. Einnig er mikilvægt að leyfa sér að gera stundum mistök, vera mannlegur og dæma sig og aðra ekki of hart fyrir að fara stundum út af sporinu. Ef þessi ráð duga ekki til, hvetjum við fólk til að leita sér sérhæfðrar aðstoðar en það má vel ná góðum tökum á áhyggjum og kvíða. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun