Dæmdur í sex ára fangelsi fyrir „heiftúðuga og lífshættulega“ tilraun til manndráps Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 22:00 Nær fumlaus viðbrögð nærstaddra aðila, og þeirra sem á eftir komu, ásamt aðstæðum á vettvangi, eru sögð hafa orðið til þess að ekki fór verr. vísir/vilhelm Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær Sigurð Sigurðsson í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann var auk þess dæmdur til að greiða brotaþola hátt í tvær milljónir í miska- og skaðabótætur auk þess sem hann var dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Það er mat dómsins að árásarmaðurinn sé sakhæfur. Áfengisáhrif og lítilsháttar lyfjaáhrif á verknaðarstundu leysi hann ekki undan refsingu. Sigurður hefur ekki áður verið dæmdur til refsingar en það hafði áhrif á niðurstöðu dómsins. Brotið er afar alvarlegt en að mati dómsins sýndi Sigurður einbeittan brotavilja við verknaðinn. Fyrir liggur að hann fór frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili brotaþola, í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka. Í málinu liggur fyrir niðurstaða rannsóknarstofu vegna DNA-rannsóknar, sem gerð var á sýnum og samanburðarsýnum sem tekin voru af brotaþola og úr blettum sem fundust á haldlögðum fatnaði og hnífum hins seka. Læknar segja að árásin hafi verið heiftúðug og lífshættuleg. Álit dómsins er sú að lögfull sönnun hefði fram komið fyrir því að Sigurður hefði ráðist á brotaþola á heimili hans og margsinnis stungið hann með þeim hnífum sem hann hafði með sér frá heimili sínu. Nær fumlaus viðbrögð nærstaddra aðila, og þeirra sem á eftir komu, ásamt aðstæðum á vettvangi, eru sögð hafa orðið til þess að ekki fór verr. Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar Maðurinn sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags mun kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. 12. júlí 2019 14:53 Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær Sigurð Sigurðsson í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann var auk þess dæmdur til að greiða brotaþola hátt í tvær milljónir í miska- og skaðabótætur auk þess sem hann var dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Það er mat dómsins að árásarmaðurinn sé sakhæfur. Áfengisáhrif og lítilsháttar lyfjaáhrif á verknaðarstundu leysi hann ekki undan refsingu. Sigurður hefur ekki áður verið dæmdur til refsingar en það hafði áhrif á niðurstöðu dómsins. Brotið er afar alvarlegt en að mati dómsins sýndi Sigurður einbeittan brotavilja við verknaðinn. Fyrir liggur að hann fór frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili brotaþola, í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka. Í málinu liggur fyrir niðurstaða rannsóknarstofu vegna DNA-rannsóknar, sem gerð var á sýnum og samanburðarsýnum sem tekin voru af brotaþola og úr blettum sem fundust á haldlögðum fatnaði og hnífum hins seka. Læknar segja að árásin hafi verið heiftúðug og lífshættuleg. Álit dómsins er sú að lögfull sönnun hefði fram komið fyrir því að Sigurður hefði ráðist á brotaþola á heimili hans og margsinnis stungið hann með þeim hnífum sem hann hafði með sér frá heimili sínu. Nær fumlaus viðbrögð nærstaddra aðila, og þeirra sem á eftir komu, ásamt aðstæðum á vettvangi, eru sögð hafa orðið til þess að ekki fór verr.
Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar Maðurinn sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags mun kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. 12. júlí 2019 14:53 Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar Maðurinn sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags mun kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. 12. júlí 2019 14:53
Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40
Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51