Kveikti í þurrkustandi í Vallaskóla á Selfossi skömmu eftir brunaæfingu Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 10:29 Nemandinn kveikti í þurrkstandi á salerni í skólanum. Vísir/Vilhelm/Google Eldur kom upp í húsnæði Vallaskóla á Selfossi í morgun, skömmu eftir að brunaæfing hafði farið fram í skólanum. Þetta staðfestir Þorvaldur H. Gunnarsson aðstoðarskólastjóri í samtali við Vísi. „Eftir að brunaæfingunni lauk, sem gekk almennt vel fyrir sig, þá get ég staðfest að það var nemandi sem fór inn á salerni og kveikti þar í þurrkustandi. Við fengum því alvöru boð. Og við þetta myndaðist reykur og eldur. Eldurinn var slökktur nánast strax af starfsmönnum og við vorum náttúrulega með fulltrúa Brunavarna Árnessýslu á staðnum þannig að þeir gátu strax gert ráðstafanir varðandi reykræstingu. Við erum að vinna í því núna. Þetta gerðist í þeim hluta hússins þar sem eldri nemendurnir eru,“ segir Þorvaldur. Hann segir að nú sé verið að ræða við krakkana, fara yfir málin og unnið að því að ljúka skóladeginum.Hvernig brugðust nemendur við að heyra í brunabjöllunni aftur, svo skömmu eftir æfingu?„Þetta var eins vont og hægt var. Getur rétt ímyndað þér. Við fengum þarna tvöföld skilaboð sem stönguðust á. Þeim var flestum beint aftur út í kjölfar þess að kerfið fór aftur af stað. Þegar búið var að fá góða yfirsýn á ástandið og hættan liðin hjá þá gátum við farið aftur inn í húsið. Það er verið að ræða við krakkana í íþróttahúsinu. Við getum ekki haldið áfram kennslu í þessum hluta hússins í dag. Það myndaðist reykur og hann festist í svo mörgu. Við þurfum því að vinna okkur út úr því.“ Hann segir að þegar búið sé að ræða við nemendur og þeir búnir að borða verði þeim leyft að fara heim. Eigi það þó einungis við um börn á unglingastigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður þeim nemanda sem kveikti í þurrkustandinum gert að fá sérkennslu á slökkvistöðinni á Selfossi, þar sem hann mun fá fræðslu um brunavarnir og eldhættu. Árborg Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Eldur kom upp í húsnæði Vallaskóla á Selfossi í morgun, skömmu eftir að brunaæfing hafði farið fram í skólanum. Þetta staðfestir Þorvaldur H. Gunnarsson aðstoðarskólastjóri í samtali við Vísi. „Eftir að brunaæfingunni lauk, sem gekk almennt vel fyrir sig, þá get ég staðfest að það var nemandi sem fór inn á salerni og kveikti þar í þurrkustandi. Við fengum því alvöru boð. Og við þetta myndaðist reykur og eldur. Eldurinn var slökktur nánast strax af starfsmönnum og við vorum náttúrulega með fulltrúa Brunavarna Árnessýslu á staðnum þannig að þeir gátu strax gert ráðstafanir varðandi reykræstingu. Við erum að vinna í því núna. Þetta gerðist í þeim hluta hússins þar sem eldri nemendurnir eru,“ segir Þorvaldur. Hann segir að nú sé verið að ræða við krakkana, fara yfir málin og unnið að því að ljúka skóladeginum.Hvernig brugðust nemendur við að heyra í brunabjöllunni aftur, svo skömmu eftir æfingu?„Þetta var eins vont og hægt var. Getur rétt ímyndað þér. Við fengum þarna tvöföld skilaboð sem stönguðust á. Þeim var flestum beint aftur út í kjölfar þess að kerfið fór aftur af stað. Þegar búið var að fá góða yfirsýn á ástandið og hættan liðin hjá þá gátum við farið aftur inn í húsið. Það er verið að ræða við krakkana í íþróttahúsinu. Við getum ekki haldið áfram kennslu í þessum hluta hússins í dag. Það myndaðist reykur og hann festist í svo mörgu. Við þurfum því að vinna okkur út úr því.“ Hann segir að þegar búið sé að ræða við nemendur og þeir búnir að borða verði þeim leyft að fara heim. Eigi það þó einungis við um börn á unglingastigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður þeim nemanda sem kveikti í þurrkustandinum gert að fá sérkennslu á slökkvistöðinni á Selfossi, þar sem hann mun fá fræðslu um brunavarnir og eldhættu.
Árborg Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira