Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vilhelm Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 3. desember sýnir hún hvernig á að gera fallega jólakúlu sem hentar sem gjöf eða skraut á þitt eigið jólatré. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirÞið þekkið hana öll. Þetta er konan sem er stanslaust prjónandi og allar gjafir frá henni, hvort sem það eru vettlingar, sokkar, kjóll á dúkkuna ykkar, allt er hreint listaverk. Núna er ég að hugsa um prjónakonuna í mínu lífi, ömmu mína. Það er samt oft eitt vandamál sem fylgir svona konum, þú veist aldrei hvað þú getur gefið þeim í jólagjöf og ef þú spyrð hana, þá er svarið alltaf „Æi, elskan mín, ég þarf ekki neitt, ekki vera að eyða peningnum þínum í mig.“ En af hverju ekki búa til jólakúlu sem er algjörlega hún, prjónajólakúlu? Það eina sem þú þarf er garn, jólakúla eða frauðplastpúla. Ég fór í Hjálpræðisherinn og keypti poka af jólakúlum þar, smá trélím, límbyssa og límstautur, grillpinnar og litlar viðarkúlur.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á að gera prjónana. Ég tók grillpinnana og minnkaði þá aðeins með skærum, hélt eftir oddmjóa hlutanum. Svo límdi ég með trélími kúluna á hinn endann. Og á meðan trélímið var að taka sig, þá útbjó ég kúluna sjálfa.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók endann á garninu og festi hann á kúluna með dropa frá límbyssunni minni, hélt honum á meðan límið var að harðna og svo vafði ég bara garninu utan um kúluna, alveg þangað til að það sást ekki neitt í kúluna sjálfa, heldur bara garn. Ef þú vilt þá getur þú stoppað nokkrum sinnum á leiðinni og fest garnið aðeins niður með dropa af heitu lími en passaðu að láta ekki of mikið. Þegar ég sá ekki lengur neitt í upprunalegu kúluna þá klippti ég garnið og tryggði að þetta myndi ekki rakna upp með því að festa endann. Svo stakk ég prjónunum inn á milli garnsins og voila, prjónajólakúla, sem hvaða prjónakona myndi láta stolt á jólatréið sitt. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 3. desember sýnir hún hvernig á að gera fallega jólakúlu sem hentar sem gjöf eða skraut á þitt eigið jólatré. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirÞið þekkið hana öll. Þetta er konan sem er stanslaust prjónandi og allar gjafir frá henni, hvort sem það eru vettlingar, sokkar, kjóll á dúkkuna ykkar, allt er hreint listaverk. Núna er ég að hugsa um prjónakonuna í mínu lífi, ömmu mína. Það er samt oft eitt vandamál sem fylgir svona konum, þú veist aldrei hvað þú getur gefið þeim í jólagjöf og ef þú spyrð hana, þá er svarið alltaf „Æi, elskan mín, ég þarf ekki neitt, ekki vera að eyða peningnum þínum í mig.“ En af hverju ekki búa til jólakúlu sem er algjörlega hún, prjónajólakúlu? Það eina sem þú þarf er garn, jólakúla eða frauðplastpúla. Ég fór í Hjálpræðisherinn og keypti poka af jólakúlum þar, smá trélím, límbyssa og límstautur, grillpinnar og litlar viðarkúlur.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á að gera prjónana. Ég tók grillpinnana og minnkaði þá aðeins með skærum, hélt eftir oddmjóa hlutanum. Svo límdi ég með trélími kúluna á hinn endann. Og á meðan trélímið var að taka sig, þá útbjó ég kúluna sjálfa.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók endann á garninu og festi hann á kúluna með dropa frá límbyssunni minni, hélt honum á meðan límið var að harðna og svo vafði ég bara garninu utan um kúluna, alveg þangað til að það sást ekki neitt í kúluna sjálfa, heldur bara garn. Ef þú vilt þá getur þú stoppað nokkrum sinnum á leiðinni og fest garnið aðeins niður með dropa af heitu lími en passaðu að láta ekki of mikið. Þegar ég sá ekki lengur neitt í upprunalegu kúluna þá klippti ég garnið og tryggði að þetta myndi ekki rakna upp með því að festa endann. Svo stakk ég prjónunum inn á milli garnsins og voila, prjónajólakúla, sem hvaða prjónakona myndi láta stolt á jólatréið sitt. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00