Geysisbikarinn í körfubolta hélt áfram að rúlla í dag og nú rétt í þessu var tveimur leikjum að ljúka.
Í kvennaflokki mættust nágrannarnir í Njarðvík og Keflavík í Ljónagryfjunni í Njarðvík en fyrrnefnda liðið leikur í B-deildinni á meðan Keflavíkurkonur eru í Dominos deildinni. Staðan var jöfn eftir fyrsta leikhluta, 23-23, en þá tók úrvalsdeildarliðið öll völd og vann að lokum mjög öruggan sigur, 59-88.
Erna Freydís Traustadóttir og Jóhanna Lára Pálsdóttir gerðu 13 stig hvor fyrir Njarðvík en Daniela Wallen Morillo var allt í öllu hjá Keflavík með 17 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.
Í karlaflokki sótti Dominos deildarlið Fjölnis b-deildarlið Vestra heim á Ísafjörð. Þar tóku Fjölnismenn frumkvæðið snemma leiks og héldu því út allan leikinn. Lokatölur 68-85 fyrir Fjölni.
Viktor Moses gerði 30 stig fyrir Fjölni en Nebojsa Knezevic var stigahæstur heimamanna með 17 stig.
Allt eftir bókinni í Geysisbikarnum
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti



Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn




Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti

Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn