Þýski miðillinn Ruhr Nachrichten og þýska útvarpsstöðin Radio 91,2 greina bæði frá því í morgun að norski framherjinn Erling Braut Håland sé lentur í Þýskalandi.
Miðlarnir segja frá því að norski framherjinn sé kominn til Þýskalands í viðræður við Dortmund með umboðsmanni sínum, hinum umdeilda Mino Raiola.
Håland, sem nú er á mála hjá Red Bull Salzburg, hefur farið algjörlega á kostum í Evrópuboltanum á leiktíðinni og skorað 28 mörk. Þar að auki hefur hann lagt upp sjö mörk.
Erling Haaland has travelled to Germany for talks with Borussia Dortmund, reports Ruhr Nachrichten
— Goal (@goal) December 12, 2019
Good move for him? pic.twitter.com/mHy58f7bmh
Håland lék sína fyrstu Meistaradeildarleiki í vetur en Salzburg var í riðli með Liverpool, Napoli og Genk. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 8 mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Þar af skoraði hann þrjú mörk í fyrsta leiknum.
Mörg stærstu lið Evrópu voru talinn fylgjast með þessum nítján ára gamla norska pilti en ef marka má þýska miðla eru líkur á að hann færi sig yfir til Þýskalands í janúar.
Erling Haaland Champions League stats
— VBET News (@VBETnews) December 10, 2019
5 games
8 goals
1 assist pic.twitter.com/uA2wDiRQTP