Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tvö þúsund Ís­lendingar í hverri viku á Tenerife

Um tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku nú yfir vetrartímann og njóta þess að sleikja sólina með heimamönnum. Á síðasta ári heimsóttu um fimmtíu þúsund Íslendingar eyjuna en alls voru ferðamennirnir, sem sóttu Tenerife það ár um sjö milljónir talsins.

Rækta 60 tonn af ís­lenskum jarðar­berjum

Íslensk jarðarber hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú enda seljast þau oftast upp í verslunum. Í einni garðyrkjustöð á Suðurlandi verða ræktuð 60 tonn af jarðarberjum í ár og seljast þau öll eins og heitar lummur. Hver jarðarberjaplanta er notuð í fjórar mánuði en þá er henni skipt út fyrir nýja plöntu.

Fyrsta bílaapótekið á Suður­landi

Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi verður opnað í fyrramálið klukkan níu en það er til húsa á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður með verslun sína við Eyraveg 42. Þrjár bílalúgur verða í apótekinu, sem verða opnar mánudag til laugardags frá níu á morgnana til níu á kvöldin. Lyfsöluleyfishafi er Helma Björk Óskarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur.

Vel yfir 10 milljónir fyrir raf­magn á mánuði hjá garðyrkjubændum

Hjón með garðyrkjustöð í Uppsveitum Árnessýslu þurfa að greiða vel yfir tíu milljónir króna á mánuði vegna rafmagns í gróðurhúsum sínum. Þau óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu hætta að rækta íslenskt grænmeti vegna háa raforkuverðsins, sem sé að sliga bændur.

100 gráðu heitt vatn fannst í Reyk­holti í Bláskógabyggð

Íbúar og fulltrúar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því í þorpinu í Reykholti voru að finnast tuttugu sekúndu lítrar af hundrað gráðu heitu vatni í fyrstu tilraun með jarðbornum Trölla.

Um 500 nýjar í­búðir byggðar í Ár­nesi í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi

Um fimm hundruð nýjar íbúðir verða byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstu árum en í dag eru þar um þrjátíu íbúðir. Ástæðan fyrir þessari miklu uppbyggingu er flutningur fólks í sveitarfélagið vegna virkjanaframkvæmda og annarra framkvæmda í ferðaþjónustu eins og byggingu hótels og baðlóns í Þjórsárdal.

Pá­lína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum

Þrátt fyrir að hún sé að verða 85 ára þá stendur hún vaktina alla daga í söluskálanum sínum Landvegamót í Rangárþingi ytra en hér erum við að tala um Pálínu S. Kristinsdóttur, sem hefur fengið heiðursnafnbótina „Samborgari” ársins í Rangárþingi ytra.

Lands­virkjun leitar að gistingu á Suður­landi

Landsvirkjun leitar nú logandi ljósi að gistingu fyrir starfsfólk sitt á Suðurlandi vegna mikilla framkvæmda á svæðinu næstu þrjú árin, ekki síst í kringum Búrfell og þar í kring.

Víbradorar á víða­vangi og nærbuxnalausar konur

Það er ýmislegt, sem plokkari ársins 2024 hjá Kópavogsbæ finnur þegar hann gengur um bæinn í sjálfboðavinnu og týnir upp í ruslapokann sinn. Það furðulegasta segir hann vera víbradora kvenna og nærbuxur, sem hann finnur æði oft á víðavangi í Kópavogi.

Sjá meira