Höfum ekki flugviskubit - flugferðir vernda náttúruna Þórir Garðarsson skrifar 9. desember 2019 11:30 Um 2,5% af losun koltvísýrings af mannavöldum er frá flugsamgöngum. Vissulega munar um minna ef fólk dregur verulega úr flugferðum og tekst þannig á við „flugviskubitið“. Færri virðast þó hafa hugsað um þau neikvæðu áhrif sem samdráttur í ferðalögum hefði á mannlíf og náttúruvernd um allan heim – þar á meðal hér á landi. New York Times birti nýlega afar áhugaverða grein eftir Costas Christ, stofnanda Beyond Green Travel, sem er ráðgjafarfyrirtæki um sjálfbæra ferðaþjónustu. Þar bendir hann á að ekki sé allt sem sýnist í umræðunni um meint skaðleg áhrif flugferða. Costas bendir í greininni á að vernd villtrar náttúru og sjaldgæfra dýrategunda um allan heim eigi mikið undir þeim fjárhagslegu áhrifum sem ferðaþjónustan hefur. Dæmið af Serengeti þjóðgarðinum Hann tekur sem dæmi þá einu og hálfu milljón ferðamanna sem koma fljúgandi úr öllum heimshornum á hverju ári til að heimsækja Serengeti þjóðgarðinn í Tanzaníu og borga aðgangseyri að lágmarki 10 þúsund krónur á mann á dag. Hvaða áhrif hefði það á milljón gnýja flökkuhjarðir á 15 þúsund ferkílómetrum þjóðgarðsins ef Serengeti hefði ekki tekjurnar af þessum ferðamönnum? Costas telur ekki spurningu að slétturnar yrðu samstundis lagðar undir nautgriparækt með geigvænlegum áhrifum á allt dýralífið í þjóðgarðinum. Costas segir að því sé spáð að árið 2030 muni ferðaþjónusta skapa um 33.000 milljarða (33 billjóna) króna tekjur á ári í Afríku. Ef þessar tekjur hrynji eða hverfi, þá geti fólk hætt að láta sig dreyma um vernd dýra í útrýmingarhættu. Ef við hættum öll að fljúga, mun það bjarga heiminum, spyr Costas. Hann svarar því til að svarið sé líklegast þvert á móti. Hann bendir á að um 10% starfa um allan heim tengist ferðaþjónustu. Í mörgum löndum skapar náttúrutengd ferðaþjónusta mestu útflutningstekjurnar. Hvaða áhrif hefði það á vernd náttúrunnar ef enginn hefði hag af því að hugsa um þá vernd? Jákvæðu áhrifin fyrir íslenska náttúru Auðvelt er að heimfæra málflutning Costas upp á íslenskar aðstæður. Stóraukin ferðalög erlendra ferðamanna hingað til lands hafa minnt okkur Íslendinga hressilega á hve mikil verðmæti liggja í fjölbreyttu náttúrufari landsins. Þessi áhugi hvetur okkur til að vernda verðmætin og ráðast í aðgerðir til þess. Fjölmörg brothætt byggðarlög hafa blómstrað vegna viðskipta ferðafólksins. Um 40% af útflutningstekjum okkar koma gegnum ferðaþjónustuna. Þjóðarbúið hefði ekki rétt úr kútnum eftir bankahrunið ef flugviskubit stýrði ferðahegðun fólks. Aðrar leiðir eru áhrifaríkari Í greininni í NYT bendir Costas á mikilvægi skóga til að safna í sig koltvísýringi. Eyðing skóganna af mannavöldum um allan heim er hins vegar svo mikil að það jafnast á við 20% af losun koltvísýrings á ári. Í þeim samanburði verður 2,5% losun frá flugsamgöngum léttvæg. Þar með er ekki sagt að flugfélög kæri sig kollótt um áhrifin. Flugvélaframleiðendur vinna stöðugt að því að þróa flugvélar sem nota minna eldsneyti á hvert sæti og losa þar með minna af gróðurhúsalofttegundum. Hér á landi eru endurheimt votlendis og skógrækt áhrifaríkustu aðgerðirnar gegn loftslagsáhrifunum. Costas tekur Kólumbíu sem dæmi um jákvæð áhrif af straumi ferðamanna. Í Kólumbíu eru 59 þjóðgarðar og friðlýst svæði sem reiða sig á tekjur af ferðamönnum til að vega á móti ásælni námufyrirtækja og stórtæks landbúnaðar. Stjórnvöld í Kólumbíu leggja því mikla áherslu á ferðaþjónustuna. Staðreyndin er sú að fjárhagslegur ávinningur ræður mestu um hvaða stefna er tekin. Ef engar eru tekjurnar af ferðafólki til að upplifa villt dýralíf eða sérstæða og óspillta náttúrufegurð, þá opnast í staðinn fyrir þeim sem vilja skapa tekjur með öðrum hætti, til dæmis mengandi landbúnaði eða námuvinnslu. Taka má undir hvert orð í grein Costas. Hún er holl áminning til okkar Íslendinga um að nýta og vernda þær náttúruauðlindir sem hægt er, ekki aðeins vegna áhuga ferðamanna heldur ekkert síður fyrir okkur sjálf. Að ekki sé minnst á þá einföldu staðreynd að að flug er í raun eini raunhæfi kosturinn fyrir okkur sjálf til að komast til annarra landa. Það er í raun engin ástæða til að hafa flugviskubit. Fyrir þá sem vilja lesa grein Costas Christ, þá er hér hlekkur á hana.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Loftslagsmál Þórir Garðarsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Um 2,5% af losun koltvísýrings af mannavöldum er frá flugsamgöngum. Vissulega munar um minna ef fólk dregur verulega úr flugferðum og tekst þannig á við „flugviskubitið“. Færri virðast þó hafa hugsað um þau neikvæðu áhrif sem samdráttur í ferðalögum hefði á mannlíf og náttúruvernd um allan heim – þar á meðal hér á landi. New York Times birti nýlega afar áhugaverða grein eftir Costas Christ, stofnanda Beyond Green Travel, sem er ráðgjafarfyrirtæki um sjálfbæra ferðaþjónustu. Þar bendir hann á að ekki sé allt sem sýnist í umræðunni um meint skaðleg áhrif flugferða. Costas bendir í greininni á að vernd villtrar náttúru og sjaldgæfra dýrategunda um allan heim eigi mikið undir þeim fjárhagslegu áhrifum sem ferðaþjónustan hefur. Dæmið af Serengeti þjóðgarðinum Hann tekur sem dæmi þá einu og hálfu milljón ferðamanna sem koma fljúgandi úr öllum heimshornum á hverju ári til að heimsækja Serengeti þjóðgarðinn í Tanzaníu og borga aðgangseyri að lágmarki 10 þúsund krónur á mann á dag. Hvaða áhrif hefði það á milljón gnýja flökkuhjarðir á 15 þúsund ferkílómetrum þjóðgarðsins ef Serengeti hefði ekki tekjurnar af þessum ferðamönnum? Costas telur ekki spurningu að slétturnar yrðu samstundis lagðar undir nautgriparækt með geigvænlegum áhrifum á allt dýralífið í þjóðgarðinum. Costas segir að því sé spáð að árið 2030 muni ferðaþjónusta skapa um 33.000 milljarða (33 billjóna) króna tekjur á ári í Afríku. Ef þessar tekjur hrynji eða hverfi, þá geti fólk hætt að láta sig dreyma um vernd dýra í útrýmingarhættu. Ef við hættum öll að fljúga, mun það bjarga heiminum, spyr Costas. Hann svarar því til að svarið sé líklegast þvert á móti. Hann bendir á að um 10% starfa um allan heim tengist ferðaþjónustu. Í mörgum löndum skapar náttúrutengd ferðaþjónusta mestu útflutningstekjurnar. Hvaða áhrif hefði það á vernd náttúrunnar ef enginn hefði hag af því að hugsa um þá vernd? Jákvæðu áhrifin fyrir íslenska náttúru Auðvelt er að heimfæra málflutning Costas upp á íslenskar aðstæður. Stóraukin ferðalög erlendra ferðamanna hingað til lands hafa minnt okkur Íslendinga hressilega á hve mikil verðmæti liggja í fjölbreyttu náttúrufari landsins. Þessi áhugi hvetur okkur til að vernda verðmætin og ráðast í aðgerðir til þess. Fjölmörg brothætt byggðarlög hafa blómstrað vegna viðskipta ferðafólksins. Um 40% af útflutningstekjum okkar koma gegnum ferðaþjónustuna. Þjóðarbúið hefði ekki rétt úr kútnum eftir bankahrunið ef flugviskubit stýrði ferðahegðun fólks. Aðrar leiðir eru áhrifaríkari Í greininni í NYT bendir Costas á mikilvægi skóga til að safna í sig koltvísýringi. Eyðing skóganna af mannavöldum um allan heim er hins vegar svo mikil að það jafnast á við 20% af losun koltvísýrings á ári. Í þeim samanburði verður 2,5% losun frá flugsamgöngum léttvæg. Þar með er ekki sagt að flugfélög kæri sig kollótt um áhrifin. Flugvélaframleiðendur vinna stöðugt að því að þróa flugvélar sem nota minna eldsneyti á hvert sæti og losa þar með minna af gróðurhúsalofttegundum. Hér á landi eru endurheimt votlendis og skógrækt áhrifaríkustu aðgerðirnar gegn loftslagsáhrifunum. Costas tekur Kólumbíu sem dæmi um jákvæð áhrif af straumi ferðamanna. Í Kólumbíu eru 59 þjóðgarðar og friðlýst svæði sem reiða sig á tekjur af ferðamönnum til að vega á móti ásælni námufyrirtækja og stórtæks landbúnaðar. Stjórnvöld í Kólumbíu leggja því mikla áherslu á ferðaþjónustuna. Staðreyndin er sú að fjárhagslegur ávinningur ræður mestu um hvaða stefna er tekin. Ef engar eru tekjurnar af ferðafólki til að upplifa villt dýralíf eða sérstæða og óspillta náttúrufegurð, þá opnast í staðinn fyrir þeim sem vilja skapa tekjur með öðrum hætti, til dæmis mengandi landbúnaði eða námuvinnslu. Taka má undir hvert orð í grein Costas. Hún er holl áminning til okkar Íslendinga um að nýta og vernda þær náttúruauðlindir sem hægt er, ekki aðeins vegna áhuga ferðamanna heldur ekkert síður fyrir okkur sjálf. Að ekki sé minnst á þá einföldu staðreynd að að flug er í raun eini raunhæfi kosturinn fyrir okkur sjálf til að komast til annarra landa. Það er í raun engin ástæða til að hafa flugviskubit. Fyrir þá sem vilja lesa grein Costas Christ, þá er hér hlekkur á hana.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun