Rautt eða hvítt? Jóhanna Eyrún Torfadóttir skrifar 2. desember 2019 15:00 Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd. Jólaglöggin er hluti af aðventunni hjá mörgum og í nokkrum nýlegum jólalögum er sungið um áfengi sem hluta af jólunum. Dæmi um hvað áfengið hefur fengið mikið vægi í aðventu og jólahaldi er jólabjórinn sem hóf innreið sína í íslenska aðventu fyrir nokkrum árum síðan. Úrval jólabjóra hefur aukist frá ári til árs og í verslunum ÁTVR eru nú til sölu 78 tegundir af jólabjór! Neysla áfengis hefur aukist á Íslandi undanfarna áratugi en sölutölur frá árinu 1986 leiddu í ljós að hver íbúi keypti að meðaltali 4,5 lítra af hreinu áfengi það árið. Sú tala hafði hækkað upp í 7,5 lítra árið 2016.Tekin hafa verið af öll tvímæli um að neysla áfengis er ekki heilsubætandi. Sá litli ávinningur sem eitt vínglas á dag getur haft með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma þurrkast út meðal annars vegna aukinnar áhættu á krabbameinum. Áfengi er staðfestur áhættuþáttur fyrir krabbameinum í munni, koki og barkakýli, vélinda, lifur, maga, brjóstum, ristil og endaþarmi.Vita Íslendingar um áhættuna? Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið í apríl á þessu ári voru þátttakendur spurðir hvort þeir teldu að áfengisneysla hefði áhrif á líkurnar á krabbameini. Í ljós kom að nokkuð margir eða 41% töldu að líkurnar væru miklar. Þá töldu 39% þátttakenda að líkurnar væru í meðallagi og 19% töldu að um litlar líkur væri að ræða. Aðeins 2% töldu að það hefði engin áhrif á krabbameinslíkur að drekka áfengi. Þrátt fyrir að mörgum sé kunnugt um krabbameinsáhættu tengda áfengisneyslu fá Íslendingar sér í glas af og til. Til eru gögn um áfengisneyslu Íslendinga 18 ára og eldri frá árinu 2017 þar sem 31% segjast drekka 1 sinni í mánuði eða sjaldnar og 33% 2-4 sinnum í mánuði. Um 20% sögðust drekka 2 sinnum í viku eða oftar.Núvitund í drykkju? Nýlega birtist grein í Time um núvitund í drykkju. Þar er sagt frá æfingu í að vera meira til staðar þegar drukkið er áfengi, hugsa um þann drykk sem verið er að drekka en ekki næsta glas eða bjór. Þar er líka bent á að til að draga úr áfengisneyslu sé gott ráð að ákveða fyrirfram hversu mikið skuli drekka þegar farið er á mannamót þar sem áfengi er í boði. Þannig er jafnvel hægt að njóta stundarinnar enn betur og einbeita sér að góðum samtölum. Svo eru auðvitað óáfengir drykkir valkostur í þessum aðstæðum.Hitaeiningar í víni Ekki er hægt að fjalla um vín án þess að tala um hversu orkuríkt það er. Hvert gramm af áfengi gefur næstum helmingi fleiri hitaeiningar en sykur (7 á móti 4 hitaeiningum). Hér er hægt að sjá hversu margar hitaeiningar mismunandi víntegundir gefa.Góðar fyrirmyndir Vínglas af og til er líklega ekki skaðlegt fyrir fyrir þá sem það vilja þó að ekki séu til nein örugg mörk í neyslu á áfengi. Afar mikilvægt er að við séum öll meðvituð um að hófleg eða engin áfengisdrykkja er alltaf besti kosturinn með tilliti til heilsunnar og þá sérstaklega til að minnka líkur á krabbameinum. Við höfum öll hlutverki að gegna gagnvart yngri kynslóðum. Nýtum tækifærin sem gefast til að sýna að það þarf ekki alltaf að vera vín.Höfundur er sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.HeimildirEmbætti landlæknis. Áfengisnotkun – tölurGBD 2016 Alcohol Collaborators. Alcohol use and burden for 195 countries and territories, 1990–2016: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2016.Lancet. 