Moreno í áfalli eftir fullyrðingar Luis Enrique: Þetta voru ljót orð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2019 09:15 Robert Moreno með Sergio Ramos, fyrirliða spænska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Robert Moreno skilur ekkert í því af hverju Luis Enrique rak hann úr spænska landsliðsteyminu eða af hverju Luis Enrique þurfti að mála svona ljóta mynd af honum í viðtölum við fjölmiðla. Þeir voru bestu vinir en svo breyttist allt þegar Moreno stóð sig vel í fjarveru Luis Enrique. Robert Moreno kom spænska fótboltalandsliðinu á EM í forföllum Luis Enrique en var launaður greiðinn með því að vera rekinn úr landsliðsþjálfarateyminu þegar Luis Enrique sneri aftur. Í viðbót við það fór Luis Enrique ekki fögrum orðum um fyrrverandi aðstoðarmann sinn í viðtölum.Former Spain head coach Robert Moreno says returning national boss Luis Enrique has "labelled me with words that are ugly". More here https://t.co/44CnmiK7eHpic.twitter.com/xwIqAJH9u2 — BBC Sport (@BBCSport) November 29, 2019Luis Enrique sagði að Robert Moreno hafi verið óheiðarlegur og fengi þess vegna ekki að vera áfram hluti af landsliðsþjálfarateyminu. Þeir voru góðir vinir og eru búnir að vinna saman lengi þar á meðal hjá Barcelona. „Ég veit ekki af hverju Luis Enrique vill ekki lengur hafa mig með sér,“ sagði Robert Moreno á blaðamannafundi. Luis Enrique hætti sem þjálfari spænska landsliðsins í júní til að eyða meiri tíma með níu ára dóttur sinni Xönu sem lést síðan úr krabbameini í ágúst. Moreno tók við starfinu og vildi fá að stýra spænska liðinu á EM áður en hann sneri aftur í starf aðstoðarþjálfara. „Ég veit að hann hefur unnið hart að því að vera þjálfari og hann er metnaðarfullur en þetta er óheiðarleiki í mínum bókum,“ sagði Luis Enrique meðal annars um Robert Moreno. „Ég myndi aldrei gera svona sjálfur og ég vil ekki vera með óheiðarlegt fólk í mínu starfsliði,“ sagði Enrique. Spænska landsliðið vann 5-0 sigur á Rúmeníu í síðasta leiknum undir stjórn Robert Moreno. Moreno stýrði liðinu í sex leikjum, fjórir unnust og hann tapaði aldrei. Markatalan var sautján mörk í plús eða 20-3. Robert Moreno svaraði þessu: „Þetta eru ljót orð sem hann sagði um mig og áttu ekki rétt á sér. Í fyrsta fundi mínum með Luis Enrique þá sagði hann mér að ég hefði gert það sem ég átti að gera og að hann væri stoltur af mér,“ sagði Moreno. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi stíga til hliðar ef hann sneri aftur. Hann sagðist hins vegar ekki hafa þörf fyrir mig lengur. Ég var í áfalli. Ég lét hina í starfsliðinu vita og velti því fyrir mér hvað ég hefði gert rangt,“ sagði Robert Moreno. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50 Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Sjá meira
Robert Moreno skilur ekkert í því af hverju Luis Enrique rak hann úr spænska landsliðsteyminu eða af hverju Luis Enrique þurfti að mála svona ljóta mynd af honum í viðtölum við fjölmiðla. Þeir voru bestu vinir en svo breyttist allt þegar Moreno stóð sig vel í fjarveru Luis Enrique. Robert Moreno kom spænska fótboltalandsliðinu á EM í forföllum Luis Enrique en var launaður greiðinn með því að vera rekinn úr landsliðsþjálfarateyminu þegar Luis Enrique sneri aftur. Í viðbót við það fór Luis Enrique ekki fögrum orðum um fyrrverandi aðstoðarmann sinn í viðtölum.Former Spain head coach Robert Moreno says returning national boss Luis Enrique has "labelled me with words that are ugly". More here https://t.co/44CnmiK7eHpic.twitter.com/xwIqAJH9u2 — BBC Sport (@BBCSport) November 29, 2019Luis Enrique sagði að Robert Moreno hafi verið óheiðarlegur og fengi þess vegna ekki að vera áfram hluti af landsliðsþjálfarateyminu. Þeir voru góðir vinir og eru búnir að vinna saman lengi þar á meðal hjá Barcelona. „Ég veit ekki af hverju Luis Enrique vill ekki lengur hafa mig með sér,“ sagði Robert Moreno á blaðamannafundi. Luis Enrique hætti sem þjálfari spænska landsliðsins í júní til að eyða meiri tíma með níu ára dóttur sinni Xönu sem lést síðan úr krabbameini í ágúst. Moreno tók við starfinu og vildi fá að stýra spænska liðinu á EM áður en hann sneri aftur í starf aðstoðarþjálfara. „Ég veit að hann hefur unnið hart að því að vera þjálfari og hann er metnaðarfullur en þetta er óheiðarleiki í mínum bókum,“ sagði Luis Enrique meðal annars um Robert Moreno. „Ég myndi aldrei gera svona sjálfur og ég vil ekki vera með óheiðarlegt fólk í mínu starfsliði,“ sagði Enrique. Spænska landsliðið vann 5-0 sigur á Rúmeníu í síðasta leiknum undir stjórn Robert Moreno. Moreno stýrði liðinu í sex leikjum, fjórir unnust og hann tapaði aldrei. Markatalan var sautján mörk í plús eða 20-3. Robert Moreno svaraði þessu: „Þetta eru ljót orð sem hann sagði um mig og áttu ekki rétt á sér. Í fyrsta fundi mínum með Luis Enrique þá sagði hann mér að ég hefði gert það sem ég átti að gera og að hann væri stoltur af mér,“ sagði Moreno. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi stíga til hliðar ef hann sneri aftur. Hann sagðist hins vegar ekki hafa þörf fyrir mig lengur. Ég var í áfalli. Ég lét hina í starfsliðinu vita og velti því fyrir mér hvað ég hefði gert rangt,“ sagði Robert Moreno.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50 Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Sjá meira
Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50
Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30