Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 15:00 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda. Vísir/Baldur Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. Langflestir bílstjórar bílaleigubíla sem aka of hratt framhjá hraðamyndavélum hér á landi þurfa ekki að greiða sekt samkvæmt úttekt ríkislögreglustjóra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir afar mikilvægt að þessu verði breytt. „Í um 95% tilvika þegar bílaleigubílar fara framhjá hraðamyndavél þá er ekki borguð sekt. Samkvæmt svona varlegri áætlun lögreglunnar þá eru glatast um 250 milljónir á ári í sektrargreiðslur. Hins vegar greiða um 99 prósent íslenskra ríkisborgara sínar sektir,“ segir Runólfur. Hann segir jafnframt að þetta geti haft áhrif á öryggi vegfarenda. „Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá aka erlendir ökumenn oft mjög hratt framhjá myndavélunum og það segir sína sögu að ef 95% af þessum kröfum innheimtast ekki að þá fer forvarnargildi hraðamyndavélanna fyrir fyrir lítið þannig að það er verið að ógna öryggi annarra vegfarenda um leið og viðkomandi fer af landi brott án þess að borga krónu. Það er í raun hróplegt óréttlæti að þessu sé svona farið,“ segir Runólfur. Í frumvarpi að nýjum umferðarlögum var upphaflega gert ráð fyrir að ef bílstjóri bílaleigubíls fengi sekt myndaðist krafa á eiganda ökutækis. Þannig gætu bílaleigur rukkað bílstjórann um leið og hann skilaði bílnum að sögn Runólfs. „Bílaleigurnar og Samtök atvinnulífsins börðust gegn þessu af hörku þannig að þetta var tekið út áður en frumvarpið var samþykkt,“ segir hann. Hann segir eðlilegt að ákvæði um þetta fari í ný umferðarlög. Það þurfi ekki að vera flókið. „Þegar bílnum er skilað til bílaleigunnar er komin innheimtukrafa á samninginn þannig að þá er einfalt að ganga frá því strax,“ segir Runólfur að lokum. Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. Langflestir bílstjórar bílaleigubíla sem aka of hratt framhjá hraðamyndavélum hér á landi þurfa ekki að greiða sekt samkvæmt úttekt ríkislögreglustjóra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir afar mikilvægt að þessu verði breytt. „Í um 95% tilvika þegar bílaleigubílar fara framhjá hraðamyndavél þá er ekki borguð sekt. Samkvæmt svona varlegri áætlun lögreglunnar þá eru glatast um 250 milljónir á ári í sektrargreiðslur. Hins vegar greiða um 99 prósent íslenskra ríkisborgara sínar sektir,“ segir Runólfur. Hann segir jafnframt að þetta geti haft áhrif á öryggi vegfarenda. „Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá aka erlendir ökumenn oft mjög hratt framhjá myndavélunum og það segir sína sögu að ef 95% af þessum kröfum innheimtast ekki að þá fer forvarnargildi hraðamyndavélanna fyrir fyrir lítið þannig að það er verið að ógna öryggi annarra vegfarenda um leið og viðkomandi fer af landi brott án þess að borga krónu. Það er í raun hróplegt óréttlæti að þessu sé svona farið,“ segir Runólfur. Í frumvarpi að nýjum umferðarlögum var upphaflega gert ráð fyrir að ef bílstjóri bílaleigubíls fengi sekt myndaðist krafa á eiganda ökutækis. Þannig gætu bílaleigur rukkað bílstjórann um leið og hann skilaði bílnum að sögn Runólfs. „Bílaleigurnar og Samtök atvinnulífsins börðust gegn þessu af hörku þannig að þetta var tekið út áður en frumvarpið var samþykkt,“ segir hann. Hann segir eðlilegt að ákvæði um þetta fari í ný umferðarlög. Það þurfi ekki að vera flókið. „Þegar bílnum er skilað til bílaleigunnar er komin innheimtukrafa á samninginn þannig að þá er einfalt að ganga frá því strax,“ segir Runólfur að lokum.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira