Heildartekjur spilakassa 12,2 milljarðar í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2019 21:00 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. Vísir/Baldur Heildartekjur af spilakössum hér á landi voru 12,2 milljarðar í fyrra sem lögmaður segir fengnar frá spilafíklum. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. Íslenska ríkið var sýknað af kröfu Guðlaugs Jakobs Karlsson um skaða- og miskabætur upp á 77 milljónir króna árið 2017. Var því ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn á þeim forsendum að ríkið mismuni honum. „Þetta er þjóðþrifamál. Það þarf að minnka aðgengi að spilakössum. Eina ráðið sem eftir var, var að fara með þetta til Mannréttindadómstólsins. Aðalmarkmiðið er að stöðva þessi spilakassastarfsemi hér á landi. Niðurstaðan í Evrópu getur haft þau áhrif að málið verði tekið aftur upp. Guðlaugur er sviptur frelsi til mannhelgi. Þegar hann kemur inn á spilastað missir hann alla stjórn á sínum gjörðum og hættir ekki fyrr en hann er búinn að tapa öllum peningunum. Þetta er ekki rétt gagnvart öðrum þegnum sem eiga ekki við þessa fíkn að etja. Íslenska ríkið setti lög árið 1994 sem heimilar þetta á kostnað þessara veiku aðila. Spilafíkn er talinn mjög alvarlegur sjúkdómur og hefur stundum verið líkt við heróínfíkn,“ segir lögmaður Guðlaugs, Þórður Sveinsson. Almenn hegningarlög banna fjárhættuspil en ríkið veitir Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspilum undanþágu til að reka spilakassa.Heildartekjur af spilakössum eru gífurlegar. Árið 2018 voru þær 12,2 milljarðar króna.„Þetta er gríðarlegt vandamál. Það er verið að tala um að þetta séu á bilinu 10 til 14 þúsund manns sem eru ánetjaðir spilafíkn. Af þeim eru ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára fjögur til fimm þúsund af þeim. Það er sagt að 95 prósent spilafíkla sem halda uppi þessum tekjum,“ segor Þórður. Hann segir Guðlaug hafa tapað gríðarlega miklu í spilakössum. Yfirlit af bankareikningi hans hafi sýnt að hann hafi tekið út um 29 milljónir á þessum stöðum sem starfrækja spilakassa. Er það upphæð sem nær yfir fjölda ára. „En tap hans er miklu meira. Hann hefur tapað 700 þúsund krónum á einum degi. Þó svo að íslenska ríkinu yrði bannað að heimila rekstur spilakassa yrði engu að síður mikið framboð af fjárhættuspili, t.d bara á netinu. Þórður segir bannið eiga þó eftir að breyta miklu. „Það mun breyta öllu. Að mati umbjóðanda míns, sem hefur góða reynslu af þessum málum, hann telur að ef settar verða á fót spilahallir, þar sem hver og einn spilafíkill fengi kort í hendur til að spila fyrir, þá væri hægt að hafa miklu betra eftirlit með þessu. En í dag er ekkert eftirlit með þessu og margir spilastaðir úti um allt land.“ Fjárhættuspil Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Heildartekjur af spilakössum hér á landi voru 12,2 milljarðar í fyrra sem lögmaður segir fengnar frá spilafíklum. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. Íslenska ríkið var sýknað af kröfu Guðlaugs Jakobs Karlsson um skaða- og miskabætur upp á 77 milljónir króna árið 2017. Var því ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn á þeim forsendum að ríkið mismuni honum. „Þetta er þjóðþrifamál. Það þarf að minnka aðgengi að spilakössum. Eina ráðið sem eftir var, var að fara með þetta til Mannréttindadómstólsins. Aðalmarkmiðið er að stöðva þessi spilakassastarfsemi hér á landi. Niðurstaðan í Evrópu getur haft þau áhrif að málið verði tekið aftur upp. Guðlaugur er sviptur frelsi til mannhelgi. Þegar hann kemur inn á spilastað missir hann alla stjórn á sínum gjörðum og hættir ekki fyrr en hann er búinn að tapa öllum peningunum. Þetta er ekki rétt gagnvart öðrum þegnum sem eiga ekki við þessa fíkn að etja. Íslenska ríkið setti lög árið 1994 sem heimilar þetta á kostnað þessara veiku aðila. Spilafíkn er talinn mjög alvarlegur sjúkdómur og hefur stundum verið líkt við heróínfíkn,“ segir lögmaður Guðlaugs, Þórður Sveinsson. Almenn hegningarlög banna fjárhættuspil en ríkið veitir Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspilum undanþágu til að reka spilakassa.Heildartekjur af spilakössum eru gífurlegar. Árið 2018 voru þær 12,2 milljarðar króna.„Þetta er gríðarlegt vandamál. Það er verið að tala um að þetta séu á bilinu 10 til 14 þúsund manns sem eru ánetjaðir spilafíkn. Af þeim eru ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára fjögur til fimm þúsund af þeim. Það er sagt að 95 prósent spilafíkla sem halda uppi þessum tekjum,“ segor Þórður. Hann segir Guðlaug hafa tapað gríðarlega miklu í spilakössum. Yfirlit af bankareikningi hans hafi sýnt að hann hafi tekið út um 29 milljónir á þessum stöðum sem starfrækja spilakassa. Er það upphæð sem nær yfir fjölda ára. „En tap hans er miklu meira. Hann hefur tapað 700 þúsund krónum á einum degi. Þó svo að íslenska ríkinu yrði bannað að heimila rekstur spilakassa yrði engu að síður mikið framboð af fjárhættuspili, t.d bara á netinu. Þórður segir bannið eiga þó eftir að breyta miklu. „Það mun breyta öllu. Að mati umbjóðanda míns, sem hefur góða reynslu af þessum málum, hann telur að ef settar verða á fót spilahallir, þar sem hver og einn spilafíkill fengi kort í hendur til að spila fyrir, þá væri hægt að hafa miklu betra eftirlit með þessu. En í dag er ekkert eftirlit með þessu og margir spilastaðir úti um allt land.“
Fjárhættuspil Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira