Sam Kerr best í heimi og Sara Björk númer 52 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 13:30 Sara Björk Gunnarsdóttir. Getty/ TF-Images Sara Björk Gunnarsdóttir er 52. besta knattspyrnukona heims í dag ef marka má samantekt Guardian sem setti saman lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims. 26 ára Ástrali er sú besta í heimi en ekki þær sem hafa fengið Gullboltann undanfarin tvö ár, Megan Rapinoe og Ada Hegerberg. Sara Björk dettur niður um 21 sæti á listanum en hún var í 31. sætinu í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er ekki með fimmtíu bestu síðan að Guardian fór að taka saman lista sinn yfir bestu knattspyrnukonur heims.The 100 best female footballers in the world for 2019 https://t.co/sxwpu9b9Kdpic.twitter.com/35RhkXXVf8 — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019„Þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur búið sér til flott orðspor sem traustur, áreiðanlegur og klassískur miðjumaður sem hefur í fjölda ára verið máttarstólpi í einu besta liði Evrópu. Gunnarsdóttir hefur síðan bætt því við sinn leik að hún er farinn að skora meira af mörkum. Hún fékk góða hvíld í sumar meðan margar aðrar voru á HM og mætti því fersk inn í nýtt tímabil,“ segir meðal annars í umfjölluninni um Söru. „Sara hefur þegar skorað sex mörk á tímabilinu og Wolfsburg liðið er áfram í fararbroddi í Þýskalandi og á líka góða möguleika á því að fara langt í Meistaradeildinni þar sem Sara er í forystuhlutverki.,“ segir í samantekt Guardian um Söru.Sam Kerr sees off competition to be voted best female footballer in the world. By @RichJLavertyhttps://t.co/tCeSeEj84w — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019 Guardian valdi hina áströlsku Sam Kerr sem þá bestu í heimi en hún hefur verið markahæsti leikmaðurinn í tveimur deildum á síðustu árum. Hún skoraði 18 mörk í bandarísku deildinni fyrir Chicago Red Stars og raðaði líka inn mörkum með Perth Glory í áströlsku deildinni. Hlutirnir hafa hins vegar ekki alveg gengið upp hjá henni með ástralska landsliðinu sem á mestan þátt í því að hún var ekki ofar í kjörinu á bestu knattspyrnukonu heims. Sam Kerr ætlar nú að breyta til og spila bara með einu liði á árinu 2020 en hún hefur samið við enska félagið Chelsea. Í næstu sætum eru enski bakvörðurinn Lucy Bronze sem spilar með Lyon í Frakklandi, Megan Rapinoe, sem fékk Gullboltann og vann öll helstu einstaklingsverðlaunin á árinu 2019 og svo norski framherjinn Ada Hegerberg hjá Lyon sem fékk Gullboltann 2018. Fimmta er síðan franski miðjumaðurinn Amandine Henry hjá Lyon. Fjórir liðsfélagar Söru hjá Wolfsburg er á undan Söru á lista Guardian. Hin danska Pernille Harder er í áttunda sætinu, hin þýska Alex Popp er í 23. sæti, hin pólska Ewa Pajor er í 36. sæti og sænski markvörðurinn Hedvig Lindahl er í 44. sætinu. EM 2021 í Englandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er 52. besta knattspyrnukona heims í dag ef marka má samantekt Guardian sem setti saman lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims. 26 ára Ástrali er sú besta í heimi en ekki þær sem hafa fengið Gullboltann undanfarin tvö ár, Megan Rapinoe og Ada Hegerberg. Sara Björk dettur niður um 21 sæti á listanum en hún var í 31. sætinu í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er ekki með fimmtíu bestu síðan að Guardian fór að taka saman lista sinn yfir bestu knattspyrnukonur heims.The 100 best female footballers in the world for 2019 https://t.co/sxwpu9b9Kdpic.twitter.com/35RhkXXVf8 — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019„Þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur búið sér til flott orðspor sem traustur, áreiðanlegur og klassískur miðjumaður sem hefur í fjölda ára verið máttarstólpi í einu besta liði Evrópu. Gunnarsdóttir hefur síðan bætt því við sinn leik að hún er farinn að skora meira af mörkum. Hún fékk góða hvíld í sumar meðan margar aðrar voru á HM og mætti því fersk inn í nýtt tímabil,“ segir meðal annars í umfjölluninni um Söru. „Sara hefur þegar skorað sex mörk á tímabilinu og Wolfsburg liðið er áfram í fararbroddi í Þýskalandi og á líka góða möguleika á því að fara langt í Meistaradeildinni þar sem Sara er í forystuhlutverki.,“ segir í samantekt Guardian um Söru.Sam Kerr sees off competition to be voted best female footballer in the world. By @RichJLavertyhttps://t.co/tCeSeEj84w — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019 Guardian valdi hina áströlsku Sam Kerr sem þá bestu í heimi en hún hefur verið markahæsti leikmaðurinn í tveimur deildum á síðustu árum. Hún skoraði 18 mörk í bandarísku deildinni fyrir Chicago Red Stars og raðaði líka inn mörkum með Perth Glory í áströlsku deildinni. Hlutirnir hafa hins vegar ekki alveg gengið upp hjá henni með ástralska landsliðinu sem á mestan þátt í því að hún var ekki ofar í kjörinu á bestu knattspyrnukonu heims. Sam Kerr ætlar nú að breyta til og spila bara með einu liði á árinu 2020 en hún hefur samið við enska félagið Chelsea. Í næstu sætum eru enski bakvörðurinn Lucy Bronze sem spilar með Lyon í Frakklandi, Megan Rapinoe, sem fékk Gullboltann og vann öll helstu einstaklingsverðlaunin á árinu 2019 og svo norski framherjinn Ada Hegerberg hjá Lyon sem fékk Gullboltann 2018. Fimmta er síðan franski miðjumaðurinn Amandine Henry hjá Lyon. Fjórir liðsfélagar Söru hjá Wolfsburg er á undan Söru á lista Guardian. Hin danska Pernille Harder er í áttunda sætinu, hin þýska Alex Popp er í 23. sæti, hin pólska Ewa Pajor er í 36. sæti og sænski markvörðurinn Hedvig Lindahl er í 44. sætinu.
EM 2021 í Englandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Sjá meira