Sakar Leonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2019 11:00 Sonur forsetans hafði áður viðrað svipaðar ásakanir á Twitter. Getty/Vivien Killilea - China News Service Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakaði í gær bandaríska leikarann og umhverfisverndarsinnann Leonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vitnar þar í brasilíska miðilinn Folha De S.Paulo. „Þessi Leonardo DiCaprio er svalur náungi, er það ekki? Gefandi peninga til þess að brenna Amazon skóginn,“ var haft eftir forsetanum á fundi hans með stuðningsmönnum sínum í gær. Bolsonaro hefur áður lýst því yfir að hann vilji reka umhverfisverndarsamtök í burtu frá landinu og gagnrýnt erlend stjórnvöld harðlega fyrir meint afskipti af innanríkismálum eftir að margir kölluðu eftir róttækum aðgerðum vegna skógarelda í landinu.Sjá einnig: Ætlar ekki að þiggja aðstoð G7-ríkja fyrr en Macron biðst afsökunarMiklir eldar hafa logað í Amazon regnskóginum frá því í ágúst á þessu ári. Tilkynnti þá bandaríski stórleikarinn að umhverfisverndarsamtökin Earth Alliance sem hann ætti þátt í að stofna myndu leggja til fimm milljónir Bandaríkjadala til þess að berjast gegn skógareldunum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem forsetinn ber fram þessar ásakanir á hendur DiCaprio en um sólarhring áður sagði hann leikarann eiga þátt í brunanum í útsendingu á Facebook og að hann væri hluti af alþjóðlegri „herferð gegn Brasilíu.“Sjá einnig: Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginumFyrrnefndir fjölmiðlar töldu sér skylt að árétta að ekkert bendir til þess að samtök tengd leikaranum eigi þátt í bruna skógarins. Ásakanir forsetans koma í kjölfar þess að fjórir sjálfboðaliðar sem unnu að því að slökkva elda í skóginum voru handteknir síðasta þriðjudag. Voru þeir sakaðir um það af lögreglu að hafa kveikt í skóginum í þeim tilgangi að ýta undir peningaöflun alþjóðlegra félagasamtaka. Fólkinu var síðar sleppt úr haldi í kjölfar þrýstings frá almenningi en lögreglan hefur ekki greint frá neinum sönnunargögnum sem styðja ásakanirnar. Brasilía Tengdar fréttir Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. 12. september 2019 20:00 G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amazon-regnskógunum. 26. ágúst 2019 07:49 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Opinberir starfsmenn segja yfirvöld hafa vitað af íkveikjuáætlunum í Amazon Brasilískum yfirvöldum barst viðvörun frá opinberum starfsmönnum sem starfa við umhverfismál um að bændur og aðrir sem ásældust land í Amazon regnskóginum hefðu skipulagt að kveikja skógarelda á þann 10. ágúst. 26. ágúst 2019 23:53 Sextíu daga brunabann í Amazon Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum. 29. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakaði í gær bandaríska leikarann og umhverfisverndarsinnann Leonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vitnar þar í brasilíska miðilinn Folha De S.Paulo. „Þessi Leonardo DiCaprio er svalur náungi, er það ekki? Gefandi peninga til þess að brenna Amazon skóginn,“ var haft eftir forsetanum á fundi hans með stuðningsmönnum sínum í gær. Bolsonaro hefur áður lýst því yfir að hann vilji reka umhverfisverndarsamtök í burtu frá landinu og gagnrýnt erlend stjórnvöld harðlega fyrir meint afskipti af innanríkismálum eftir að margir kölluðu eftir róttækum aðgerðum vegna skógarelda í landinu.Sjá einnig: Ætlar ekki að þiggja aðstoð G7-ríkja fyrr en Macron biðst afsökunarMiklir eldar hafa logað í Amazon regnskóginum frá því í ágúst á þessu ári. Tilkynnti þá bandaríski stórleikarinn að umhverfisverndarsamtökin Earth Alliance sem hann ætti þátt í að stofna myndu leggja til fimm milljónir Bandaríkjadala til þess að berjast gegn skógareldunum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem forsetinn ber fram þessar ásakanir á hendur DiCaprio en um sólarhring áður sagði hann leikarann eiga þátt í brunanum í útsendingu á Facebook og að hann væri hluti af alþjóðlegri „herferð gegn Brasilíu.“Sjá einnig: Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginumFyrrnefndir fjölmiðlar töldu sér skylt að árétta að ekkert bendir til þess að samtök tengd leikaranum eigi þátt í bruna skógarins. Ásakanir forsetans koma í kjölfar þess að fjórir sjálfboðaliðar sem unnu að því að slökkva elda í skóginum voru handteknir síðasta þriðjudag. Voru þeir sakaðir um það af lögreglu að hafa kveikt í skóginum í þeim tilgangi að ýta undir peningaöflun alþjóðlegra félagasamtaka. Fólkinu var síðar sleppt úr haldi í kjölfar þrýstings frá almenningi en lögreglan hefur ekki greint frá neinum sönnunargögnum sem styðja ásakanirnar.
Brasilía Tengdar fréttir Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. 12. september 2019 20:00 G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amazon-regnskógunum. 26. ágúst 2019 07:49 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Opinberir starfsmenn segja yfirvöld hafa vitað af íkveikjuáætlunum í Amazon Brasilískum yfirvöldum barst viðvörun frá opinberum starfsmönnum sem starfa við umhverfismál um að bændur og aðrir sem ásældust land í Amazon regnskóginum hefðu skipulagt að kveikja skógarelda á þann 10. ágúst. 26. ágúst 2019 23:53 Sextíu daga brunabann í Amazon Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum. 29. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. 12. september 2019 20:00
G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amazon-regnskógunum. 26. ágúst 2019 07:49
Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14
Opinberir starfsmenn segja yfirvöld hafa vitað af íkveikjuáætlunum í Amazon Brasilískum yfirvöldum barst viðvörun frá opinberum starfsmönnum sem starfa við umhverfismál um að bændur og aðrir sem ásældust land í Amazon regnskóginum hefðu skipulagt að kveikja skógarelda á þann 10. ágúst. 26. ágúst 2019 23:53
Sextíu daga brunabann í Amazon Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum. 29. ágúst 2019 11:30