Sportpakkinn: Nýr íþróttamaður ársins hjá fötluðum vann jólalagakeppni Rásar tvö fyrr í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 16:46 Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir með verðlaun sín. Vísir/Vilhelm Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir voru í dag valin íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti 28 Íslandsmet á árinu og varð eini Norðurlandabúinn sem komst á verðlaunapall á HM í Lundúnum. Hann bætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og vann bronsið í sínum flokki. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir náði góðum árangri í frjálsum íþróttum á árinu. Líkt og Már Gunnarsson stefnir hún á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó á næsta ári. Bergrún varð í 5. sæti í langstökki á alþjóðlegu móti, stökk 4,26 metra. Már var kátur þegar Arnar Björnsson hitti hann í dag. „Þetta er búið að vera geggjaður dagur en frekar sérstakur. Ég mætti í Sporthúsið í morgun á æfingu og þar var tekið á því. Svo ætlaði ég mér að fara að fá mér eitthvað að borða en það tókst ekki vel. Ég fékk símtal og mér tilkynnt að ég hefði unnið jólalagasamkepni Rásar tvö ásamt systur minni Ísold. Það átti að veita verðlaunin á sama tíma og ég þurfti að redda því að vera á tveimur stöðum í einu. Að vera valinn íþróttamaður fatlaðra er heiður sem ég er mjög stoltur af og þakklátur öllu því fagfólki sem valdi mig,“ sagði Már Gunnarsson. Dagurinn var bara hálfnaður og nóg að gera hjá íþrótta og tónlistarmanninum. „Það er sundæfing og það eru tónleikar, það er alveg slatt,“ sagði Már. Þarf hann ekki að vera með 29 klukkutíma í sólarhring? „Það eða gott skipulag. Prógrammið fram undan er afskaplega stíft. Ég er að æfa tvisvar á dag. Ég verð ekkert heima í janúar því ég er að fara að æfa í Lúxemborg. Æfi með landsliði ófatlaðra í Búlgaríu uppi í fjöllum. Þá kem ég heim til að undirbúa stórtónleika sem verða 13. mars í Stapanum. Ég er að flytja inn níu færustu tónlistarmenn Póllands til að spila með með mér í hljómsveit. Síðan kemur Evrópumeistaramótið í Madeira og vonandi Tókíó, ég ætla mér að komast þangað. Þetta er bara planið,“ sagði Már. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari fékk hvatningarverðlaunin. Hún hefur starfað með íþróttafélagi fatlaðra í mörg ár. Verðlaunin fær hún fyrir sérverkefni í leikskólastarfi með hreyfiþjálfun barna. Arnar Björnsson mætti í boð Íþróttasambands fatlaðra í dag og ræddi við íþróttafólk ársins eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Sportpakkinn Sund Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir voru í dag valin íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti 28 Íslandsmet á árinu og varð eini Norðurlandabúinn sem komst á verðlaunapall á HM í Lundúnum. Hann bætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og vann bronsið í sínum flokki. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir náði góðum árangri í frjálsum íþróttum á árinu. Líkt og Már Gunnarsson stefnir hún á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó á næsta ári. Bergrún varð í 5. sæti í langstökki á alþjóðlegu móti, stökk 4,26 metra. Már var kátur þegar Arnar Björnsson hitti hann í dag. „Þetta er búið að vera geggjaður dagur en frekar sérstakur. Ég mætti í Sporthúsið í morgun á æfingu og þar var tekið á því. Svo ætlaði ég mér að fara að fá mér eitthvað að borða en það tókst ekki vel. Ég fékk símtal og mér tilkynnt að ég hefði unnið jólalagasamkepni Rásar tvö ásamt systur minni Ísold. Það átti að veita verðlaunin á sama tíma og ég þurfti að redda því að vera á tveimur stöðum í einu. Að vera valinn íþróttamaður fatlaðra er heiður sem ég er mjög stoltur af og þakklátur öllu því fagfólki sem valdi mig,“ sagði Már Gunnarsson. Dagurinn var bara hálfnaður og nóg að gera hjá íþrótta og tónlistarmanninum. „Það er sundæfing og það eru tónleikar, það er alveg slatt,“ sagði Már. Þarf hann ekki að vera með 29 klukkutíma í sólarhring? „Það eða gott skipulag. Prógrammið fram undan er afskaplega stíft. Ég er að æfa tvisvar á dag. Ég verð ekkert heima í janúar því ég er að fara að æfa í Lúxemborg. Æfi með landsliði ófatlaðra í Búlgaríu uppi í fjöllum. Þá kem ég heim til að undirbúa stórtónleika sem verða 13. mars í Stapanum. Ég er að flytja inn níu færustu tónlistarmenn Póllands til að spila með með mér í hljómsveit. Síðan kemur Evrópumeistaramótið í Madeira og vonandi Tókíó, ég ætla mér að komast þangað. Þetta er bara planið,“ sagði Már. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari fékk hvatningarverðlaunin. Hún hefur starfað með íþróttafélagi fatlaðra í mörg ár. Verðlaunin fær hún fyrir sérverkefni í leikskólastarfi með hreyfiþjálfun barna. Arnar Björnsson mætti í boð Íþróttasambands fatlaðra í dag og ræddi við íþróttafólk ársins eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Íþróttafólk ársins hjá fötluðum
Sportpakkinn Sund Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira