Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 19:00 Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð á Alþingi í dag. Kveikja umræðunnar var augljóslega uppsöfnun innlendra og erlendra auðmanna á jörðum á Íslandi. Í dag eru lagðir fasteignaskattar á húseignir á jörðum en jarðirnar sjálfar og gæði þeirra eru ekki skattlögð. „Fasteignamat tekur bæði til verðmætis þeirra bygginga sem á landinu hvíla ásamt lóðamati. Að mínu mati ætti gjaldstofninn að vera lóðamatið eða jarðarmatið eitt og sér. Það er vegna þess að það er landið sjálft sem er að skapa rentuna,“ sagði Bjarkey. Þetta ætti að gera án þess að auka álögur á bændur. Með breytingu sem þessari væri verið að skattleggja rentuna af landinu til dæmis af laxveiðum. „Jarðir sem keyptar voru fyrir hundruð milljóna eru metnar á nokkur hundruð þúsund í fasteignaskrá. Einn aðili á nú um eitt og hálft prósent af Íslandi. Ég tel að það sé mikilvægt að settar verði hömlur á jarðakaup en þá tel ég einnig að nauðsynlegt sé að það séu efnahagslegir hvatar gegn tilgangslausri jarðasöfnun eins og virðist vera að eiga sér stað til dæmis í mínu kjördæmi,“ sagði Bjarkey.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra benti á að nú þegar væri heimild í lögum til að leggja minna á bújarðir í matvælaframleiðslu en þær þar sem engin starfsemi ætti sér stað. En til að lóðagjöld tækju við af núverandi fyrirkomulagi þyrfti mikið átak í uppmælingu lands og þessi leið fæli í sér mikla stefnubreytingu. „Þetta er vissulega áhugaverð hugmynd en hún myndi koma miklu róti á fasteignamarkað og íbúar sveitarfélaganna yrðu bæði fyrir miklum gjaldahækkunum sem og gjaldalækkunum. Þar sem upplýsingar um afmarkanir lóða, stærð þeirra og hlutdeild eru almennt af skornum skammti verður að segja að forsendur þess að taka þetta kerfi upp í dag eru ekki fyrir hendi. En ég legg áherslu á að það þurfi og megi bæta núverandi fasteignaskrárkerfi og rökrétt að hugað verði betur að mati lands. Ekki síst í ljósi þess sem háttvirtur þingmaður kom hér inn á í þeim breytingum sem við höfum verið að sjá í kaupum og sölum og uppsöfnun á jörðum,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Jarðakaup útlendinga Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð á Alþingi í dag. Kveikja umræðunnar var augljóslega uppsöfnun innlendra og erlendra auðmanna á jörðum á Íslandi. Í dag eru lagðir fasteignaskattar á húseignir á jörðum en jarðirnar sjálfar og gæði þeirra eru ekki skattlögð. „Fasteignamat tekur bæði til verðmætis þeirra bygginga sem á landinu hvíla ásamt lóðamati. Að mínu mati ætti gjaldstofninn að vera lóðamatið eða jarðarmatið eitt og sér. Það er vegna þess að það er landið sjálft sem er að skapa rentuna,“ sagði Bjarkey. Þetta ætti að gera án þess að auka álögur á bændur. Með breytingu sem þessari væri verið að skattleggja rentuna af landinu til dæmis af laxveiðum. „Jarðir sem keyptar voru fyrir hundruð milljóna eru metnar á nokkur hundruð þúsund í fasteignaskrá. Einn aðili á nú um eitt og hálft prósent af Íslandi. Ég tel að það sé mikilvægt að settar verði hömlur á jarðakaup en þá tel ég einnig að nauðsynlegt sé að það séu efnahagslegir hvatar gegn tilgangslausri jarðasöfnun eins og virðist vera að eiga sér stað til dæmis í mínu kjördæmi,“ sagði Bjarkey.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra benti á að nú þegar væri heimild í lögum til að leggja minna á bújarðir í matvælaframleiðslu en þær þar sem engin starfsemi ætti sér stað. En til að lóðagjöld tækju við af núverandi fyrirkomulagi þyrfti mikið átak í uppmælingu lands og þessi leið fæli í sér mikla stefnubreytingu. „Þetta er vissulega áhugaverð hugmynd en hún myndi koma miklu róti á fasteignamarkað og íbúar sveitarfélaganna yrðu bæði fyrir miklum gjaldahækkunum sem og gjaldalækkunum. Þar sem upplýsingar um afmarkanir lóða, stærð þeirra og hlutdeild eru almennt af skornum skammti verður að segja að forsendur þess að taka þetta kerfi upp í dag eru ekki fyrir hendi. En ég legg áherslu á að það þurfi og megi bæta núverandi fasteignaskrárkerfi og rökrétt að hugað verði betur að mati lands. Ekki síst í ljósi þess sem háttvirtur þingmaður kom hér inn á í þeim breytingum sem við höfum verið að sjá í kaupum og sölum og uppsöfnun á jörðum,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira