Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. desember 2019 12:46 Michelle Ballarin var á Íslandi þar til í morgun að vinna að endurreisn WOW Air. VÍSIR/BALDUR Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. Gert er ráð fyrir því að félagið verði komið með talsverð umsvif í farþegaflugi áður en háannatími flugsins hefst í vor að sögn aðstandenda flugfélagsins. Fyrsta flugið fari vonandi í loftið innan vikna frekar en mánaða. Komið hefur fram að bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW Air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug WOW Air á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Aðstandendur félagsins hafa sagt að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á og að ákveðnar hindranir hafi orðið á vegi aðstandanda félagsins. Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, segir að allt sé á réttri leið. Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur.Vísir/Vilhelm „Markmiðin um að endurvekja starfsemi WOW eru enn í fullu gildi. Við teljum okkur vera alls staðar á réttri leið en höfum viðurkennt að við erum ekki á réttum hraða. Þannig markmiðin um að fara í loftið af þunga í desember þau eru ekki að ganga eftir.“ Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. Gunnar segir að tíminn í fyrsta flug WOW Air sé frekar mældur í vikum en mánuðum. „Við að minnsta kosti verðum áreiðanlega komin með talsverð umsvif í farþegafluginu áður en háannatíminn hefst með vorinu en fram að þeim tíma munum við leggja talsverða áherslu á þátt fraktflugsins í vélum þar sem við verðum að sjálfsögðu líka að flytja farþega“ „Þó við leggjum áherslu á fraktina þá er hún um borð í sömu flugvélum og farþegar þannig að við höfum sagt að í byrjum verði áhersla lögð á fraktin enda þótt farþega rýmið verði ekki mjög þéttskipað í allra fyrstu ferðunum. Við vonumst til þess að geta mælt tímann fram að þessari tilkeyrslu frekar í vikum en mánuðum,“ sagði Gunnar Steinn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur Michelle Ballarin verið á landinu síðustu daga en hún fór af landi brott í morgun. „Eðlilega í þessu ferli er hún talsvert oft hérna,“ sagði Gunnar. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00 Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. Gert er ráð fyrir því að félagið verði komið með talsverð umsvif í farþegaflugi áður en háannatími flugsins hefst í vor að sögn aðstandenda flugfélagsins. Fyrsta flugið fari vonandi í loftið innan vikna frekar en mánaða. Komið hefur fram að bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW Air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug WOW Air á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Aðstandendur félagsins hafa sagt að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á og að ákveðnar hindranir hafi orðið á vegi aðstandanda félagsins. Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, segir að allt sé á réttri leið. Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur.Vísir/Vilhelm „Markmiðin um að endurvekja starfsemi WOW eru enn í fullu gildi. Við teljum okkur vera alls staðar á réttri leið en höfum viðurkennt að við erum ekki á réttum hraða. Þannig markmiðin um að fara í loftið af þunga í desember þau eru ekki að ganga eftir.“ Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. Gunnar segir að tíminn í fyrsta flug WOW Air sé frekar mældur í vikum en mánuðum. „Við að minnsta kosti verðum áreiðanlega komin með talsverð umsvif í farþegafluginu áður en háannatíminn hefst með vorinu en fram að þeim tíma munum við leggja talsverða áherslu á þátt fraktflugsins í vélum þar sem við verðum að sjálfsögðu líka að flytja farþega“ „Þó við leggjum áherslu á fraktina þá er hún um borð í sömu flugvélum og farþegar þannig að við höfum sagt að í byrjum verði áhersla lögð á fraktin enda þótt farþega rýmið verði ekki mjög þéttskipað í allra fyrstu ferðunum. Við vonumst til þess að geta mælt tímann fram að þessari tilkeyrslu frekar í vikum en mánuðum,“ sagði Gunnar Steinn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur Michelle Ballarin verið á landinu síðustu daga en hún fór af landi brott í morgun. „Eðlilega í þessu ferli er hún talsvert oft hérna,“ sagði Gunnar.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00 Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00
Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01
Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20