Ákvörðun um leikstað í umspilinu þarf að liggja fyrir 20. desember 23. nóvember 2019 09:30 Ísland mætir Ungverjalandi í umspilinu. fréttablaðið/getty Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, þarf eins og knattspyrnusambönd sem eiga lið í umspili um laus sæti í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla að staðfesta heimavöll sinn í umspilsleikjum til evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, fyrir 20. desember næstkomandi. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hafa haft af því áhyggjur að Laugardalsvöllur, sem er ekki upphitaður, verði ekki leikfær þegar leikurinn við Rúmena í undanúrslitum umspilsins fer fram 26. mars á næsta ári. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að um staðlaða dagsetningu sé að ræða og tengist því ekkert hvort að um sé að ræða leikvanga þar sem mögulegt sé að leikvöllur verði leikfær eður ei á leikdegi. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið að tekin hefði verið ákvörðun um að Laugardalsvöllur verði skráður sem heimavöllur íslenska liðsins í þessum leik og að þeirri ákvörðun verði ekki haggað. Þegar Ísland spilaði við Króatíu í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu 2014 um miðjan nóvembermánuð árið 2013 var fenginn hitadúkur til þess að vernda Laugardalsvöllinn fyrir frosti og líklegt er að farið verði í einhverjar aðgerðir í þeim dúr þegar nær dregur leiknum mikilvæga. Það er vonandi að aðstæður verði ekki jafn óboðlegar og í leik Íslands og Írlands sem leikinn var í umspili fyrir Evrópumót kvenna árið 2009 í lok október árið 2008. Þá var Laugardalsvöllur líkari skautasvelli en knattspyrnuvelli og leikmenn runnu til á vellinum eins og íshokkíleikmenn. Ísland vann þann leik og komst á EM. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur UEFA Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Juventus í Meistaradeildarsæti Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, þarf eins og knattspyrnusambönd sem eiga lið í umspili um laus sæti í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla að staðfesta heimavöll sinn í umspilsleikjum til evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, fyrir 20. desember næstkomandi. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hafa haft af því áhyggjur að Laugardalsvöllur, sem er ekki upphitaður, verði ekki leikfær þegar leikurinn við Rúmena í undanúrslitum umspilsins fer fram 26. mars á næsta ári. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að um staðlaða dagsetningu sé að ræða og tengist því ekkert hvort að um sé að ræða leikvanga þar sem mögulegt sé að leikvöllur verði leikfær eður ei á leikdegi. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið að tekin hefði verið ákvörðun um að Laugardalsvöllur verði skráður sem heimavöllur íslenska liðsins í þessum leik og að þeirri ákvörðun verði ekki haggað. Þegar Ísland spilaði við Króatíu í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu 2014 um miðjan nóvembermánuð árið 2013 var fenginn hitadúkur til þess að vernda Laugardalsvöllinn fyrir frosti og líklegt er að farið verði í einhverjar aðgerðir í þeim dúr þegar nær dregur leiknum mikilvæga. Það er vonandi að aðstæður verði ekki jafn óboðlegar og í leik Íslands og Írlands sem leikinn var í umspili fyrir Evrópumót kvenna árið 2009 í lok október árið 2008. Þá var Laugardalsvöllur líkari skautasvelli en knattspyrnuvelli og leikmenn runnu til á vellinum eins og íshokkíleikmenn. Ísland vann þann leik og komst á EM.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur UEFA Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Juventus í Meistaradeildarsæti Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Sjá meira