Dagur íslenskrar tónlistar: „Einn af hornsteinum samfélags okkar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 14:30 Fjölmargir létu sjá sig í Iðnó í dag. Mengi, Gerður G. Bjarklind, Bjarni Benediktsson og Icelandair voru viðurkennd fyrir stuðning við íslenska tónlist. Samtónn Gerður G. Bjarklind hlaut heiðursverðlaun SAMTÓNS á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó í dag en sérstök athöfn var í beinni á Vísi klukkan hálf tólf fyrir hádegi. SAMTÓNN, Samtök rétthafa íslenskrar tónlistar, standa árlega fyrir Degi íslenskrar tónlistar og veita verðlaun þeim sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð, atfylgi og almennum stuðningi við íslenska tónlist. Gerður hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar um áratuga skeið, m.a. fyrir vandaða og innihaldsríka dagsrárgerð. Gerði var óskað innilega til hamingju með þann verðskuldaða heiður sem þessi verðlaun spegla. Þá voru í dag einnig afhent Hvatningarverðlaun SAMTÓNS. Það var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem hlaut þau fyrir að vera fyrsti ráðherra heims til að viðurkenna höfundarrétt til jafns við annan eignarétt. Jafnframt var tekið til þess að Bjarni studdi dyggilega við stofnun Endurgreiðslusjóðs hljóðrita, þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum, stofnun nýs Hljóðritasjóðstil viðhalds hljóðritunar- og útgáfustarfi á Íslandi, sem og endurreisn Innheimtumiðstöðvar IHMsem tryggir höfundum greiðslur fyrir eintakagerð af höfundarvörðu efni. Hér að neðan má sjá útsendinguna í heild sinni. Endurspeglar virðingu fyrir starfi listafólks „Ég er þakklátur fyrir þessa viðurkenningu. Þetta er árangur sem hefur náðst vegna góðs samstarfs ólíkra geira, listafólks, fjármálaráðuneytisins og Alþingis. Þetta samstarf og niðurstaða þess endurspeglar virðingu fyrir starfi íslensks listafólks og vilja ríkisvaldsins til að gera ekki upp á milli ólíkra greina eignaréttarins, hvort sem um er að ræða hugverk eða tréverk,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar tók við verðlaununum. Einnig voru veitt Útflutningsverðlaun SAMTÓNS en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tók á móti Útflutningsverðlaununum fyrir viðvarandi stuðning við íslenska tónlist og tónlistarfólk, m.a. á vettvangi Músíktilrauna, Reykjavíkur - Loftbrúar, In Flight Entertainment - IFE - og Iceland Airwaves. Bjarni Gaukur veitti Nýsköpunarverðlaununum móttöku. „Við erum þakklát fyrir þann heiður sem Icelandair er sýndur með þessum verðlaunum. Við höfum ávallt lagt mikla áherslu á að styðja við íslenska menningu og þar hefur íslensk tónlist spilað veigamikið hlutverk. Kjarninn í stefnu félagsins er að koma hinum sanna íslenska anda á framfæri alþjóðlega – og hann endurspeglast svo sannarlega í íslenskri tónlist og okkar hæfileikaríka tónlistarfólki,“ sagði Bogi. Það var athafnamaðurinn Bjarni Gaukur sem veitti Nýsköpunarverðlaununum móttöku fyrir að hafa komið á fót og tryggt áralanga starfsemi tónleika- og listhússins MENGIs við Óðinsgötu, þar sem lögð er sérstök og aðdáunarverð rækt við framsækna tónlist og menningu. „Að hljóta þessa viðurkenningu eru óvæntar en ánægjulegar fréttir sem hvetja okkur sem að Mengi stöndum til dáða. Tónlist, sem og aðrar listir, er einn af hornsteinum samfélags okkar og mikilvægt að við hlúum að henni. Það höfum við reynt að gera síðustu 6 ár og munum halda því ótrauð áfram,“ sagði Bjarni Gaukur Sigurðsson, stofnandi Mengis. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá athöfninni. Raggi Bjarna og Eyþór Ingi tóku lagið.Flottir félagarnir. Eyþór Ingi og Ragnar Bjarnason.Matthildur og Auðunn Lúthersson komu fram.Gerður G. Bjarklind fékk verðlaun í hádeginu. Hana má sjá hér til vinstri.Andrea Jónsdóttir lét sig ekki vanta.Fjölmiðlarnir voru allir mættir. Gunnar Hansson og Guðrún Gunnarsdóttir þar á meðal.Jakob Frímann stjórnaði dagskránni.Birna Ósk Hansdóttir og Logi Pedro hjá 101 Radio.Steinunn Camilla Stones mætti.Auður kom fram og negldi lagið Enginn eins og þú.Setið var til borðs.Högni Egilsson einbeittur að fylgjast með. Með honum er Sölvi Blöndal.Bjarni Ben og Svanhildur Hólm með símann á lofti.Gerður mjög sátt með sitt. Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Gerður G. Bjarklind hlaut heiðursverðlaun SAMTÓNS á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó í dag en sérstök athöfn var í beinni á Vísi klukkan hálf tólf fyrir hádegi. SAMTÓNN, Samtök rétthafa íslenskrar tónlistar, standa árlega fyrir Degi íslenskrar tónlistar og veita verðlaun þeim sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð, atfylgi og almennum stuðningi við íslenska tónlist. Gerður hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar um áratuga skeið, m.a. fyrir vandaða og innihaldsríka dagsrárgerð. Gerði var óskað innilega til hamingju með þann verðskuldaða heiður sem þessi verðlaun spegla. Þá voru í dag einnig afhent Hvatningarverðlaun SAMTÓNS. Það var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem hlaut þau fyrir að vera fyrsti ráðherra heims til að viðurkenna höfundarrétt til jafns við annan eignarétt. Jafnframt var tekið til þess að Bjarni studdi dyggilega við stofnun Endurgreiðslusjóðs hljóðrita, þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum, stofnun nýs Hljóðritasjóðstil viðhalds hljóðritunar- og útgáfustarfi á Íslandi, sem og endurreisn Innheimtumiðstöðvar IHMsem tryggir höfundum greiðslur fyrir eintakagerð af höfundarvörðu efni. Hér að neðan má sjá útsendinguna í heild sinni. Endurspeglar virðingu fyrir starfi listafólks „Ég er þakklátur fyrir þessa viðurkenningu. Þetta er árangur sem hefur náðst vegna góðs samstarfs ólíkra geira, listafólks, fjármálaráðuneytisins og Alþingis. Þetta samstarf og niðurstaða þess endurspeglar virðingu fyrir starfi íslensks listafólks og vilja ríkisvaldsins til að gera ekki upp á milli ólíkra greina eignaréttarins, hvort sem um er að ræða hugverk eða tréverk,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar tók við verðlaununum. Einnig voru veitt Útflutningsverðlaun SAMTÓNS en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tók á móti Útflutningsverðlaununum fyrir viðvarandi stuðning við íslenska tónlist og tónlistarfólk, m.a. á vettvangi Músíktilrauna, Reykjavíkur - Loftbrúar, In Flight Entertainment - IFE - og Iceland Airwaves. Bjarni Gaukur veitti Nýsköpunarverðlaununum móttöku. „Við erum þakklát fyrir þann heiður sem Icelandair er sýndur með þessum verðlaunum. Við höfum ávallt lagt mikla áherslu á að styðja við íslenska menningu og þar hefur íslensk tónlist spilað veigamikið hlutverk. Kjarninn í stefnu félagsins er að koma hinum sanna íslenska anda á framfæri alþjóðlega – og hann endurspeglast svo sannarlega í íslenskri tónlist og okkar hæfileikaríka tónlistarfólki,“ sagði Bogi. Það var athafnamaðurinn Bjarni Gaukur sem veitti Nýsköpunarverðlaununum móttöku fyrir að hafa komið á fót og tryggt áralanga starfsemi tónleika- og listhússins MENGIs við Óðinsgötu, þar sem lögð er sérstök og aðdáunarverð rækt við framsækna tónlist og menningu. „Að hljóta þessa viðurkenningu eru óvæntar en ánægjulegar fréttir sem hvetja okkur sem að Mengi stöndum til dáða. Tónlist, sem og aðrar listir, er einn af hornsteinum samfélags okkar og mikilvægt að við hlúum að henni. Það höfum við reynt að gera síðustu 6 ár og munum halda því ótrauð áfram,“ sagði Bjarni Gaukur Sigurðsson, stofnandi Mengis. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá athöfninni. Raggi Bjarna og Eyþór Ingi tóku lagið.Flottir félagarnir. Eyþór Ingi og Ragnar Bjarnason.Matthildur og Auðunn Lúthersson komu fram.Gerður G. Bjarklind fékk verðlaun í hádeginu. Hana má sjá hér til vinstri.Andrea Jónsdóttir lét sig ekki vanta.Fjölmiðlarnir voru allir mættir. Gunnar Hansson og Guðrún Gunnarsdóttir þar á meðal.Jakob Frímann stjórnaði dagskránni.Birna Ósk Hansdóttir og Logi Pedro hjá 101 Radio.Steinunn Camilla Stones mætti.Auður kom fram og negldi lagið Enginn eins og þú.Setið var til borðs.Högni Egilsson einbeittur að fylgjast með. Með honum er Sölvi Blöndal.Bjarni Ben og Svanhildur Hólm með símann á lofti.Gerður mjög sátt með sitt.
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira