Ábyrg fjármál Reykjavíkur og loftútreikningar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. desember 2019 17:30 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er til umræðu í dag. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir afgangi í rekstri borgarinnar, bæði A-hluta og samstæðu, þrátt fyrir að á milli umræðna hafi birst spár um meiri samdrátt í efnahagslífinu en áður hafði verið gert ráð fyrir. Meirihlutinn í borgastjórn vill mæta þessum samdrætti hagræðingarkröfu á rekstur og kraftmikla fjárfestingaráætlun sem verður 70% fjármögnuð með eigin fé og 30% með lántökum, þar sem haldið verður áfram með grænar og félagslegar lántökur á hagstæðum vöxtum. Við munum á næsta ári m.a. stíga stór skref til að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og fara í metnaðarfulla uppbyggingu íþróttarmannvirkja í Breiðholti og Úlfarsárdal. Fjármögnun Borgarlínu hefur verið tryggð og endurspeglar bæði fjárhagsáætlun 2020 og fimm ára áætlun til 2024 grænar áherslur þessa meirihluta.Einföldum, skýrum og skerpum Á þessu árum hefur meirihlutinn í borgarstjórn unnið að því að einfalda, skýra og skerpa stjórnkerfi borgarinnar, til að tryggja góða stjórnarhætti í öllum okkar rekstri. Við höfum skýrt umboð og ábyrgð, einfaldað boðleiðir og skerpt á hlutverki lykileininga í stjórnsýslu borgarinnar. Við viljum að ákvarðanatakan verði betri og áreiðanlegri. Um mitt þetta ár tók gildi nýtt skipulag Reykjavíkurborgar sem endurspeglar áherslur góðra stjórnarhátta og tekur innkaupamál borgarinnar föstum tökum. Þá var fjármálum borgarinnar og áhættustýringu gert hærra undir höfði til að tryggja agaða og góða fjármálastjórn, þar sem fjármunum er ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni og virkt eftirlit er með fjárfestingum og framkvæmdum. Borgarráð hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum. Nú eru viðaukar vegna fjármála lagðir fyrir reglulega til að tryggja góða yfirsýn allra í samræmi við þá ábyrgð sem borgarfulltrúar bera til að hafa eftirlit með fjármálum borgarinnar. Við munum halda áfram á þessari vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar með því að horfa á hvernig megi einfalda, skýra og skerpa stjórnsýslu Reykjavíkur á sama tíma og við viljum þjónustumiðaða, skemmtilega og lifandi borg.Loftútreikningar Sjálfstæðisflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins hélt því fram í Fréttablaðinu í morgun að Viðreisn hafi mistekist að halda uppi merkjum ábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem skuldir borgarinnar hafi aukist um margar Hörpur. Ef eitthvert sannleikskorn væri í þessum loftfimleikum oddvitans í útreikningum, þá gætu fulltrúar Viðreisnar mögulega tekið undir þessi orð. Þess í stað ætlum við að horfa á raunverulegar tölur sem sýna ábyrga fjármálstjórn, afgang af rekstri A-hluta og samstæðunnar í heild, hvernig varlegar verður farið í ný langtímalán og leiguskuldir en síðastliðin tvö ár. Þá verður einnig að hafa í huga að á árunum 2020 til 2024 verða afborganir lána og niðurgreiðsla skulda hærri en nýjar lántökur. Við munum á næsta ári, sem hingað til halda áfram á vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar, borgarbúum til heilla.Höfunduer er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er til umræðu í dag. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir afgangi í rekstri borgarinnar, bæði A-hluta og samstæðu, þrátt fyrir að á milli umræðna hafi birst spár um meiri samdrátt í efnahagslífinu en áður hafði verið gert ráð fyrir. Meirihlutinn í borgastjórn vill mæta þessum samdrætti hagræðingarkröfu á rekstur og kraftmikla fjárfestingaráætlun sem verður 70% fjármögnuð með eigin fé og 30% með lántökum, þar sem haldið verður áfram með grænar og félagslegar lántökur á hagstæðum vöxtum. Við munum á næsta ári m.a. stíga stór skref til að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og fara í metnaðarfulla uppbyggingu íþróttarmannvirkja í Breiðholti og Úlfarsárdal. Fjármögnun Borgarlínu hefur verið tryggð og endurspeglar bæði fjárhagsáætlun 2020 og fimm ára áætlun til 2024 grænar áherslur þessa meirihluta.Einföldum, skýrum og skerpum Á þessu árum hefur meirihlutinn í borgarstjórn unnið að því að einfalda, skýra og skerpa stjórnkerfi borgarinnar, til að tryggja góða stjórnarhætti í öllum okkar rekstri. Við höfum skýrt umboð og ábyrgð, einfaldað boðleiðir og skerpt á hlutverki lykileininga í stjórnsýslu borgarinnar. Við viljum að ákvarðanatakan verði betri og áreiðanlegri. Um mitt þetta ár tók gildi nýtt skipulag Reykjavíkurborgar sem endurspeglar áherslur góðra stjórnarhátta og tekur innkaupamál borgarinnar föstum tökum. Þá var fjármálum borgarinnar og áhættustýringu gert hærra undir höfði til að tryggja agaða og góða fjármálastjórn, þar sem fjármunum er ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni og virkt eftirlit er með fjárfestingum og framkvæmdum. Borgarráð hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum. Nú eru viðaukar vegna fjármála lagðir fyrir reglulega til að tryggja góða yfirsýn allra í samræmi við þá ábyrgð sem borgarfulltrúar bera til að hafa eftirlit með fjármálum borgarinnar. Við munum halda áfram á þessari vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar með því að horfa á hvernig megi einfalda, skýra og skerpa stjórnsýslu Reykjavíkur á sama tíma og við viljum þjónustumiðaða, skemmtilega og lifandi borg.Loftútreikningar Sjálfstæðisflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins hélt því fram í Fréttablaðinu í morgun að Viðreisn hafi mistekist að halda uppi merkjum ábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem skuldir borgarinnar hafi aukist um margar Hörpur. Ef eitthvert sannleikskorn væri í þessum loftfimleikum oddvitans í útreikningum, þá gætu fulltrúar Viðreisnar mögulega tekið undir þessi orð. Þess í stað ætlum við að horfa á raunverulegar tölur sem sýna ábyrga fjármálstjórn, afgang af rekstri A-hluta og samstæðunnar í heild, hvernig varlegar verður farið í ný langtímalán og leiguskuldir en síðastliðin tvö ár. Þá verður einnig að hafa í huga að á árunum 2020 til 2024 verða afborganir lána og niðurgreiðsla skulda hærri en nýjar lántökur. Við munum á næsta ári, sem hingað til halda áfram á vegferð ábyrgrar fjármálastjórnunar, borgarbúum til heilla.Höfunduer er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun