Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Það voru prúðbúnir gestir, sem sóttu messu í Fljótshlíð í morgun enda ærið tilefni til því þetta var þjóðbúningamessa þar sem mikill meirihluta kirkjugesta voru í þjóðbúningum. Flesta búningana hefur fólk saumað sjálft á sig. 4.5.2025 20:04
Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Bæjarstjóri Ölfus leggur mikla áherslu á að ríkisvaldið tryggi Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi fjármagn til viðhalds en mannvirki skólans eru meira og minna að hruni komin. 4.5.2025 14:05
Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Það er í mörgu að snúast hjá sauðfjárbændum þessa dagana því nú stendur sauðburður yfir í fjárhúsum landsins. Tveir svartir hrútar komu í heiminn þegar fréttamaður heimsótti fjárbú á Rangárvöllum. 3.5.2025 20:04
Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi „Skjálftasögur“ er verkefni á vegum Rangárþings ytra en sveitarfélagið óskar eftir sögum frá íbúum um afleiðingar og skemmdir af jarðskjálftunum 17. júní árið 2000. Miklar skemmdir urðu í Rangárvallasýslu í skjálftunum, sem voru tveir þennan dag, sá stærri mældist 6,6 á richter. 3.5.2025 14:05
Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði Fyrsta skóflustungan af nýju 44 herbergja hjúkrunarheimili var tekin í dag í Hveragerði. Húsið verður tæplega þrjú þúsund fermetrar að stærð og mun kosta 2,8 milljarða króna. 2.5.2025 20:04
Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Mikil þörf er fyrir aukna raforkuframleiðslu í landinu vegna fjölda verkefna, sem eru í gangi eða eru að fara af stað en þar spila gagnaver og önnur stórnotkun miklu máli, auk orkuskipta. Í dag er flutningskerfi raforku fulllestað og frekar veikt að sögn framkvæmdastjóra hjá Landsneti. 1.5.2025 20:03
„Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Það stendur mikið til á verkalýðsdaginn á Selfossi á morgun, fyrsta maí en þar munu um 230 hljóðfæraleikarar og söngvarar stíga á svið í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem yfirskrift tónleikanna er; „Burtu með fordóma“. 30.4.2025 22:08
Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Gyltur á nýju svínabúi í Eyjafirði fá að ganga lausar með grísina sína en þær eru að gjóta þrettán til sextán grísum og hver gylta verður að vera með 16 spena eigi hún að fá að gjóta. 28.4.2025 20:05
Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld. 27.4.2025 20:04
Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Mikill viðsnúningur hefur orðið á fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar til hins betra en sveitarfélagið hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum síðustu ár. Nú lítur hins vegar allt miklu betur út. 27.4.2025 14:05