Sjaldgæf játning í nauðgunarmáli færði honum mildari dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 08:31 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Hanna Maður, sem játaði að hafa brotið kynferðislega gegn þáverandi unnustu sinni árið 2017, fékk dóm sinn mildaðan í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Við refsimildun leit dómari til játningarinnar, sem hann sagði sjaldgæfa í málum sem þessu, og iðrunar sem maðurinn sýndi fyrir dómi.Sagði bótakröfu konunnar of háa Manninum var gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 18. október 2017 haft samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn játaði skýlaust þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Hann viðurkenndi einnig bótaskyldu en sagði bótakröfu konunnar, sem krafðist 2,5 milljóna í miskabætur, þó of háa. Í dómi segir að játning mannsins fái fulla stoð í gögnum málsins. Sannað teljist með játningunni að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Grófleg misnotkun á ástandi konunnar Þá er frekar greint frá broti mannsins í dómi en hann var unnusti konunnar þegar hann braut gegn henni. Þannig hafi hann misnotað sér „gróflega ástand brotaþola og þær aðstæður sem voru uppi og grundvölluðust á sambandi þeirra.“ Dómari málsins leit til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hefði skýlaust játað brot sitt, sem teljist sjaldgæft í málum sem þessu, og sýnt iðrun við meðferð málsins fyrir dómi. Refsing hans þótti því hæfileg ákveðin fangelsi í tvö ár en meðferð málsins hafi þó dregist um það sem því nemur. Ekki verði hægt að kenna ákærða um þær tafir. Þannig var ákveðið að 21 mánuður af refsingunni skyldi vera skilorðsbundinn. Þá var manninum gert að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf hann einnig að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns og konunnar, samtals 1,6 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Maður, sem játaði að hafa brotið kynferðislega gegn þáverandi unnustu sinni árið 2017, fékk dóm sinn mildaðan í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Við refsimildun leit dómari til játningarinnar, sem hann sagði sjaldgæfa í málum sem þessu, og iðrunar sem maðurinn sýndi fyrir dómi.Sagði bótakröfu konunnar of háa Manninum var gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 18. október 2017 haft samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn játaði skýlaust þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Hann viðurkenndi einnig bótaskyldu en sagði bótakröfu konunnar, sem krafðist 2,5 milljóna í miskabætur, þó of háa. Í dómi segir að játning mannsins fái fulla stoð í gögnum málsins. Sannað teljist með játningunni að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Grófleg misnotkun á ástandi konunnar Þá er frekar greint frá broti mannsins í dómi en hann var unnusti konunnar þegar hann braut gegn henni. Þannig hafi hann misnotað sér „gróflega ástand brotaþola og þær aðstæður sem voru uppi og grundvölluðust á sambandi þeirra.“ Dómari málsins leit til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hefði skýlaust játað brot sitt, sem teljist sjaldgæft í málum sem þessu, og sýnt iðrun við meðferð málsins fyrir dómi. Refsing hans þótti því hæfileg ákveðin fangelsi í tvö ár en meðferð málsins hafi þó dregist um það sem því nemur. Ekki verði hægt að kenna ákærða um þær tafir. Þannig var ákveðið að 21 mánuður af refsingunni skyldi vera skilorðsbundinn. Þá var manninum gert að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf hann einnig að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns og konunnar, samtals 1,6 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira