Berskjaldaðir stjórnendur í boði ömmu og mömmu Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 09:00 Þrátt fyrir að hafa stundað nám við þrjá viðskiptaháskóla í jafnmörgum löndum kemur mitt allra besta rekstrarráð úr uppeldinu. Það byrjar allt með ömmu minni. Hún var og er enn höll undir leyndarmál og óljósar grunsemdir. Við erum góðar vinkonur og í gegnum ævina hefur hún laumað að mér einu og einu leyndarmáli og ég svarið upp á alla mögulega guði að ræða málið ekki frekar svo lengi sem hún lifir. Mamma mín, sem var alin upp af ömmu minni , hagar málum sínum þveröfugt og lætur allt flakka. Það var hennar loforð þegar við systkinin fæddumst að við skyldum vera fjölskylda sem fagnar opnum samskiptum í staðinn fyrir leynd. Á einhverjum tímapunkti uppgötvaði mamma nefnilega að lykillinn að ljúfara lífi er leyndarmálaleysi. Fyrirtæki í dag takast á við alls kyns vandamál. Of lítil nýsköpun. Einelti og áreitni á vinnustað. Ekki næg framleiðni. Óvinsælar vörur. Óhentugir Kveik þættir á RÚV. Áfram mætti telja. Mismunandi vandamál krefjast mismunandi úrlausna en flest eiga þau eitt sameiginlegt. Opin samskipti hefðu dregið úr líkum á vandræðum og auðveldað eftirleikinn. Góð vinnustaðamenning er ekki sjálfgefin. Flestir fræðimenn eru þó sammála um að hún skapist á toppnum og hríslist þaðan um hæðir og hóla fyrirtækjanna. Yfirmenn og eigendur leggja línurnar, ákveða reglurnar og skapa starfsanda. Það er ekki langt síðan almenn regla var að stjórnendur ættu ekki að sýna tilfinningar sínar. Helst áttu þeir að vera ógnvekjandi og hræða undirmenn til undirgefni. Það er heldur ekki langt síðan það þótti eðlilegt að rassskella börn og reykja innanhúss. Við fræðumst, lærum, breytum og bætum. Fremstu stjórnendur framtíðarinnar eru þeir sem þora að vera berskjaldaðir. Segja hvernig þeim líður. Segja starfsfólki sínu nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim, deila vonum sínum og ótta. Viðurkenna mistök sín og viðra nýjar hugmyndir. Hafa allt uppi á borðinu, hrósa þegar við á og hlusta af alúð. Það er ekki hægt að ætlast til þess að starfsfólk þori að koma með nýjar hugmyndir, greini frá einelti eða áreitni og sleppi því að múta stjórnmálamönnum ef efsta lag stjórnenda sýnir ekki fram á að sú hegðun sé ekki bara samþykkt heldur ákjósanleg. Ef starfsfólk er afslappað og óhrætt aukast afköst, verkefnin verða vandaðri og vandamálin færri. Opin samskipti eru líka gulls ígildi út á við. Sama hvort um er að ræða samtal við viðskiptavini eða viðbrögð við krísum, þá er útkoman alltaf margfalt betri ef samskiptin eru gegnsæ og heiðarleg. Hamingjusamur viðskiptavinur er sá sem veit að hverju hann gengur við kaupin. Mistök, öllum getur jú orðið á, verða verri ef leiðin að sannleikanum liggur í gegnum leyndarmál og lygavef. Mannfólk er venjulega fúst til að fyrirgefa og sýnir skilning ef menn gangast við mistökum. Auðmýkt er ekki alltaf auðveld en margfalt verra er að grípa til ósanninda og blekkinga. Að grafa óþægileg mál virðist oft vera auðveldasti valkosturinn. En sællegri er sá sem viðurkennir sannleikann og tekur afleiðingunum strax. Amma mín hefur yfir ævina burðast með alls kyns leyndarmál. Eins gaman og mér fannst þegar hún treysti mér fyrir þeim þá hugsa ég líka að henni hefði liðið betur ef hún hefði ekki þurft að bera þau sína löngu ævi. Ég er því þakklát mömmu minni fyrir að kenna mér að tjá mig, vera óhrædd við að vera viðkvæm og sýna heiminum bæði kosti mína og galla. Það er ekki kennt í skólum enn sem komið er. Rétt eins og einstaklingarnir er ekkert fyrirtæki fullkomið. Það er þó talsvert auðveldara að eiga við vankanta og vesen ef starfsfólki líður vel, getur rætt saman í hreinskilni og treystir yfirmönnum sínum. Það segir mamma mín allavega.Höfundur er viðskiptafræðingur.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Vinnumarkaður Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa stundað nám við þrjá viðskiptaháskóla í jafnmörgum löndum kemur mitt allra besta rekstrarráð úr uppeldinu. Það byrjar allt með ömmu minni. Hún var og er enn höll undir leyndarmál og óljósar grunsemdir. Við erum góðar vinkonur og í gegnum ævina hefur hún laumað að mér einu og einu leyndarmáli og ég svarið upp á alla mögulega guði að ræða málið ekki frekar svo lengi sem hún lifir. Mamma mín, sem var alin upp af ömmu minni , hagar málum sínum þveröfugt og lætur allt flakka. Það var hennar loforð þegar við systkinin fæddumst að við skyldum vera fjölskylda sem fagnar opnum samskiptum í staðinn fyrir leynd. Á einhverjum tímapunkti uppgötvaði mamma nefnilega að lykillinn að ljúfara lífi er leyndarmálaleysi. Fyrirtæki í dag takast á við alls kyns vandamál. Of lítil nýsköpun. Einelti og áreitni á vinnustað. Ekki næg framleiðni. Óvinsælar vörur. Óhentugir Kveik þættir á RÚV. Áfram mætti telja. Mismunandi vandamál krefjast mismunandi úrlausna en flest eiga þau eitt sameiginlegt. Opin samskipti hefðu dregið úr líkum á vandræðum og auðveldað eftirleikinn. Góð vinnustaðamenning er ekki sjálfgefin. Flestir fræðimenn eru þó sammála um að hún skapist á toppnum og hríslist þaðan um hæðir og hóla fyrirtækjanna. Yfirmenn og eigendur leggja línurnar, ákveða reglurnar og skapa starfsanda. Það er ekki langt síðan almenn regla var að stjórnendur ættu ekki að sýna tilfinningar sínar. Helst áttu þeir að vera ógnvekjandi og hræða undirmenn til undirgefni. Það er heldur ekki langt síðan það þótti eðlilegt að rassskella börn og reykja innanhúss. Við fræðumst, lærum, breytum og bætum. Fremstu stjórnendur framtíðarinnar eru þeir sem þora að vera berskjaldaðir. Segja hvernig þeim líður. Segja starfsfólki sínu nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim, deila vonum sínum og ótta. Viðurkenna mistök sín og viðra nýjar hugmyndir. Hafa allt uppi á borðinu, hrósa þegar við á og hlusta af alúð. Það er ekki hægt að ætlast til þess að starfsfólk þori að koma með nýjar hugmyndir, greini frá einelti eða áreitni og sleppi því að múta stjórnmálamönnum ef efsta lag stjórnenda sýnir ekki fram á að sú hegðun sé ekki bara samþykkt heldur ákjósanleg. Ef starfsfólk er afslappað og óhrætt aukast afköst, verkefnin verða vandaðri og vandamálin færri. Opin samskipti eru líka gulls ígildi út á við. Sama hvort um er að ræða samtal við viðskiptavini eða viðbrögð við krísum, þá er útkoman alltaf margfalt betri ef samskiptin eru gegnsæ og heiðarleg. Hamingjusamur viðskiptavinur er sá sem veit að hverju hann gengur við kaupin. Mistök, öllum getur jú orðið á, verða verri ef leiðin að sannleikanum liggur í gegnum leyndarmál og lygavef. Mannfólk er venjulega fúst til að fyrirgefa og sýnir skilning ef menn gangast við mistökum. Auðmýkt er ekki alltaf auðveld en margfalt verra er að grípa til ósanninda og blekkinga. Að grafa óþægileg mál virðist oft vera auðveldasti valkosturinn. En sællegri er sá sem viðurkennir sannleikann og tekur afleiðingunum strax. Amma mín hefur yfir ævina burðast með alls kyns leyndarmál. Eins gaman og mér fannst þegar hún treysti mér fyrir þeim þá hugsa ég líka að henni hefði liðið betur ef hún hefði ekki þurft að bera þau sína löngu ævi. Ég er því þakklát mömmu minni fyrir að kenna mér að tjá mig, vera óhrædd við að vera viðkvæm og sýna heiminum bæði kosti mína og galla. Það er ekki kennt í skólum enn sem komið er. Rétt eins og einstaklingarnir er ekkert fyrirtæki fullkomið. Það er þó talsvert auðveldara að eiga við vankanta og vesen ef starfsfólki líður vel, getur rætt saman í hreinskilni og treystir yfirmönnum sínum. Það segir mamma mín allavega.Höfundur er viðskiptafræðingur.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun