Písa-krísa Herdís Magnea Hübner skrifar 12. desember 2019 11:30 Ég er nú svo gömul sem á grönum má sjá og hef kennt lestur og íslensku í grunnskóla í yfir 40 ár – á landsbyggðinni í þokkabót, svo líklega ætti ég bara að hafa hægt um mig og skammast mín fyrir pisa-niðurstöðurnar skelfilegu sem sýna endalausa afturför í þessum greinum. Satt er það að þegar ég byrjaði að kenna voru börn almennt sólgin í að lesa, sérstaklega sínar eigin bækur sem þau höfðu valið sjálf og tekið með sér að heiman. Þá var ekkert skólabókasafn í skólanum og lestrarbækurnar frá Bókaútgáfu námsbóka voru ekki mjög spennandi. Við leyfðum svona yndislestur til hátíðabrigða í frjálsum tímum o.þ.h. og hann var alltaf mjög vinsæll. Svo leið tíminn og ég varð vör við að áhugi barnanna á lestrinum dofnaði, það kom jafnvel fyrir að þau höfðu enga bók meðferðis til að grípa í. Ég gerði könnun á lestrarvenjum barnanna í skólanum mínum, frá 3.-10. bekk og spurði þar ýmissa spurninga. Mig minnir að þetta hafi verið 1999. Könnunin staðfesti það sem mig grunaði, mér fannst börnin lesa ansi lítið. Svo við fórum að leyfa þeim oftar að lesa „frjálst“ í skólanum og fara á skólabókasafnið sem þá var komið, til að velja sér bækur og gripum til ýmissa annarra ráða. Ég endurtók könnunina 5 árum seinna og sá þá að enn hafði sigið á ógæfuhliðina. Og sagan endurtók sig 2009 og árið 2014 þegar könnunin var gerð í síðasta sinn, var allt komið í kaldakol þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og „lestrarátök“ og stöðuga hvatningu, bæði til nemenda og foreldra. Börnin höfðu fáar bækur lesið, fengu fáar bækur í jólagjöf, sögðust lítinn áhuga hafa á þeim, fóru aldrei á bæjarbókasafnið, fengu bækur eingöngu á skólabókasafninu og gátu hvorki nefnt uppáhaldsbækur né höfunda. Nú þýðir ekkert að leggja þessa könnun fyrir oftar vegna þess að hún byggðist á lestri bóka að eigin vali, heimalestri en ekki lestri skólabóka eða lestri í skólanum. Það er tómt mál um að tala, börn (og foreldrar) líta langflest svo á að bóklestur sé hluti af skólastarfinu, ekki tómstundagaman sem maður stundar heima hjá sér. Ég geri það stundum af skömmum mínum þegar ég er að kveðja börnin á vorin, að segja sem svo: Jæja, nú ertu að verða búin með þessa bók, hvað ætlarðu svo að lesa næst? Börnin reka upp stór augu og hnussa: Ekkert! Skólinn er búinn. Auðvitað er þetta ekki algilt, það eru til börn sem lesa bækur sér til skemmtunar í frítíma. En þau eru svo miklu færri en áður. Því skal engan undra að börn hafi minni (ekki bara annan) orðaforða á íslensku núna en börn höfðu fyrir 40 árum. Fyrir utan minni bóklestur er margt annað sem er gerbreytt. Þegar ég var að alast upp (ég veit, það er mjög langt síðan) átti Ríkisútvarpið, gamla gufan stóran þátt í uppeldinu. Ég hlustaði á alls konar sögur, leikrit, barnatíma og hitt og þetta – og þar var nú ekki töluð vitleysan. Ég held að börn hlusti núna almennt mjög lítið á útvarp eða talað mál annars staðar. Svo eru áhrif enskunnar enn einn kapítulinn. Og blessuð snjalltækin. Fyrir 40 árum höfðu flestir kennarar mun minni menntun en í dag. Lestrarkennslu var nánast hætt eftir 5. bekk, orðaforðavinna var lítil og skólabókasöfn óvíða til. Nú orðið sendir Menntamálastofnun frá sér úrvalslestrarbækur í stríðum straumum, samdar af fremstu rithöfundum þjóðarinnar. Í dag er skóladagurinn lengri, kennarar hámenntaðir, endurmenntaðir og símenntaðir, bekkir fámennir, sérkennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar á hverjum fingri og allt okkar púður fer í að kenna lestur og orðaforða. Hvernig stendur þá á þessari hörmungarframmistöðu í pisa, aftur og aftur? Ég er örugglega síst til þess fallin að þykjast hafa vit á því en mig grunar að skýringarinnar hljóti að vera að leita fyrir utan skólana. Góð ráð kann ég ekki, mér finnst við sífellt vera að gera allt sem við getum og höfum kunnáttu og hugmyndaflug til. Mér dettur stundum í hug að best væri að banna börnum alveg að lesa og sjá til hvort það yrði aftur spennandi. En það fæst líklega ekki samþykkt.Höfundur er grunnskólakennari á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Sjá meira
Ég er nú svo gömul sem á grönum má sjá og hef kennt lestur og íslensku í grunnskóla í yfir 40 ár – á landsbyggðinni í þokkabót, svo líklega ætti ég bara að hafa hægt um mig og skammast mín fyrir pisa-niðurstöðurnar skelfilegu sem sýna endalausa afturför í þessum greinum. Satt er það að þegar ég byrjaði að kenna voru börn almennt sólgin í að lesa, sérstaklega sínar eigin bækur sem þau höfðu valið sjálf og tekið með sér að heiman. Þá var ekkert skólabókasafn í skólanum og lestrarbækurnar frá Bókaútgáfu námsbóka voru ekki mjög spennandi. Við leyfðum svona yndislestur til hátíðabrigða í frjálsum tímum o.þ.h. og hann var alltaf mjög vinsæll. Svo leið tíminn og ég varð vör við að áhugi barnanna á lestrinum dofnaði, það kom jafnvel fyrir að þau höfðu enga bók meðferðis til að grípa í. Ég gerði könnun á lestrarvenjum barnanna í skólanum mínum, frá 3.-10. bekk og spurði þar ýmissa spurninga. Mig minnir að þetta hafi verið 1999. Könnunin staðfesti það sem mig grunaði, mér fannst börnin lesa ansi lítið. Svo við fórum að leyfa þeim oftar að lesa „frjálst“ í skólanum og fara á skólabókasafnið sem þá var komið, til að velja sér bækur og gripum til ýmissa annarra ráða. Ég endurtók könnunina 5 árum seinna og sá þá að enn hafði sigið á ógæfuhliðina. Og sagan endurtók sig 2009 og árið 2014 þegar könnunin var gerð í síðasta sinn, var allt komið í kaldakol þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og „lestrarátök“ og stöðuga hvatningu, bæði til nemenda og foreldra. Börnin höfðu fáar bækur lesið, fengu fáar bækur í jólagjöf, sögðust lítinn áhuga hafa á þeim, fóru aldrei á bæjarbókasafnið, fengu bækur eingöngu á skólabókasafninu og gátu hvorki nefnt uppáhaldsbækur né höfunda. Nú þýðir ekkert að leggja þessa könnun fyrir oftar vegna þess að hún byggðist á lestri bóka að eigin vali, heimalestri en ekki lestri skólabóka eða lestri í skólanum. Það er tómt mál um að tala, börn (og foreldrar) líta langflest svo á að bóklestur sé hluti af skólastarfinu, ekki tómstundagaman sem maður stundar heima hjá sér. Ég geri það stundum af skömmum mínum þegar ég er að kveðja börnin á vorin, að segja sem svo: Jæja, nú ertu að verða búin með þessa bók, hvað ætlarðu svo að lesa næst? Börnin reka upp stór augu og hnussa: Ekkert! Skólinn er búinn. Auðvitað er þetta ekki algilt, það eru til börn sem lesa bækur sér til skemmtunar í frítíma. En þau eru svo miklu færri en áður. Því skal engan undra að börn hafi minni (ekki bara annan) orðaforða á íslensku núna en börn höfðu fyrir 40 árum. Fyrir utan minni bóklestur er margt annað sem er gerbreytt. Þegar ég var að alast upp (ég veit, það er mjög langt síðan) átti Ríkisútvarpið, gamla gufan stóran þátt í uppeldinu. Ég hlustaði á alls konar sögur, leikrit, barnatíma og hitt og þetta – og þar var nú ekki töluð vitleysan. Ég held að börn hlusti núna almennt mjög lítið á útvarp eða talað mál annars staðar. Svo eru áhrif enskunnar enn einn kapítulinn. Og blessuð snjalltækin. Fyrir 40 árum höfðu flestir kennarar mun minni menntun en í dag. Lestrarkennslu var nánast hætt eftir 5. bekk, orðaforðavinna var lítil og skólabókasöfn óvíða til. Nú orðið sendir Menntamálastofnun frá sér úrvalslestrarbækur í stríðum straumum, samdar af fremstu rithöfundum þjóðarinnar. Í dag er skóladagurinn lengri, kennarar hámenntaðir, endurmenntaðir og símenntaðir, bekkir fámennir, sérkennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar á hverjum fingri og allt okkar púður fer í að kenna lestur og orðaforða. Hvernig stendur þá á þessari hörmungarframmistöðu í pisa, aftur og aftur? Ég er örugglega síst til þess fallin að þykjast hafa vit á því en mig grunar að skýringarinnar hljóti að vera að leita fyrir utan skólana. Góð ráð kann ég ekki, mér finnst við sífellt vera að gera allt sem við getum og höfum kunnáttu og hugmyndaflug til. Mér dettur stundum í hug að best væri að banna börnum alveg að lesa og sjá til hvort það yrði aftur spennandi. En það fæst líklega ekki samþykkt.Höfundur er grunnskólakennari á Ísafirði.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun