Anton eftir þriggja Íslandsmeta daginn: „Aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2019 19:08 Anton Sveinn var ánægður með dagsverkið. vísir/anton Anton Sveinn McKee gleymir þriðjudeginum 4. desember 2019 eflaust ekki í bráð. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag. Anton setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi 15. desember á HM í 25 metra laug í fyrra. Hann þríbætti það í dag og metið er nú 26,14 sekúndur. Ekki nóg með það heldur jafnaði Anton einnig Norðurlandametið í greininni sem er ekki sú sem hann leggur mesta áherslu á. „Ég er rosalega sáttur með þetta, sérstaklega miðað við að ég æfi nánast bara fyrir 200 metra. Þetta er geggjuð byrjun og sýnir að ég er með hraða,“ sagði Anton í samtali við Vísi skömmu eftir úrslitasundið þar sem hann endaði í 7. sæti. Rússinn Vladimir Morozov varð Evrópumeistari en hann synti á 25,51 sekúndu. „Þetta eykur sjálfstraustið fyrir morgundaginn. Það var fáránlega gaman að keppa og bæta sig í hverju sundi. Þetta er allt á réttri leið.“ Engin pressaÍ undanrásunum synti Anton á 26,43 sekúndum og í undanúrslitunum kom hann í bakkann á 26,28 sekúndum. Hann setti svo þriðja Íslandsmetið í úrslitasundinu. „Þetta er gott stökk og gefur manni sjálfstraust. Maður sér að það skilar sér að geta eingöngu einbeitt sér að sundinu og helgað sig því. Ég hef aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður,“ sagði Anton. „Markmiðið var að komast undir 26 sekúndur en það verður að bíða fram á næsta ár. Ég æfi miklu meira fyrir 200 metrana. Það var engin pressa á mér og ætlaði bara að hafa gaman og njóta þess.“ Gott að vita af hraðanumÁ morgun keppir Anton í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. Á föstudaginn er svo komið að 100 metra bringusundi. „Ég æfi aðallega fyrir 200 metrana og er með mikið úthald. Ég æfi spretti ekki mikið en það er gott að vita að maður sé með svona hraða í byrjun móts. Þetta lofar góðu fyrir sundin þar sem maður tekur lengri tök og er ekki á jafn miklum spretti,“ sagði Anton að endingu. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30 Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10 Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Anton Sveinn McKee gleymir þriðjudeginum 4. desember 2019 eflaust ekki í bráð. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag. Anton setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi 15. desember á HM í 25 metra laug í fyrra. Hann þríbætti það í dag og metið er nú 26,14 sekúndur. Ekki nóg með það heldur jafnaði Anton einnig Norðurlandametið í greininni sem er ekki sú sem hann leggur mesta áherslu á. „Ég er rosalega sáttur með þetta, sérstaklega miðað við að ég æfi nánast bara fyrir 200 metra. Þetta er geggjuð byrjun og sýnir að ég er með hraða,“ sagði Anton í samtali við Vísi skömmu eftir úrslitasundið þar sem hann endaði í 7. sæti. Rússinn Vladimir Morozov varð Evrópumeistari en hann synti á 25,51 sekúndu. „Þetta eykur sjálfstraustið fyrir morgundaginn. Það var fáránlega gaman að keppa og bæta sig í hverju sundi. Þetta er allt á réttri leið.“ Engin pressaÍ undanrásunum synti Anton á 26,43 sekúndum og í undanúrslitunum kom hann í bakkann á 26,28 sekúndum. Hann setti svo þriðja Íslandsmetið í úrslitasundinu. „Þetta er gott stökk og gefur manni sjálfstraust. Maður sér að það skilar sér að geta eingöngu einbeitt sér að sundinu og helgað sig því. Ég hef aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður,“ sagði Anton. „Markmiðið var að komast undir 26 sekúndur en það verður að bíða fram á næsta ár. Ég æfi miklu meira fyrir 200 metrana. Það var engin pressa á mér og ætlaði bara að hafa gaman og njóta þess.“ Gott að vita af hraðanumÁ morgun keppir Anton í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. Á föstudaginn er svo komið að 100 metra bringusundi. „Ég æfi aðallega fyrir 200 metrana og er með mikið úthald. Ég æfi spretti ekki mikið en það er gott að vita að maður sé með svona hraða í byrjun móts. Þetta lofar góðu fyrir sundin þar sem maður tekur lengri tök og er ekki á jafn miklum spretti,“ sagði Anton að endingu.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30 Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10 Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30
Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10
Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12