Óli og Marta fyrst heim í Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2019 17:30 Óli og Marta voru glæsileg á sviðinu þrátt fyrir að hafa verið send heim í kvöld. Vísir/M. Flóvent Fyrsta parið til að vera sent heim í Allir geta dansað voru þau Ólafur Örn Ólafsson og Marta Carrasco. Þau fengu fæst stig frá dómurunum og símakosningin náði ekki að bjarga þeim. Dönsuðu þau Quickstep við lagið Waterloo. Óli og Marta voru að vonum vonsvikin með úrslit kvöldins. „Þetta voru mikil vonbrigði að detta út strax,“ sagði Óli þegar kynnarnir Auddi og Sigrún óskuðu eftir viðbrögðum. Marta leit á björtu hliðarnar og ætlar að halda áfram að dansa með Óla. „Ég dreg Óla bara með mér á salsa kvöld,“ sagði hún með sínu geislandi brosi. Dómararnir voru sammála um að Óli og Marta hafi sýnt miklar framfarir. Jóhann Gunnar Arnarson sagði um atriði þeirra: „Miklu betra en síðast, glæsilega gert. Atriðið var skemmtilegt. Ánægður að sjá vinnuna sem þið lögðuð í haldið. Skemmtilegt atriði og þið gerðuð úr þessu leikþátt.“ Selma Björnsdóttir var sammála framförunum og sagði að Óli hafi slept fram af sér beislinu. „Metnaðurinn og fókusinn góður, ánægð hvað þið hafið lagt á ykkur,“ sagði Karen Reeve. Öll gáfu þau Óla og Mörtu fimm í einkunn. Þau fengu því samtals 24 stig frá dómurum frá fyrsta þætti og þætti kvöldsins.Þema þáttarins var ABBA og dönsuðu því öll pörin við lög frá þessari vinsælu hljómsveit. Allur ágóði af símakosningunni mun renna til LÍF sem er Styrktarfélag kvennadeildar Landspítala. Í næstu þáttum mun allur ágóði af símakosningunni einnig renna til góðs málefnis. Næsti þáttur verður föstudaginn 13. desember og munu níu pör stíga á svið. Búst má við því að æfingar fari á fullt strax á morgun því ekkert par vill vera sent heim. Hér að neðan má sjá textalýsingu kvöldsins frá Glimmerhöllinni í Gufunesi.
Fyrsta parið til að vera sent heim í Allir geta dansað voru þau Ólafur Örn Ólafsson og Marta Carrasco. Þau fengu fæst stig frá dómurunum og símakosningin náði ekki að bjarga þeim. Dönsuðu þau Quickstep við lagið Waterloo. Óli og Marta voru að vonum vonsvikin með úrslit kvöldins. „Þetta voru mikil vonbrigði að detta út strax,“ sagði Óli þegar kynnarnir Auddi og Sigrún óskuðu eftir viðbrögðum. Marta leit á björtu hliðarnar og ætlar að halda áfram að dansa með Óla. „Ég dreg Óla bara með mér á salsa kvöld,“ sagði hún með sínu geislandi brosi. Dómararnir voru sammála um að Óli og Marta hafi sýnt miklar framfarir. Jóhann Gunnar Arnarson sagði um atriði þeirra: „Miklu betra en síðast, glæsilega gert. Atriðið var skemmtilegt. Ánægður að sjá vinnuna sem þið lögðuð í haldið. Skemmtilegt atriði og þið gerðuð úr þessu leikþátt.“ Selma Björnsdóttir var sammála framförunum og sagði að Óli hafi slept fram af sér beislinu. „Metnaðurinn og fókusinn góður, ánægð hvað þið hafið lagt á ykkur,“ sagði Karen Reeve. Öll gáfu þau Óla og Mörtu fimm í einkunn. Þau fengu því samtals 24 stig frá dómurum frá fyrsta þætti og þætti kvöldsins.Þema þáttarins var ABBA og dönsuðu því öll pörin við lög frá þessari vinsælu hljómsveit. Allur ágóði af símakosningunni mun renna til LÍF sem er Styrktarfélag kvennadeildar Landspítala. Í næstu þáttum mun allur ágóði af símakosningunni einnig renna til góðs málefnis. Næsti þáttur verður föstudaginn 13. desember og munu níu pör stíga á svið. Búst má við því að æfingar fari á fullt strax á morgun því ekkert par vill vera sent heim. Hér að neðan má sjá textalýsingu kvöldsins frá Glimmerhöllinni í Gufunesi.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30 Allir geta dansað fór vel af stað Önnur þáttaröð af Allir geta dansað hófst í Gufunesi í kvöld. Tíu pör stigu á svið og voru þau hvert öðru glæsilegra. 29. nóvember 2019 22:00 Stjörnurnar úr síðustu þáttaröð sneru aftur á dansgólfið Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hóf göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik í gærkvöldi. 30. nóvember 2019 12:08 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Sjá meira
Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30
Allir geta dansað fór vel af stað Önnur þáttaröð af Allir geta dansað hófst í Gufunesi í kvöld. Tíu pör stigu á svið og voru þau hvert öðru glæsilegra. 29. nóvember 2019 22:00
Stjörnurnar úr síðustu þáttaröð sneru aftur á dansgólfið Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hóf göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik í gærkvöldi. 30. nóvember 2019 12:08