Matvælastofnun hélt fræðslufund um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti til Íslands á fimmtudaginn í húsnæði stofnunarinnar í Hafnarfirði. Markmið fundar var að upplýsa um þær reglur sem brátt taka gildi um innflutning á fersku hráu kjöti til Íslands og þær kröfur sem innflytjendur og dreifingaraðilar þurfa að uppfylla. Farið var sérstaklega yfir viðbótartryggingar vegna salmonellu og sérreglur um kampýlóbakter.
„Lögunum voru breytt í sumar þannig að núna má flytja til landsins kjöt án þess að fá leyfi til innflutnings á kjöti og kjötið má vera ófrosið og núna geta einnig komið hrá egg til landsins, sem hafa hingað til ekki verið flutt til landsins. Við settumst niður og skoðuðum hvað hættur geta fylgt þessum vörum og við sáum að það þarf að setja reglur til að vernda neytendur fyrir smiti á kampýlóbakter í ófrosnu kjúklingakjöti“, segir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun.
Það hefur gengið eftir því viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var samþykkt á fundi sameiginlegu EES nefndarinnar 25. október síðastliðinn.
„Já, Ísland er eitt af þessum örfáum löndum í Evrópu, sem grípur til aðgerða ef kampýlóbakter finnst í kjúklingahópum og við höfum alltaf fryst kjöt frá þessum kjúklingahópum en það hefur ekki verið gert í ö Evrópu“, bætir Brigitte við.

„Við stöndum okkur miklu betur en mörg önnur lönd. Þess vegna fengum við það sem heitir viðbótartrygging. Það þurftum við að sækja um hjá stofnunum í Brussel, hjá ESA , sem er Efta eftirlitsstofnun og við þurfum að leggja fram göng að sýna fram á það að staðan hér á landi sé betri en annars staðar. Byggt á þeim gögnum þá var okkur veitt viðbótartrygging, þar að segja þessi heimild til að gera strangari kröfur fyrir kjöt, sem kemur til Íslands“.