Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 12:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ásamt samflokksmönnum sínum Ólafi Ísleifssyni og Gunnari Braga Sveinssyni á Alþingi í vor. Vísir/vilhelm Lagt er til að 40 milljónir króna verði veittar til Alþingis vegna málþófs Miðflokksmanna í vor og annarra mála sem sinna þurfti á nefndasviði. Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. Milljónunum á að vera veitt vegna „mikillar viðveru starfsmanna Alþingis umfram almenna starfsskyldu“ , líkt og að er orðað í fjáraukalögum. Á vordögum hafi verið óvenju mikið annríki á Alþingi sem kallaði á mjög mikla viðveru starfsmanna skrifstofunnar umfram almenna vinnuskyldu. Álag sé alla jafna mikið á vordögum þingsins, og gert ráð fyrir því í áætlunum skrifstofunnar. Á yfirstandandi ári hafi það hins vegar verið óvenju mikið og varað vikum saman. „Ástæðurnar voru málþóf í þingsalnum og mörg, umfangsmikil og þung mál sem sinna þurfti á nefndasviði.“Sjá einnig: „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Þannig hafi yfirvinna þeirra sem vinna í tengslum við þingsalinn verið tvöfalt meiri en vanalegt er og álíka mikið hjá nefndasviði. Ekki var nægur fjöldi starfsmanna til að sinna allri þessari vinnu án þess að kæmi til hvíldartímabrota, sem einnig skapaði aukinn kostnað. „Þessar aðstæður voru ófyrirsjáanlegar og Alþingi á engan varasjóð til að bregðast við óvæntum kostnaði upp á tugi milljóna,“ segir í fjáraukalögum. Eins og kunnugt er stóðu þingmenn Miðflokksins fyrir málþófi í vor um þriðja orkupakkann, sem var að endingu samþykktur á svokölluðum þingstubbi í byrjun september. Miðflokksmenn, sem allir voru miklir andstæðingar orkupakkans, höguðu málþófinu þannig að þeir fóru hver á fætur öðrum í ræðustól alþingis og svöruðu ræðum hvers annars – oft langt fram á nótt. Nýtt umræðumet á Alþingi var slegið með málþófinu en umræður stóðu samtals yfir í um 150 klukkustundir. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Lagt er til að 40 milljónir króna verði veittar til Alþingis vegna málþófs Miðflokksmanna í vor og annarra mála sem sinna þurfti á nefndasviði. Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. Milljónunum á að vera veitt vegna „mikillar viðveru starfsmanna Alþingis umfram almenna starfsskyldu“ , líkt og að er orðað í fjáraukalögum. Á vordögum hafi verið óvenju mikið annríki á Alþingi sem kallaði á mjög mikla viðveru starfsmanna skrifstofunnar umfram almenna vinnuskyldu. Álag sé alla jafna mikið á vordögum þingsins, og gert ráð fyrir því í áætlunum skrifstofunnar. Á yfirstandandi ári hafi það hins vegar verið óvenju mikið og varað vikum saman. „Ástæðurnar voru málþóf í þingsalnum og mörg, umfangsmikil og þung mál sem sinna þurfti á nefndasviði.“Sjá einnig: „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Þannig hafi yfirvinna þeirra sem vinna í tengslum við þingsalinn verið tvöfalt meiri en vanalegt er og álíka mikið hjá nefndasviði. Ekki var nægur fjöldi starfsmanna til að sinna allri þessari vinnu án þess að kæmi til hvíldartímabrota, sem einnig skapaði aukinn kostnað. „Þessar aðstæður voru ófyrirsjáanlegar og Alþingi á engan varasjóð til að bregðast við óvæntum kostnaði upp á tugi milljóna,“ segir í fjáraukalögum. Eins og kunnugt er stóðu þingmenn Miðflokksins fyrir málþófi í vor um þriðja orkupakkann, sem var að endingu samþykktur á svokölluðum þingstubbi í byrjun september. Miðflokksmenn, sem allir voru miklir andstæðingar orkupakkans, höguðu málþófinu þannig að þeir fóru hver á fætur öðrum í ræðustól alþingis og svöruðu ræðum hvers annars – oft langt fram á nótt. Nýtt umræðumet á Alþingi var slegið með málþófinu en umræður stóðu samtals yfir í um 150 klukkustundir.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48