Manchester City og Liverpool fara bæði til Madrídar í 16 liða úrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 11:15 Jürgen Klopp með Meistaradeildarbikarinn glæsilega. Getty/ Quality Sport Images Það voru mestar líkur á að ensku liðin Manchester City og Liverpool drógust á móti liðunum frá Madríd og það var líka raunin þegar dregið var í sextán liða úrslitin í dag. Manchester City drógst fyrst á móti Real Madrid og fljótlega á eftir drógust Atlético Madrid og Liverpool saman. Í báðum viðureignum fer seinni leikurinn fram á Englandi. Það er ljóst að verkefnið verður ekki mikið erfiðara en það sem bíður Pep Guadiola og lærisveina hans í Manchester City en Pep þekkir það vel að mæta á Santiagi Bernabeu. Liverpool vann Meistaradeildina á heimavelli Atlético Madrid síðasta vor og snýr nú aftur á sama völl í fyrsta leik sínum í úrslitasláttarkeppninni í ár. Chelsea mætir Bayern München og Tottenham fær líklega léttasta mótherjann af ensku liðunum eftir að hafa dregist á móti þýska liðinu RB Leipzig. Barcelona þarf að fara til Napoli og Paris Saint Germain til Dortmund í Þýskalandi. Daprasti leikurinn er án efa viðureign Atalanta og Valencia en nýliðar Atalanta höfðu þar heppnina með sér. Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 18. og 19. febrúar og 25. til 26. febrúar en seinni leikirnir fara fram 10. og 11. mars og 17. og 18. mars.Leikirnir í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar 2019-20: Leikur 1: Borussia Dortmund (Þýskaland) - Paris Saint-Germain (Frakkland) Leikur 2: Real Madrid (Spánn) - Manchester City (England) Leikur 3: Atalanta (Ítalía) - Valencia (Spánn) Leikur 4: Atlético Madrid (Spánn) - Liverpool (England) Leikur 5: Chelsea (England) - Bayern München (Þýskaland) Leikur 6: Lyon (Frakkland) - Juventus (Ítalía) Leikur 7: Tottenham (England) - RB Leipzig (Þýskaland) Leikur 8: Napoli (Ítalía) - Barcelona (Spánn)Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá drættinum.
Það voru mestar líkur á að ensku liðin Manchester City og Liverpool drógust á móti liðunum frá Madríd og það var líka raunin þegar dregið var í sextán liða úrslitin í dag. Manchester City drógst fyrst á móti Real Madrid og fljótlega á eftir drógust Atlético Madrid og Liverpool saman. Í báðum viðureignum fer seinni leikurinn fram á Englandi. Það er ljóst að verkefnið verður ekki mikið erfiðara en það sem bíður Pep Guadiola og lærisveina hans í Manchester City en Pep þekkir það vel að mæta á Santiagi Bernabeu. Liverpool vann Meistaradeildina á heimavelli Atlético Madrid síðasta vor og snýr nú aftur á sama völl í fyrsta leik sínum í úrslitasláttarkeppninni í ár. Chelsea mætir Bayern München og Tottenham fær líklega léttasta mótherjann af ensku liðunum eftir að hafa dregist á móti þýska liðinu RB Leipzig. Barcelona þarf að fara til Napoli og Paris Saint Germain til Dortmund í Þýskalandi. Daprasti leikurinn er án efa viðureign Atalanta og Valencia en nýliðar Atalanta höfðu þar heppnina með sér. Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 18. og 19. febrúar og 25. til 26. febrúar en seinni leikirnir fara fram 10. og 11. mars og 17. og 18. mars.Leikirnir í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar 2019-20: Leikur 1: Borussia Dortmund (Þýskaland) - Paris Saint-Germain (Frakkland) Leikur 2: Real Madrid (Spánn) - Manchester City (England) Leikur 3: Atalanta (Ítalía) - Valencia (Spánn) Leikur 4: Atlético Madrid (Spánn) - Liverpool (England) Leikur 5: Chelsea (England) - Bayern München (Þýskaland) Leikur 6: Lyon (Frakkland) - Juventus (Ítalía) Leikur 7: Tottenham (England) - RB Leipzig (Þýskaland) Leikur 8: Napoli (Ítalía) - Barcelona (Spánn)Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá drættinum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira