Ekki bótaskylt vegna tugmilljóna fjárdráttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2019 09:15 Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur verið sýknað af 50 milljóna bótakröfu Byggingarfélagsins Hyrnu á Akureyri. Stjórnendur Hyrnu töldu að KPMG væri bótaskylt þar sem endurskoðun reikninga hafi verið ófullnægjandi, ekki hafi komist upp um rúmlega 50 milljóna fjárdrátt fyrrverandi fjármálastjóra Hyrnu á fimmtán ára tímabili fyrr en raun bar vitni.Fjármálastjóri Hyrnuvar dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra árið 2016fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún frá árinu 2000 til 2015 dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu, rétt rúmar fimmtíu milljónir króna.Skömmu eftir að fjárdrátturinn komst upp sendi Hyrna bréf til KPMG þar sem krafist var bóta. Byggt var á því að endurskoðun KPMG á ársreikningi Hyrnu hefði verið ófullnægjandi og það leitt til tjóns félagsins. KPMG hafnaði kröfunni og tók fram að ekki hefði verið sýnt fram á að endurskoðunaraðgerðum hefði verið ábótavant umrædd ár.Byggði Hyrna mál sitt meðal annars á því að endurskoðendur KPMG hefðu átt að verða varir við fjárdráttinn þegar árleg endurskoðun á reikninum félagsins stóð yfir. KPMG benti hins vegar á að félagið hafi varað og vakið athygli stjórnenda Hyrnu á því að fjármálastjórinn annaðist bókhald, greiðslu reikninga og launaútreikninga.Vinnubrögð í samræmi við alþjóðlega staðlaÞá hafi fjárdráttur fjármálastjórans verið töluvert fyrir innan svokölluð mikilvægismörk, sú fjárhæð sem reikna má með að skekkjur eða villur samanlagt myndi og hægt sé að samþykkja án þess að óska eftir leiðréttingum á reikningsskilum.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að vinnubrögð KPMG hafi verið í „í samræmi við góða endurskoðunarvenju og þá alþjóðlegu endurskoðunarstaðla“ sem KPMG ber að fara eftir. Ekki hafi verið sýnt fram á að starfsmenn félagsins hafi brugðist skyldum sínum eða gert mistök við endurskoðun á ársreikningum Hyrnu á umræddu tímabili sem leitt geti til bótaskyldu.Var KPMG því sýknað af kröfum Hyrnu auk þess sem að byggingarfyrirtækið þarf að greiða KPMG 1,2 milljónir í málskostnað. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir 15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Dró sér 50 milljónir og millifærði á fyrirtæki sonar síns 8. júní 2016 09:42 Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur verið sýknað af 50 milljóna bótakröfu Byggingarfélagsins Hyrnu á Akureyri. Stjórnendur Hyrnu töldu að KPMG væri bótaskylt þar sem endurskoðun reikninga hafi verið ófullnægjandi, ekki hafi komist upp um rúmlega 50 milljóna fjárdrátt fyrrverandi fjármálastjóra Hyrnu á fimmtán ára tímabili fyrr en raun bar vitni.Fjármálastjóri Hyrnuvar dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra árið 2016fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún frá árinu 2000 til 2015 dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu, rétt rúmar fimmtíu milljónir króna.Skömmu eftir að fjárdrátturinn komst upp sendi Hyrna bréf til KPMG þar sem krafist var bóta. Byggt var á því að endurskoðun KPMG á ársreikningi Hyrnu hefði verið ófullnægjandi og það leitt til tjóns félagsins. KPMG hafnaði kröfunni og tók fram að ekki hefði verið sýnt fram á að endurskoðunaraðgerðum hefði verið ábótavant umrædd ár.Byggði Hyrna mál sitt meðal annars á því að endurskoðendur KPMG hefðu átt að verða varir við fjárdráttinn þegar árleg endurskoðun á reikninum félagsins stóð yfir. KPMG benti hins vegar á að félagið hafi varað og vakið athygli stjórnenda Hyrnu á því að fjármálastjórinn annaðist bókhald, greiðslu reikninga og launaútreikninga.Vinnubrögð í samræmi við alþjóðlega staðlaÞá hafi fjárdráttur fjármálastjórans verið töluvert fyrir innan svokölluð mikilvægismörk, sú fjárhæð sem reikna má með að skekkjur eða villur samanlagt myndi og hægt sé að samþykkja án þess að óska eftir leiðréttingum á reikningsskilum.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að vinnubrögð KPMG hafi verið í „í samræmi við góða endurskoðunarvenju og þá alþjóðlegu endurskoðunarstaðla“ sem KPMG ber að fara eftir. Ekki hafi verið sýnt fram á að starfsmenn félagsins hafi brugðist skyldum sínum eða gert mistök við endurskoðun á ársreikningum Hyrnu á umræddu tímabili sem leitt geti til bótaskyldu.Var KPMG því sýknað af kröfum Hyrnu auk þess sem að byggingarfyrirtækið þarf að greiða KPMG 1,2 milljónir í málskostnað.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir 15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Dró sér 50 milljónir og millifærði á fyrirtæki sonar síns 8. júní 2016 09:42 Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Dró sér 50 milljónir og millifærði á fyrirtæki sonar síns 8. júní 2016 09:42
Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27