Náðist með tvö kíló af kókaíni í Leifsstöð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. nóvember 2019 19:15 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú málið. vísir/jóhannk Íslenskur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haldlagt á fimmta tug kílóa af sterkum fíkniefnum það sem af er ári. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði manninn sem kom með flugi frá Edinborg þann 10. nóvember síðastliðinn. Við leit fundust tæplega tvö kíló af kókaíni sem hafði verið faliðí ferðatösku. Maðurinn hafði aðeins millilent í Edinborg en kom þaðan frá Alicanti á Spáni. „Í framhaldi var hann handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætir því enn,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur rannsakað fjölda mála af þessum toga í ár. Þrjú stærstu kókaínmál Íslandssögunnar hafa til að mynda komið upp á árinu. Jón Halldór segir að það stefni í metár í haldlögðum fíkniefnum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Þetta er eitthvað að nálgast á fimmta tug kílóa sem lögreglan á Suðurnesjum er búin að haldleggja á þessu ári,“ segir Jón Halldór en vegna rannsóknarhagsmuna sé ekki hægt að veita frekari upplýsingar um nýjasta málið að svo stöddu. Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30 Tvær konur á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls Samkvæmt heimildum fréttastofu eru konurnar par á sextugsaldri og eru þær báðar frá Hollandi. 7. september 2019 18:30 Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. 23. september 2019 19:15 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Íslenskur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haldlagt á fimmta tug kílóa af sterkum fíkniefnum það sem af er ári. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði manninn sem kom með flugi frá Edinborg þann 10. nóvember síðastliðinn. Við leit fundust tæplega tvö kíló af kókaíni sem hafði verið faliðí ferðatösku. Maðurinn hafði aðeins millilent í Edinborg en kom þaðan frá Alicanti á Spáni. „Í framhaldi var hann handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætir því enn,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur rannsakað fjölda mála af þessum toga í ár. Þrjú stærstu kókaínmál Íslandssögunnar hafa til að mynda komið upp á árinu. Jón Halldór segir að það stefni í metár í haldlögðum fíkniefnum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Þetta er eitthvað að nálgast á fimmta tug kílóa sem lögreglan á Suðurnesjum er búin að haldleggja á þessu ári,“ segir Jón Halldór en vegna rannsóknarhagsmuna sé ekki hægt að veita frekari upplýsingar um nýjasta málið að svo stöddu.
Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30 Tvær konur á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls Samkvæmt heimildum fréttastofu eru konurnar par á sextugsaldri og eru þær báðar frá Hollandi. 7. september 2019 18:30 Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. 23. september 2019 19:15 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11
Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30
Tvær konur á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls Samkvæmt heimildum fréttastofu eru konurnar par á sextugsaldri og eru þær báðar frá Hollandi. 7. september 2019 18:30
Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. 23. september 2019 19:15