Banaslys rakið til þess að ökumaður hafi sofnað eða misst athyglina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2019 11:51 Frá slysstað. Mynd/RNSA Talið er að rekja megi banaslys sem varð í mars 2018 á Lyngdalsheiðinni til þess að ökumaður fólksbíls hafi sofnað undir stýri eða misst athyglina frá akstri bílsins með þeim afleiðingum að bílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt. Hollenskt par lést í árekstrinum. Slysið varð síðdegis þann 8. mars 2018. Nissan fólskbifreið, bílaleigubíl, var ekið vestur Lyngdalsheiðarveg. Á sama tíma var Man vörubifreiðekið austur Lyngdalsheiðarveg. Skömmu áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni ekið yfir miðlínu vegarins og yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Man vörubifreiðina. Ökumaður vörubílsins nauðhemlaði en áreksturinn var óumflýjanlegur. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að áreksturinn hafi verið mjög harður og kastaðist fólksbifreiðin yfir á vegöxlina fyrir umferð í vestur og vörubifreiðin stöðvaðist utan vegar, hægra megin miðað við akstursátt.Slysið varð á Lyngdalsheiði.Mynd/LoftmyndirTvennt var í fólksbílnum, hollenskt par á ferð um Ísland. Létust þau bæði í slysinu. Ökumaður vörubílsins slapp án meiðsla og farþegi í vörubílnum hlaut minniháttar meiðsli. Við rannsókn slyssins kom ekkert fram sem skýrt gæti hvers vegna fólksbifreiðinni var ekið yfir á öfugan vegarhelming. „Aðstæður voru góðar og staða sólar með þeim hætti að ekki er talið að hún hafi hugsanlega skert sýn ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Sennilega hefur ökumaður bifreiðarinnar sofnað eða misst athygli frá akstri bifreiðarinnar af öðrum ástæðum,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Ekkert kom fram um ástand bílsins sem skýrt gæti orsakir slyssins. Við bíltæknirannsókn kom hins vegar fram að hjólbarðar Nissan bifreiðarinnar fullnægðu ekki kröfum sem gerðar eru í gerðarlýsingu bifreiðarinnar um burðarþyngd á hjólbarða. Ekki er þó talið að þetta atriði hafi tengst orsökum slyssins. Engu að síður er því beint til bílaleigunnar sem leigði bílinn út að gera ráðstafanir til þess að bifreiðar í hennar eigu séu búnar hjólbörðum sem uppfylla kröfur framleiðanda um burðarþyngd. Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegurinn um Lyngdalsheiði lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss Brunavarnir Árnssýslu greina frá þessu. 8. mars 2018 16:28 Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05 Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Talið er að rekja megi banaslys sem varð í mars 2018 á Lyngdalsheiðinni til þess að ökumaður fólksbíls hafi sofnað undir stýri eða misst athyglina frá akstri bílsins með þeim afleiðingum að bílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt. Hollenskt par lést í árekstrinum. Slysið varð síðdegis þann 8. mars 2018. Nissan fólskbifreið, bílaleigubíl, var ekið vestur Lyngdalsheiðarveg. Á sama tíma var Man vörubifreiðekið austur Lyngdalsheiðarveg. Skömmu áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni ekið yfir miðlínu vegarins og yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Man vörubifreiðina. Ökumaður vörubílsins nauðhemlaði en áreksturinn var óumflýjanlegur. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að áreksturinn hafi verið mjög harður og kastaðist fólksbifreiðin yfir á vegöxlina fyrir umferð í vestur og vörubifreiðin stöðvaðist utan vegar, hægra megin miðað við akstursátt.Slysið varð á Lyngdalsheiði.Mynd/LoftmyndirTvennt var í fólksbílnum, hollenskt par á ferð um Ísland. Létust þau bæði í slysinu. Ökumaður vörubílsins slapp án meiðsla og farþegi í vörubílnum hlaut minniháttar meiðsli. Við rannsókn slyssins kom ekkert fram sem skýrt gæti hvers vegna fólksbifreiðinni var ekið yfir á öfugan vegarhelming. „Aðstæður voru góðar og staða sólar með þeim hætti að ekki er talið að hún hafi hugsanlega skert sýn ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Sennilega hefur ökumaður bifreiðarinnar sofnað eða misst athygli frá akstri bifreiðarinnar af öðrum ástæðum,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Ekkert kom fram um ástand bílsins sem skýrt gæti orsakir slyssins. Við bíltæknirannsókn kom hins vegar fram að hjólbarðar Nissan bifreiðarinnar fullnægðu ekki kröfum sem gerðar eru í gerðarlýsingu bifreiðarinnar um burðarþyngd á hjólbarða. Ekki er þó talið að þetta atriði hafi tengst orsökum slyssins. Engu að síður er því beint til bílaleigunnar sem leigði bílinn út að gera ráðstafanir til þess að bifreiðar í hennar eigu séu búnar hjólbörðum sem uppfylla kröfur framleiðanda um burðarþyngd.
Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegurinn um Lyngdalsheiði lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss Brunavarnir Árnssýslu greina frá þessu. 8. mars 2018 16:28 Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05 Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Vegurinn um Lyngdalsheiði lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss Brunavarnir Árnssýslu greina frá þessu. 8. mars 2018 16:28
Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05
Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00