Blankur og brottvísaður Derek Terell Allen skrifar 26. nóvember 2019 08:00 Vitið þið um störf í boði? Fyrir erlenda námsmenn? Sem tala ófullkomna íslensku en eru að læra? Sem bjóða upp á 200.000kr. á mánuð? Fyrir eingöngu 15 klukkustundir af vinnu vikulega? Þar sem atvinnurekendurnir eru til í að bíða upp að 90 eða fleiri daga svo að viðkomandi geti loksins unnið? Við vitum vel að slík störf eru ekki til, en erlendir nemar, einkum þeir sem utan Evrópska Efnahagsvæðisins koma, þurfa einhvern veginn að finna þau. Þessar pælingar koma í ljósi umræðna um nýtt námslánafrumvarp sem hafa tekið sér stað nýlega. Hvað sem það kallast Lánasjóð Íslenskra Námsmanna eða Menntasjóð Námsmanna, umræðan um sjóðinn er sjóðandi heit meðal íslenskra háskólanema. Sem fulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands hef ég verið að drukkna í tali af vöxtum, styrkjum, og verðtryggingum. En sem bandarískur ríkisborgari þýðir allt þetta tiltölulega lítið fyrir mig þar sem ég á ekki rétt að námslánum vegna þjóðerni minnar. Öll þau sem eru ekki íslenskir ríkisborgarar, með fáeinum undantekningum, eru á sama báti. Þótt að aðgengi okkar útlendinga að fjárhagslegri aðstoð sé takmarkað er ætlast samt til af okkur að hafa nægilegan mikinn pening á milli handa samkvæmt reglugerðum. Það sem ég á við með nægilegum miklum peningi er að minnsta kosti 189.875kr. á mánuð. En bíddu! Þessi tala mun örugglega hækka innan árs. Og það mun tilkynna breytinguna aðeins 5-6 vikur áður en það þarf að endurnýja sex mánaða dvalarleyfi þar sem nauðsynlegt er að sanna að komið er með 100.000 auka krónur sem duttu úr himninum. Það má ekki tvær fullar vaktir í viku, nei nei. Ekki einu sinni hugsa um að hefja starfið áður en umsóknin fyrir atvinnuleyfi er komin í gegn eftir hvað getur verið þrjá mánuði (eða fleiri sé vilji til að brjóta lögum, sem er til staðar því miður oftara en við erlendir nemar viljum). Félagar mínir í ráðinu voru alltaf í hneykslu þegar þeim var sagt frá öllu þessu. Hins vegar hafði þessi hneyskla næstum ávallt verið fylgt af viðbrögðum sem þú myndir gefa barni þegar það kvartar um litlan marblett. „Æji, nei. Það er ekki gott!“ Og svo var haldið áfram að ræða vaxtakjör eða niðurfellingu. Þangað til mjög nýlega hefur upplifun mín í þessari umræðu einkennist af útilokun og svartsýni. Þetta breyttist 21. nóvember þegar Stúdentaráð Háskóla Íslands samþykkti tillögu bókuð af mér og Jónu Þóreyju Pétursdóttur, forseti ráðsins. Tillagan lýsir möguleikanum sem við HÍ liggur að veita erlendum nemum styrki til þess að aðstoða þá nema sem eru að upplifa fjárhagslega erfiðleika. Skoðun á þessum möguleika er heppilega á ferli og vonandi kemur eitthvað jákvætt úr þessu. Margar eru spurningarnar sem umkringja þetta mál. Er hægt að aðstoða erlenda nema? Hvaðan myndi þessir peningar koma? Hvernig væri hægt að semja við íslenska háskóla, Útlendingastofnun, Alþingi, og aðra aðila sem gegna hlutverki í þessu? Ég er ekki viss hver réttu svörin eru, en ég veit vissulega að svör eru til og þar af leiðandi eru „Nei“ og „Ég veit það ekki“ ekki lengur ásættanleg svör. Það vantar aðgerðir og það vantar aðgerðir núna. Þúsundir erlendra nema koma til landsins til að læra tungumálið, vinna, og annars leggja eitthvað gott fram við þetta frábært Frón. Það er löngu tímabært að gefa þessum stúdentum eitthvað annað en brottvísunarbréf. Og ef þú ert að velta það fyrir þér, já, ég skrifaði þennan pistil á íslensku sjálfur. Höfundur situr í stúdentaráði fyrir hönd Vöku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Skóla - og menntamál Derek T. Allen Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vitið þið um störf í boði? Fyrir erlenda námsmenn? Sem tala ófullkomna íslensku en eru að læra? Sem bjóða upp á 200.000kr. á mánuð? Fyrir eingöngu 15 klukkustundir af vinnu vikulega? Þar sem atvinnurekendurnir eru til í að bíða upp að 90 eða fleiri daga svo að viðkomandi geti loksins unnið? Við vitum vel að slík störf eru ekki til, en erlendir nemar, einkum þeir sem utan Evrópska Efnahagsvæðisins koma, þurfa einhvern veginn að finna þau. Þessar pælingar koma í ljósi umræðna um nýtt námslánafrumvarp sem hafa tekið sér stað nýlega. Hvað sem það kallast Lánasjóð Íslenskra Námsmanna eða Menntasjóð Námsmanna, umræðan um sjóðinn er sjóðandi heit meðal íslenskra háskólanema. Sem fulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands hef ég verið að drukkna í tali af vöxtum, styrkjum, og verðtryggingum. En sem bandarískur ríkisborgari þýðir allt þetta tiltölulega lítið fyrir mig þar sem ég á ekki rétt að námslánum vegna þjóðerni minnar. Öll þau sem eru ekki íslenskir ríkisborgarar, með fáeinum undantekningum, eru á sama báti. Þótt að aðgengi okkar útlendinga að fjárhagslegri aðstoð sé takmarkað er ætlast samt til af okkur að hafa nægilegan mikinn pening á milli handa samkvæmt reglugerðum. Það sem ég á við með nægilegum miklum peningi er að minnsta kosti 189.875kr. á mánuð. En bíddu! Þessi tala mun örugglega hækka innan árs. Og það mun tilkynna breytinguna aðeins 5-6 vikur áður en það þarf að endurnýja sex mánaða dvalarleyfi þar sem nauðsynlegt er að sanna að komið er með 100.000 auka krónur sem duttu úr himninum. Það má ekki tvær fullar vaktir í viku, nei nei. Ekki einu sinni hugsa um að hefja starfið áður en umsóknin fyrir atvinnuleyfi er komin í gegn eftir hvað getur verið þrjá mánuði (eða fleiri sé vilji til að brjóta lögum, sem er til staðar því miður oftara en við erlendir nemar viljum). Félagar mínir í ráðinu voru alltaf í hneykslu þegar þeim var sagt frá öllu þessu. Hins vegar hafði þessi hneyskla næstum ávallt verið fylgt af viðbrögðum sem þú myndir gefa barni þegar það kvartar um litlan marblett. „Æji, nei. Það er ekki gott!“ Og svo var haldið áfram að ræða vaxtakjör eða niðurfellingu. Þangað til mjög nýlega hefur upplifun mín í þessari umræðu einkennist af útilokun og svartsýni. Þetta breyttist 21. nóvember þegar Stúdentaráð Háskóla Íslands samþykkti tillögu bókuð af mér og Jónu Þóreyju Pétursdóttur, forseti ráðsins. Tillagan lýsir möguleikanum sem við HÍ liggur að veita erlendum nemum styrki til þess að aðstoða þá nema sem eru að upplifa fjárhagslega erfiðleika. Skoðun á þessum möguleika er heppilega á ferli og vonandi kemur eitthvað jákvætt úr þessu. Margar eru spurningarnar sem umkringja þetta mál. Er hægt að aðstoða erlenda nema? Hvaðan myndi þessir peningar koma? Hvernig væri hægt að semja við íslenska háskóla, Útlendingastofnun, Alþingi, og aðra aðila sem gegna hlutverki í þessu? Ég er ekki viss hver réttu svörin eru, en ég veit vissulega að svör eru til og þar af leiðandi eru „Nei“ og „Ég veit það ekki“ ekki lengur ásættanleg svör. Það vantar aðgerðir og það vantar aðgerðir núna. Þúsundir erlendra nema koma til landsins til að læra tungumálið, vinna, og annars leggja eitthvað gott fram við þetta frábært Frón. Það er löngu tímabært að gefa þessum stúdentum eitthvað annað en brottvísunarbréf. Og ef þú ert að velta það fyrir þér, já, ég skrifaði þennan pistil á íslensku sjálfur. Höfundur situr í stúdentaráði fyrir hönd Vöku
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun