Óli og Marta fyrst heim í Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2019 17:30 Óli og Marta voru glæsileg á sviðinu þrátt fyrir að hafa verið send heim í kvöld. Vísir/M. Flóvent Fyrsta parið til að vera sent heim í Allir geta dansað voru þau Ólafur Örn Ólafsson og Marta Carrasco. Þau fengu fæst stig frá dómurunum og símakosningin náði ekki að bjarga þeim. Dönsuðu þau Quickstep við lagið Waterloo. Óli og Marta voru að vonum vonsvikin með úrslit kvöldins. „Þetta voru mikil vonbrigði að detta út strax,“ sagði Óli þegar kynnarnir Auddi og Sigrún óskuðu eftir viðbrögðum. Marta leit á björtu hliðarnar og ætlar að halda áfram að dansa með Óla. „Ég dreg Óla bara með mér á salsa kvöld,“ sagði hún með sínu geislandi brosi. Dómararnir voru sammála um að Óli og Marta hafi sýnt miklar framfarir. Jóhann Gunnar Arnarson sagði um atriði þeirra: „Miklu betra en síðast, glæsilega gert. Atriðið var skemmtilegt. Ánægður að sjá vinnuna sem þið lögðuð í haldið. Skemmtilegt atriði og þið gerðuð úr þessu leikþátt.“ Selma Björnsdóttir var sammála framförunum og sagði að Óli hafi slept fram af sér beislinu. „Metnaðurinn og fókusinn góður, ánægð hvað þið hafið lagt á ykkur,“ sagði Karen Reeve. Öll gáfu þau Óla og Mörtu fimm í einkunn. Þau fengu því samtals 24 stig frá dómurum frá fyrsta þætti og þætti kvöldsins.Þema þáttarins var ABBA og dönsuðu því öll pörin við lög frá þessari vinsælu hljómsveit. Allur ágóði af símakosningunni mun renna til LÍF sem er Styrktarfélag kvennadeildar Landspítala. Í næstu þáttum mun allur ágóði af símakosningunni einnig renna til góðs málefnis. Næsti þáttur verður föstudaginn 13. desember og munu níu pör stíga á svið. Búst má við því að æfingar fari á fullt strax á morgun því ekkert par vill vera sent heim. Hér að neðan má sjá textalýsingu kvöldsins frá Glimmerhöllinni í Gufunesi.
Fyrsta parið til að vera sent heim í Allir geta dansað voru þau Ólafur Örn Ólafsson og Marta Carrasco. Þau fengu fæst stig frá dómurunum og símakosningin náði ekki að bjarga þeim. Dönsuðu þau Quickstep við lagið Waterloo. Óli og Marta voru að vonum vonsvikin með úrslit kvöldins. „Þetta voru mikil vonbrigði að detta út strax,“ sagði Óli þegar kynnarnir Auddi og Sigrún óskuðu eftir viðbrögðum. Marta leit á björtu hliðarnar og ætlar að halda áfram að dansa með Óla. „Ég dreg Óla bara með mér á salsa kvöld,“ sagði hún með sínu geislandi brosi. Dómararnir voru sammála um að Óli og Marta hafi sýnt miklar framfarir. Jóhann Gunnar Arnarson sagði um atriði þeirra: „Miklu betra en síðast, glæsilega gert. Atriðið var skemmtilegt. Ánægður að sjá vinnuna sem þið lögðuð í haldið. Skemmtilegt atriði og þið gerðuð úr þessu leikþátt.“ Selma Björnsdóttir var sammála framförunum og sagði að Óli hafi slept fram af sér beislinu. „Metnaðurinn og fókusinn góður, ánægð hvað þið hafið lagt á ykkur,“ sagði Karen Reeve. Öll gáfu þau Óla og Mörtu fimm í einkunn. Þau fengu því samtals 24 stig frá dómurum frá fyrsta þætti og þætti kvöldsins.Þema þáttarins var ABBA og dönsuðu því öll pörin við lög frá þessari vinsælu hljómsveit. Allur ágóði af símakosningunni mun renna til LÍF sem er Styrktarfélag kvennadeildar Landspítala. Í næstu þáttum mun allur ágóði af símakosningunni einnig renna til góðs málefnis. Næsti þáttur verður föstudaginn 13. desember og munu níu pör stíga á svið. Búst má við því að æfingar fari á fullt strax á morgun því ekkert par vill vera sent heim. Hér að neðan má sjá textalýsingu kvöldsins frá Glimmerhöllinni í Gufunesi.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30 Allir geta dansað fór vel af stað Önnur þáttaröð af Allir geta dansað hófst í Gufunesi í kvöld. Tíu pör stigu á svið og voru þau hvert öðru glæsilegra. 29. nóvember 2019 22:00 Stjörnurnar úr síðustu þáttaröð sneru aftur á dansgólfið Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hóf göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik í gærkvöldi. 30. nóvember 2019 12:08 Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30
Allir geta dansað fór vel af stað Önnur þáttaröð af Allir geta dansað hófst í Gufunesi í kvöld. Tíu pör stigu á svið og voru þau hvert öðru glæsilegra. 29. nóvember 2019 22:00
Stjörnurnar úr síðustu þáttaröð sneru aftur á dansgólfið Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hóf göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik í gærkvöldi. 30. nóvember 2019 12:08