Patrekur: Ekki víst að ég þjálfi meistaraflokkslið næsta vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2019 14:30 Patrekur ásamt aðstoðarmanni sínum, Claus Hansen, sem tekur við af honum næsta sumar. mynd/skjern Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. „Það eru svona þrjár vikur síðan ég tók þessa ákvörðun. Það var gluggi í samningnum sem gerði mér kleift að taka þessa ákvörðun núna. Þetta er búið að vera erfitt þar sem ég er með fjölskylduna heima og ég einn úti,“ segir Patrekur og bætti við að það væri gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun og geta nú horft til framtíðar. „Þetta er samt ekkert búið hérna úti og við ætlum að láta til okkar taka í þessari sterku deild hérna eftir áramót. Aðstoðarmaður minn tekur svo við liðinu og það er fær þjálfari sem heldur áfram á sömu braut.“Sér ekki eftir neinu Þjálfarinn segist ekki sjá eftir því að hafa stokkið á þetta tækifæri þó svo það hafi verið stutt ævintýri að þessu sinni. „Alls ekki. Ég hefði alltaf séð eftir því ef ég hefði ekki tekið slaginn. Síðan ráða aðstæður því að ég hef ákveðið að fara heim,“ segir Patrekur en hefur hann þjálfað í síðasta sinn erlendis? „Ég vil nú ekki útiloka það en það verður að teljast ólíklegt að ég fari út á næstu árum þó svo maður viti aldrei hvað gerist. Hugurinn stefnir þó ekki aftur út á næstunni.“Gæti farið í unglingaþjálfun Patrekur segir alls óvíst hvað taki við er hann kemur heim. Hann sé nýbúinn að taka þessa ákvörðun og hefur ekkert ákveðið. „Ég verð nú að finna mér einhverja vinnu sama hver hún er. Það er ansi líklegt að ég geri eitthvað tengt handboltanum sama hvort það sé að þjálfa eitthvað lið eða hreinlega demba mér í unglingaþjálfun og láta gott af mér leiða þar. Mér finnst það líka spennandi. Það er því ekkert víst að ég fari að þjálfa meistaraflokkslið næsta vetur. Þetta verður bara allt að koma í ljós.“ Handbolti Tengdar fréttir Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Sjá meira
Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. „Það eru svona þrjár vikur síðan ég tók þessa ákvörðun. Það var gluggi í samningnum sem gerði mér kleift að taka þessa ákvörðun núna. Þetta er búið að vera erfitt þar sem ég er með fjölskylduna heima og ég einn úti,“ segir Patrekur og bætti við að það væri gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun og geta nú horft til framtíðar. „Þetta er samt ekkert búið hérna úti og við ætlum að láta til okkar taka í þessari sterku deild hérna eftir áramót. Aðstoðarmaður minn tekur svo við liðinu og það er fær þjálfari sem heldur áfram á sömu braut.“Sér ekki eftir neinu Þjálfarinn segist ekki sjá eftir því að hafa stokkið á þetta tækifæri þó svo það hafi verið stutt ævintýri að þessu sinni. „Alls ekki. Ég hefði alltaf séð eftir því ef ég hefði ekki tekið slaginn. Síðan ráða aðstæður því að ég hef ákveðið að fara heim,“ segir Patrekur en hefur hann þjálfað í síðasta sinn erlendis? „Ég vil nú ekki útiloka það en það verður að teljast ólíklegt að ég fari út á næstu árum þó svo maður viti aldrei hvað gerist. Hugurinn stefnir þó ekki aftur út á næstunni.“Gæti farið í unglingaþjálfun Patrekur segir alls óvíst hvað taki við er hann kemur heim. Hann sé nýbúinn að taka þessa ákvörðun og hefur ekkert ákveðið. „Ég verð nú að finna mér einhverja vinnu sama hver hún er. Það er ansi líklegt að ég geri eitthvað tengt handboltanum sama hvort það sé að þjálfa eitthvað lið eða hreinlega demba mér í unglingaþjálfun og láta gott af mér leiða þar. Mér finnst það líka spennandi. Það er því ekkert víst að ég fari að þjálfa meistaraflokkslið næsta vetur. Þetta verður bara allt að koma í ljós.“
Handbolti Tengdar fréttir Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Sjá meira
Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti