Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ari Brynjólfsson skrifar 21. nóvember 2019 08:00 Starfshópur verður skipaður í næstu viku til að undirbúa stofnun dótturfélags. Fréttablaðið/Ernir Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi RÚV ohf. Þar kemur einnig fram að ef RÚV hefði ekki selt lóðir í Efstaleiti hefði stofnunin orðið ógjaldfær. Lög sem kveða á um að RÚV skuli stofna dótturfélag eru frá árinu 2013 en gildistöku umrædds ákvæðis var frestað til 2018. Segir í skýrslunni að ákvæðið um dótturfélag sé til að tryggja að ríkisstyrkir renni ekki til annarrar starfsemi en almannaþjónustu. Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV bréf í september í fyrra þar sem lögin voru áréttuð og sagt að aðgerðarleysi stjórnarinnar leiddi til röskunar á samkeppnismarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í fyrra brýnt að hrinda stofnun dótturfélaga um samkeppnisrekstur RÚV í framkvæmd, það væri í höndum stjórnar RÚV. Töldu þá stjórnendur RÚV að það dygði að aðskilja reksturinn í bókum stofnunarinnar. Ráðherra segir að nú sé búið að taka af öll tvímæli um það. „Ég fór þess á leit við Ríkisendurskoðun að vinna skýrslu um fjárhagslega aðgreiningu almannaþjónustu og samkeppnisreksturs í bókhaldi Ríkisútvarpsins ohf. Það er mikilvægt að eyða allri óvissu í þessum efnum. Ríkisendurskoðun tekur af öll tvímæli um nauðsyn þess að stofna dótturfélag fyrir samkeppnisrekstur og ég mun beina þeim tilmælum til stjórnar,“ segir Lilja.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, segir að nú sé komin fullvissa fyrir því að það sé í lagi að stofna dótturfélög en óvissa hafi ríkt um það vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ segir Kári. Í skýrslunni segir að RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. Sá hagnaður var tekjufærður á árunum 2016 til 2018. „Án lóðasölunnar hefði Ríkisútvarpið ohf. orðið ógjaldfært. Ef litið er á afkomu félagsins fyrir tekjuskatt og án söluhagnaðar hefði heildarafkoma tímabilsins verið neikvæð um 61 milljón króna,“ segir í skýrslunni. Kári bendir á að fjárhagur RÚV hafi batnað mikið á undanförnum árum þótt ekkert megi út af bera. Ráðherra segir brýnt að á þessu verði tekið. „Þessar ábendingar Ríkisendurskoðunar eru gagnlegar er varða fjárhagsstöðuna. Það er brýnt að á þessu verði tekið og beini ég því til stjórnar að bregðast hratt við. RÚV gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og því brýnt að umgjörðin sé traust og trúverðug,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi RÚV ohf. Þar kemur einnig fram að ef RÚV hefði ekki selt lóðir í Efstaleiti hefði stofnunin orðið ógjaldfær. Lög sem kveða á um að RÚV skuli stofna dótturfélag eru frá árinu 2013 en gildistöku umrædds ákvæðis var frestað til 2018. Segir í skýrslunni að ákvæðið um dótturfélag sé til að tryggja að ríkisstyrkir renni ekki til annarrar starfsemi en almannaþjónustu. Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV bréf í september í fyrra þar sem lögin voru áréttuð og sagt að aðgerðarleysi stjórnarinnar leiddi til röskunar á samkeppnismarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í fyrra brýnt að hrinda stofnun dótturfélaga um samkeppnisrekstur RÚV í framkvæmd, það væri í höndum stjórnar RÚV. Töldu þá stjórnendur RÚV að það dygði að aðskilja reksturinn í bókum stofnunarinnar. Ráðherra segir að nú sé búið að taka af öll tvímæli um það. „Ég fór þess á leit við Ríkisendurskoðun að vinna skýrslu um fjárhagslega aðgreiningu almannaþjónustu og samkeppnisreksturs í bókhaldi Ríkisútvarpsins ohf. Það er mikilvægt að eyða allri óvissu í þessum efnum. Ríkisendurskoðun tekur af öll tvímæli um nauðsyn þess að stofna dótturfélag fyrir samkeppnisrekstur og ég mun beina þeim tilmælum til stjórnar,“ segir Lilja.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, segir að nú sé komin fullvissa fyrir því að það sé í lagi að stofna dótturfélög en óvissa hafi ríkt um það vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ segir Kári. Í skýrslunni segir að RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. Sá hagnaður var tekjufærður á árunum 2016 til 2018. „Án lóðasölunnar hefði Ríkisútvarpið ohf. orðið ógjaldfært. Ef litið er á afkomu félagsins fyrir tekjuskatt og án söluhagnaðar hefði heildarafkoma tímabilsins verið neikvæð um 61 milljón króna,“ segir í skýrslunni. Kári bendir á að fjárhagur RÚV hafi batnað mikið á undanförnum árum þótt ekkert megi út af bera. Ráðherra segir brýnt að á þessu verði tekið. „Þessar ábendingar Ríkisendurskoðunar eru gagnlegar er varða fjárhagsstöðuna. Það er brýnt að á þessu verði tekið og beini ég því til stjórnar að bregðast hratt við. RÚV gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og því brýnt að umgjörðin sé traust og trúverðug,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51