Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Andri Eysteinsson skrifar 4. desember 2019 19:02 Starfsmönnum voru boðnir þrír kostir. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Ölgerðarinnar stóðu frammi fyrir þremur kostum, ganga úr VR og í Eflingu, halda áfram að greiða í VR en vinna eftir kjarasamningi Eflingar, eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þetta sýnir bréf sem þeim var afhent og fréttastofa hefur undir höndum. Bréfið má sjá neðst í fréttinni. Beðnir um að haka við einn reit af þremur Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. Í bréfinu segir að Ölgerðin segi upp ákvæði ráðningarsamnings starfsmanns sem kveður á um réttindi og skyldur. Nýtt ákvæði taki gildi 1.mars 2020 eftir þriggja mánaða uppsagnarfrest núgildandi ákvæðis. Í nýja ákvæðinu segir: „Um réttindi og skyldur, s.s. uppsagnarfrestur, orlof, almennar launahækkanir og veikindagreiðslur, fer að öðru leyti skv. Kjarasamningi Eflingar og SA.“ Starfsmenn voru þá beðnir um að haka í einn af þremur reitum, sú málsgrein sem hakað yrði við gildi. Kostirnir þrír voru eftirfarandi: 1. Þrátt fyrir ofangreindan uppsagnarfrest ákvæðisins eru aðilar sammála um að ofangreindar breytingar taki gildi nú þegar (1.desember 2019). 2. Starfsmaður samþykkir ekki að breytingar taki gildi nú þegar og óskar eftir að vinna lögbundinn uppsagnarfrest skv. gildandi ákvæði áður en nýtt ákvæði tekur gildi. 3. Starfsmaður samþykkir ekki ofangreindar breytingar og lítur svo á að verið sé að segja upp ráðningarsamningnum í heild sinni með ofangreindum uppsagnarfresti. Mun starfsmaður þá ljúka störfum að uppsagnarfresti liðnum. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar baðst Ölgerðin velvirðingar á því hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti. Unnið hafi verið að því að starfsmenn í sömu deildum njóti sömu réttinda og skyldna.Bréfið sem á annan tug starfsmanna hjá Ölgerðinni voru beðnir um að skrifa undir. Þeir neituðu að skrifa undir.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Starfsmenn Ölgerðarinnar stóðu frammi fyrir þremur kostum, ganga úr VR og í Eflingu, halda áfram að greiða í VR en vinna eftir kjarasamningi Eflingar, eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þetta sýnir bréf sem þeim var afhent og fréttastofa hefur undir höndum. Bréfið má sjá neðst í fréttinni. Beðnir um að haka við einn reit af þremur Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. Í bréfinu segir að Ölgerðin segi upp ákvæði ráðningarsamnings starfsmanns sem kveður á um réttindi og skyldur. Nýtt ákvæði taki gildi 1.mars 2020 eftir þriggja mánaða uppsagnarfrest núgildandi ákvæðis. Í nýja ákvæðinu segir: „Um réttindi og skyldur, s.s. uppsagnarfrestur, orlof, almennar launahækkanir og veikindagreiðslur, fer að öðru leyti skv. Kjarasamningi Eflingar og SA.“ Starfsmenn voru þá beðnir um að haka í einn af þremur reitum, sú málsgrein sem hakað yrði við gildi. Kostirnir þrír voru eftirfarandi: 1. Þrátt fyrir ofangreindan uppsagnarfrest ákvæðisins eru aðilar sammála um að ofangreindar breytingar taki gildi nú þegar (1.desember 2019). 2. Starfsmaður samþykkir ekki að breytingar taki gildi nú þegar og óskar eftir að vinna lögbundinn uppsagnarfrest skv. gildandi ákvæði áður en nýtt ákvæði tekur gildi. 3. Starfsmaður samþykkir ekki ofangreindar breytingar og lítur svo á að verið sé að segja upp ráðningarsamningnum í heild sinni með ofangreindum uppsagnarfresti. Mun starfsmaður þá ljúka störfum að uppsagnarfresti liðnum. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar baðst Ölgerðin velvirðingar á því hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti. Unnið hafi verið að því að starfsmenn í sömu deildum njóti sömu réttinda og skyldna.Bréfið sem á annan tug starfsmanna hjá Ölgerðinni voru beðnir um að skrifa undir. Þeir neituðu að skrifa undir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05
Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15