Dauðvona aðdáandi fékk að sjá nýjustu Stjörnustríðsmyndina fyrir frumsýningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2019 22:35 Rey er ein af aðalpersónum nýjasta þríleiksins og mun vafalaust spila stórt hlutverk í næstu mynd. Skjáskot Afþreyingarrisinn Disney varð í vikunni við ósk dauðvona ofur-aðdáanda Stjörnustríðsmyndanna (e. Star Wars), um að fá að sjá nýjustu myndina í kvikmyndaflokknum. Myndin, sem ber heitið „Star Wars: Rise of Skywalker“ verður frumsýnd 19. desember og er beðið með eftirvæntingu um allan heim af þeim fjölmörgu aðdáendum sem myndaflokkurinn á. Óvíst er hvort maðurinn hefði lifað til að sjá myndina á þeim tíma. CNN greinir frá þessu. Líknarselið Rowans Hospice í Bretlandi birti á þriðjudaginn færslu á Twitter þar sem óskað var eftir hjálp netverja um að koma ósk ónafngreinds sjúklings hjá þeim til skila. „Við erum með sjúkling sem er risastór Stjörnustríðsaðdáandi. Því miður er tíminn honum ekki hliðhollur. Hann langar að sjá síðustu Stjörnustríðsmyndina, Rise of Skywalker, með ungum syni sínum,“ stóð meðal annars í færslunni.Can you help? We have a patient who's a HUGE #StarWars fan. Sadly, time is not on his side for the 20th Dec. His wish is to see the final Star Wars film #RiseOfSkywalker with his young son. If you know ANYBODY who might be able to make it happen, please share with them. Thank you — Rowans Hospice (@RowansHospice) November 26, 2019 Færslan fékk gríðarleg viðbrögð og meðal þeirra sem fleyttu skilaboðunum áfram var Mark Hamill, sem farið hefur með hlutverk Loga Geimgengils í myndunum, við góðan orðstír. Bob Iger, stjórnarformaður og forstjóri Disney, tísti síðan á fimmtudag að fyrirtækið myndi verða við ósk mannsins. „Þessa þakkargjörðarhátíð, erum við hjá Disney þakklát að geta deilt Rise of Skywalker með sjúklingi og fjölskyldu hans. Megi mátturinn vera með ykkur og okkur öllum,“ skrifaði Iger á Twitter og beindi orðum sínum að líknardeildinni.On this Thanksgiving, we at @Disney are grateful to be able to share #TheRiseOfSkywalker with a patient and his family @RowansHospice. May the force be with you and with us all! — Robert Iger (@RobertIger) November 28, 2019 Í yfirlýsingu frá líknardeildinni sagði Lisa Davies, starfsmaðurinn sem kom ósk sjúklingsins til annarra starfsmanna deildarinnar, að hún væri „algerlega orðlaus.“ „Við kunnum ótrúlega vel að meta að þau [hjá Disney] hafi lagt allt á sig til þess að gera þetta að veruleika.“ Bandaríkin Bretland Star Wars Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Afþreyingarrisinn Disney varð í vikunni við ósk dauðvona ofur-aðdáanda Stjörnustríðsmyndanna (e. Star Wars), um að fá að sjá nýjustu myndina í kvikmyndaflokknum. Myndin, sem ber heitið „Star Wars: Rise of Skywalker“ verður frumsýnd 19. desember og er beðið með eftirvæntingu um allan heim af þeim fjölmörgu aðdáendum sem myndaflokkurinn á. Óvíst er hvort maðurinn hefði lifað til að sjá myndina á þeim tíma. CNN greinir frá þessu. Líknarselið Rowans Hospice í Bretlandi birti á þriðjudaginn færslu á Twitter þar sem óskað var eftir hjálp netverja um að koma ósk ónafngreinds sjúklings hjá þeim til skila. „Við erum með sjúkling sem er risastór Stjörnustríðsaðdáandi. Því miður er tíminn honum ekki hliðhollur. Hann langar að sjá síðustu Stjörnustríðsmyndina, Rise of Skywalker, með ungum syni sínum,“ stóð meðal annars í færslunni.Can you help? We have a patient who's a HUGE #StarWars fan. Sadly, time is not on his side for the 20th Dec. His wish is to see the final Star Wars film #RiseOfSkywalker with his young son. If you know ANYBODY who might be able to make it happen, please share with them. Thank you — Rowans Hospice (@RowansHospice) November 26, 2019 Færslan fékk gríðarleg viðbrögð og meðal þeirra sem fleyttu skilaboðunum áfram var Mark Hamill, sem farið hefur með hlutverk Loga Geimgengils í myndunum, við góðan orðstír. Bob Iger, stjórnarformaður og forstjóri Disney, tísti síðan á fimmtudag að fyrirtækið myndi verða við ósk mannsins. „Þessa þakkargjörðarhátíð, erum við hjá Disney þakklát að geta deilt Rise of Skywalker með sjúklingi og fjölskyldu hans. Megi mátturinn vera með ykkur og okkur öllum,“ skrifaði Iger á Twitter og beindi orðum sínum að líknardeildinni.On this Thanksgiving, we at @Disney are grateful to be able to share #TheRiseOfSkywalker with a patient and his family @RowansHospice. May the force be with you and with us all! — Robert Iger (@RobertIger) November 28, 2019 Í yfirlýsingu frá líknardeildinni sagði Lisa Davies, starfsmaðurinn sem kom ósk sjúklingsins til annarra starfsmanna deildarinnar, að hún væri „algerlega orðlaus.“ „Við kunnum ótrúlega vel að meta að þau [hjá Disney] hafi lagt allt á sig til þess að gera þetta að veruleika.“
Bandaríkin Bretland Star Wars Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira