Segja rangt að allir landeigendur séu á móti Reynisfjallsgöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2019 15:30 Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason. „Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, í tilefni fullyrðingar Guðna Einarssonar, bónda í Þórisholti, um að Reynisfjallsgöng hafi verið sett inn á aðalskipulag í óþökk allra landeigenda. Sjá hér: Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda „Það hefur verið hreinn meirihluti fyrir málinu í sveitarstjórn frá kosningum árið 2010 þegar þetta mál var sett fram sem baráttumál, þó að hugmyndin eigi sér að sjálfsögðu mun lengri sögu. Nú háttar svo til að enginn ágreiningur er um málið í sveitarstjórn. Mér þykir slæmt að það, sem er lykilatriði, skuli látið kjurrt liggja á meðan landeigandi sem hefur fyrst og fremst umtalsverðra eiginhagsmuna að gæta fær að þyrla upp ryki. Hann hefur svo ég til viti ekkert umboð til að fullyrða um afstöðu annarra landeigenda en sín sjálfs,“ segir Einar oddviti, sem sjálfur býr á Loðmundarstöðum, einum Sólheimabæjanna.Frá Vík. Horft til Reynisdranga. Nýr vegur kæmi fyrir sunnan byggðina.Stöð 2/Einar Árnason.Bryndís F. Harðardóttir, einn eigenda jarðarinnar Reynishóla, gerir einnig athugasemd við orð Guðna. „Guðni Einarsson er landeigandi í Þórisholti ásamt fleirum og hann er ekki talsmaður Reynishverfinga. Landeigendur í Reynishverfi eru miklu fleiri og margir hverjir styðja þessa framkvæmd,“ segir Bryndís. Hún segir stuðning við göngin hafa komið fram í opinberum umsögnum og nefnir eigendur Presthúsa, Lækjarbakka, Reynis, Teigagerðis auk Reynishóla. „Algjört lykilatriði er að með nýjum vegi losnum við við þjóðveginn úr Víkurþorpi. Hann þverar þorpið, er hættulegur og hefur mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Ný úttekt á vegum Vegagerðarinnar sýnir einmitt fram á neikvæð áhrif vegarins á það hvort börn ganga í skólann eða ekki. Núverandi vegstæði býður ekki upp á úrbætur og því nauðsynlegt að færa veginn. Meðalumferð í gegnum Vík er orðin sú sama í nóvember eins og hún var um hásumar 2013 og fjöldi bíla á dag er orðinn yfir 4.000 þegar mest lætur á sumrin núorðið. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að fá nýjan veg heldur en einmitt núna þegar umferðin er orðin jafn mikil og raun ber vitni,“ segir oddvitinn. Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
„Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, í tilefni fullyrðingar Guðna Einarssonar, bónda í Þórisholti, um að Reynisfjallsgöng hafi verið sett inn á aðalskipulag í óþökk allra landeigenda. Sjá hér: Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda „Það hefur verið hreinn meirihluti fyrir málinu í sveitarstjórn frá kosningum árið 2010 þegar þetta mál var sett fram sem baráttumál, þó að hugmyndin eigi sér að sjálfsögðu mun lengri sögu. Nú háttar svo til að enginn ágreiningur er um málið í sveitarstjórn. Mér þykir slæmt að það, sem er lykilatriði, skuli látið kjurrt liggja á meðan landeigandi sem hefur fyrst og fremst umtalsverðra eiginhagsmuna að gæta fær að þyrla upp ryki. Hann hefur svo ég til viti ekkert umboð til að fullyrða um afstöðu annarra landeigenda en sín sjálfs,“ segir Einar oddviti, sem sjálfur býr á Loðmundarstöðum, einum Sólheimabæjanna.Frá Vík. Horft til Reynisdranga. Nýr vegur kæmi fyrir sunnan byggðina.Stöð 2/Einar Árnason.Bryndís F. Harðardóttir, einn eigenda jarðarinnar Reynishóla, gerir einnig athugasemd við orð Guðna. „Guðni Einarsson er landeigandi í Þórisholti ásamt fleirum og hann er ekki talsmaður Reynishverfinga. Landeigendur í Reynishverfi eru miklu fleiri og margir hverjir styðja þessa framkvæmd,“ segir Bryndís. Hún segir stuðning við göngin hafa komið fram í opinberum umsögnum og nefnir eigendur Presthúsa, Lækjarbakka, Reynis, Teigagerðis auk Reynishóla. „Algjört lykilatriði er að með nýjum vegi losnum við við þjóðveginn úr Víkurþorpi. Hann þverar þorpið, er hættulegur og hefur mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Ný úttekt á vegum Vegagerðarinnar sýnir einmitt fram á neikvæð áhrif vegarins á það hvort börn ganga í skólann eða ekki. Núverandi vegstæði býður ekki upp á úrbætur og því nauðsynlegt að færa veginn. Meðalumferð í gegnum Vík er orðin sú sama í nóvember eins og hún var um hásumar 2013 og fjöldi bíla á dag er orðinn yfir 4.000 þegar mest lætur á sumrin núorðið. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að fá nýjan veg heldur en einmitt núna þegar umferðin er orðin jafn mikil og raun ber vitni,“ segir oddvitinn.
Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15
Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59