2018World Cancer Research Fund. Continuous Update Project – Analysing research for cancer prevention and survival. Alcohol Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Jól Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd. Jólaglöggin er hluti af aðventunni hjá mörgum og í nokkrum nýlegum jólalögum er sungið um áfengi sem hluta af jólunum. Dæmi um hvað áfengið hefur fengið mikið vægi í aðventu og jólahaldi er jólabjórinn sem hóf innreið sína í íslenska aðventu fyrir nokkrum árum síðan. Úrval jólabjóra hefur aukist frá ári til árs og í verslunum ÁTVR eru nú til sölu 78 tegundir af jólabjór! Neysla áfengis hefur aukist á Íslandi undanfarna áratugi en sölutölur frá árinu 1986 leiddu í ljós að hver íbúi keypti að meðaltali 4,5 lítra af hreinu áfengi það árið. Sú tala hafði hækkað upp í 7,5 lítra árið 2016.Tekin hafa verið af öll tvímæli um að neysla áfengis er ekki heilsubætandi. Sá litli ávinningur sem eitt vínglas á dag getur haft með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma þurrkast út meðal annars vegna aukinnar áhættu á krabbameinum. Áfengi er staðfestur áhættuþáttur fyrir krabbameinum í munni, koki og barkakýli, vélinda, lifur, maga, brjóstum, ristil og endaþarmi.Vita Íslendingar um áhættuna? Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið í apríl á þessu ári voru þátttakendur spurðir hvort þeir teldu að áfengisneysla hefði áhrif á líkurnar á krabbameini. Í ljós kom að nokkuð margir eða 41% töldu að líkurnar væru miklar. Þá töldu 39% þátttakenda að líkurnar væru í meðallagi og 19% töldu að um litlar líkur væri að ræða. Aðeins 2% töldu að það hefði engin áhrif á krabbameinslíkur að drekka áfengi. Þrátt fyrir að mörgum sé kunnugt um krabbameinsáhættu tengda áfengisneyslu fá Íslendingar sér í glas af og til. Til eru gögn um áfengisneyslu Íslendinga 18 ára og eldri frá árinu 2017 þar sem 31% segjast drekka 1 sinni í mánuði eða sjaldnar og 33% 2-4 sinnum í mánuði. Um 20% sögðust drekka 2 sinnum í viku eða oftar.Núvitund í drykkju? Nýlega birtist grein í Time um núvitund í drykkju. Þar er sagt frá æfingu í að vera meira til staðar þegar drukkið er áfengi, hugsa um þann drykk sem verið er að drekka en ekki næsta glas eða bjór. Þar er líka bent á að til að draga úr áfengisneyslu sé gott ráð að ákveða fyrirfram hversu mikið skuli drekka þegar farið er á mannamót þar sem áfengi er í boði. Þannig er jafnvel hægt að njóta stundarinnar enn betur og einbeita sér að góðum samtölum. Svo eru auðvitað óáfengir drykkir valkostur í þessum aðstæðum.Hitaeiningar í víni Ekki er hægt að fjalla um vín án þess að tala um hversu orkuríkt það er. Hvert gramm af áfengi gefur næstum helmingi fleiri hitaeiningar en sykur (7 á móti 4 hitaeiningum). Hér er hægt að sjá hversu margar hitaeiningar mismunandi víntegundir gefa.Góðar fyrirmyndir Vínglas af og til er líklega ekki skaðlegt fyrir fyrir þá sem það vilja þó að ekki séu til nein örugg mörk í neyslu á áfengi. Afar mikilvægt er að við séum öll meðvituð um að hófleg eða engin áfengisdrykkja er alltaf besti kosturinn með tilliti til heilsunnar og þá sérstaklega til að minnka líkur á krabbameinum. Við höfum öll hlutverki að gegna gagnvart yngri kynslóðum. Nýtum tækifærin sem gefast til að sýna að það þarf ekki alltaf að vera vín.Höfundur er sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.HeimildirEmbætti landlæknis. Áfengisnotkun – tölurGBD 2016 Alcohol Collaborators. Alcohol use and burden for 195 countries and territories, 1990–2016: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2016.Lancet. 2018World Cancer Research Fund. Continuous Update Project – Analysing research for cancer prevention and survival. Alcohol
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun