Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 19:00 Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð á Alþingi í dag. Kveikja umræðunnar var augljóslega uppsöfnun innlendra og erlendra auðmanna á jörðum á Íslandi. Í dag eru lagðir fasteignaskattar á húseignir á jörðum en jarðirnar sjálfar og gæði þeirra eru ekki skattlögð. „Fasteignamat tekur bæði til verðmætis þeirra bygginga sem á landinu hvíla ásamt lóðamati. Að mínu mati ætti gjaldstofninn að vera lóðamatið eða jarðarmatið eitt og sér. Það er vegna þess að það er landið sjálft sem er að skapa rentuna,“ sagði Bjarkey. Þetta ætti að gera án þess að auka álögur á bændur. Með breytingu sem þessari væri verið að skattleggja rentuna af landinu til dæmis af laxveiðum. „Jarðir sem keyptar voru fyrir hundruð milljóna eru metnar á nokkur hundruð þúsund í fasteignaskrá. Einn aðili á nú um eitt og hálft prósent af Íslandi. Ég tel að það sé mikilvægt að settar verði hömlur á jarðakaup en þá tel ég einnig að nauðsynlegt sé að það séu efnahagslegir hvatar gegn tilgangslausri jarðasöfnun eins og virðist vera að eiga sér stað til dæmis í mínu kjördæmi,“ sagði Bjarkey.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra benti á að nú þegar væri heimild í lögum til að leggja minna á bújarðir í matvælaframleiðslu en þær þar sem engin starfsemi ætti sér stað. En til að lóðagjöld tækju við af núverandi fyrirkomulagi þyrfti mikið átak í uppmælingu lands og þessi leið fæli í sér mikla stefnubreytingu. „Þetta er vissulega áhugaverð hugmynd en hún myndi koma miklu róti á fasteignamarkað og íbúar sveitarfélaganna yrðu bæði fyrir miklum gjaldahækkunum sem og gjaldalækkunum. Þar sem upplýsingar um afmarkanir lóða, stærð þeirra og hlutdeild eru almennt af skornum skammti verður að segja að forsendur þess að taka þetta kerfi upp í dag eru ekki fyrir hendi. En ég legg áherslu á að það þurfi og megi bæta núverandi fasteignaskrárkerfi og rökrétt að hugað verði betur að mati lands. Ekki síst í ljósi þess sem háttvirtur þingmaður kom hér inn á í þeim breytingum sem við höfum verið að sjá í kaupum og sölum og uppsöfnun á jörðum,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Jarðakaup útlendinga Skattar og tollar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð á Alþingi í dag. Kveikja umræðunnar var augljóslega uppsöfnun innlendra og erlendra auðmanna á jörðum á Íslandi. Í dag eru lagðir fasteignaskattar á húseignir á jörðum en jarðirnar sjálfar og gæði þeirra eru ekki skattlögð. „Fasteignamat tekur bæði til verðmætis þeirra bygginga sem á landinu hvíla ásamt lóðamati. Að mínu mati ætti gjaldstofninn að vera lóðamatið eða jarðarmatið eitt og sér. Það er vegna þess að það er landið sjálft sem er að skapa rentuna,“ sagði Bjarkey. Þetta ætti að gera án þess að auka álögur á bændur. Með breytingu sem þessari væri verið að skattleggja rentuna af landinu til dæmis af laxveiðum. „Jarðir sem keyptar voru fyrir hundruð milljóna eru metnar á nokkur hundruð þúsund í fasteignaskrá. Einn aðili á nú um eitt og hálft prósent af Íslandi. Ég tel að það sé mikilvægt að settar verði hömlur á jarðakaup en þá tel ég einnig að nauðsynlegt sé að það séu efnahagslegir hvatar gegn tilgangslausri jarðasöfnun eins og virðist vera að eiga sér stað til dæmis í mínu kjördæmi,“ sagði Bjarkey.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra benti á að nú þegar væri heimild í lögum til að leggja minna á bújarðir í matvælaframleiðslu en þær þar sem engin starfsemi ætti sér stað. En til að lóðagjöld tækju við af núverandi fyrirkomulagi þyrfti mikið átak í uppmælingu lands og þessi leið fæli í sér mikla stefnubreytingu. „Þetta er vissulega áhugaverð hugmynd en hún myndi koma miklu róti á fasteignamarkað og íbúar sveitarfélaganna yrðu bæði fyrir miklum gjaldahækkunum sem og gjaldalækkunum. Þar sem upplýsingar um afmarkanir lóða, stærð þeirra og hlutdeild eru almennt af skornum skammti verður að segja að forsendur þess að taka þetta kerfi upp í dag eru ekki fyrir hendi. En ég legg áherslu á að það þurfi og megi bæta núverandi fasteignaskrárkerfi og rökrétt að hugað verði betur að mati lands. Ekki síst í ljósi þess sem háttvirtur þingmaður kom hér inn á í þeim breytingum sem við höfum verið að sjá í kaupum og sölum og uppsöfnun á jörðum,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Skattar og tollar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira